Samfélagsmiðlar

Mun fleiri ferðamenn en metsumarið 2018 ef Icelandair og Play geta haldið óbreyttri stefnu

Nú í sumar koma hingað fleiri skemmtiferðaskip en áður og á sama tíma keppast íslensku flugfélögin við að fá erlenda ferðamenn um borð.

Ferðamenn við Strokk

Sumarið 2018 komu hingað rúmlega 800 þúsund erlendir ferðamenn. Nú eru vísbendingar um að fjöldinn verði ennþá meiri að þessu sinni, í það minnsta svo lengi sem farþegar flugfélaganna finna gistingu.

„Við sjáum mikla og sterka stöðu hjá okkur, mun sterkari en í fyrra. Vonandi sér Icelandair það bara líka. Við viljum ferðamenn til landsins. Innviðirnir verða bara að styrkjast,” sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtali við Túrista í síðustu viku þar sem hann var spurður hvort íslensku flugfélögin tvö væru að setja of mikla pressu á ferðaþjónustuna og samfélagið.

Tilefni spurningarinnar var sú staðreynd að stjórnendur Icelandair og Play leggja nú í auknum mæli áherslu á að flytja ferðamenn til landsins. Á árunum fyrir heimsfaraldur var fókusinn helst á tengifarþega, bæði hjá Icelandair og Wow Air. Sá hópur millilendir eingöngu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið og þarf því ekki gistingu hér á landi eða bílaleigubíl.

Núna eru hins vegar mun fleiri ferðamenn í hverri þotu sem hingað kemur og því færri tengifarþegar. Í nýliðnum maí voru hér 158 þúsund ferðamenn og aðeins einu sinni hafa þeir verið fleiri í maí en það var metárið 2018. Þá voru túristarnir 165 þúsund talsins.

Flugumferðin um Keflavíkurflugvöll var aftur á móti töluvert meiri í maí 2018 en hún var í síðasta mánuði. Ferðamenn í hverri þotu voru því að þessu sinni en metárið miðað við útreikninga sem byggja á ferðagögnum Túrista.

Sumarið 2018 fölgaði túristunum í hverri þotu á Keflavíkurflugvelli í júní frá því sem var í maí og aftur í júlí og ágúst. Megin skýringin á þessu er sú að Íslandsflug erlendra flugfélaga kemst ekki á fullt fyrr en í júní og þessi félög gera bara út á ferðamenn á leið til Íslands.

Í byrjun sumarvertíðar 2018 var hlutfall tengifarþegar hjá Icelandair hins vegar miklu hærra en það er í dag eða 56 prósent. Í apríl og maí var það rétt 43 prósent.

Það stefnir því í að fjöldi túrista í hverri þotu sem hér lendir í sumar verði umtalsvert meiri en áður var. Ferðamannafjöldinn gæti því farið upp í allt að 850 þúsund ferðamenn yfir sumarmánuðina þrjá samkvæmt útreikningum Túrista. Metsumarið 2018 taldi hópurinn 804 þúsund útlendinga.

Með þetta í huga má spyrja sig hvort íslensk ferðaþjónusta geti sinnt svona stórum hópi ferðamanna á sama tíma og von er á metfjölda skemmtiferðaskipa til landins.

Skemmtiferðaskip í Reykjavík í síðustu viku. Mynd: ÓJ

Ef þeim sem nú leita að ferð til Íslands í sumar reynist erfitt að finna gistingu og afþreyingu á viðráðanlegu verði þá gætu íslensku flugfélögin þurft breyta um fókus og herjað á tengifarþegana á ný. Forstjóri Play sagði þó í síðustu viku að hann gerði ráð fyrir að vægi tengifarþega hjá félaginu yrði lægra í sumar en það var í nýliðnum maí, þá var það 48 prósent.

Hjá Icelandair var hlutfallið 43 prósent en til samanburðar var það 53 til 58 prósent yfir sumarmánuðina þau ár sem félagið var síðast rekið með hagnaði.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …