Samfélagsmiðlar

Rafbílabyltingin þarf margfalt fleiri hleðslustöðvar

Skortur á hleðsluinnviðum og hátt framleiðsluverð tefur rafbílavæðinguna. Í Evrópusambandslöndunum þyrfti að setja upp 14 þúsund nýjar rafhleðslustöðvar í hverri viku til að markmiðum um kolefnishlutleysi verði náð og þær verður að setja upp miklu víðar - líka í fátækari löndunum. Framleiðslukostnaður vð rafbíla fer hinsvegar lækkandi.

Vaxandi þungi er í umræðunni um það hvernig Evrópubúum á að takast að ná metnaðarfullum markmiðum sínum um kolefnishlutleysi eftir rúman aldarfjórðung, eða árið 2050. Losunin fer nefnilega enn vaxandi á öllum sviðum athafnalífsins nema í samgöngum. Nýir bílar losa minna en gamlir og rafbílum fjölgar ört – en þó tæplega nógu ört ef markmiðið um að hætta sölu mengandi bíla árið 2035, eftir aðeins 12 ár, á að nást.

Rafbílar eru enn of dýrir og hleðslustöðvar alltof fáar. Í Evrópusambandslöndum voru rafbílar um 12 prósent af heildarsölu bíla á síðasta ári, miðað við 9,1 prósent 2021 og aðeins 1,9 prósent 2019. Bílar sem notast við blöndu orkugjafa, blendingar og tengiltvinnbílar, voru rúmur helmingur seldra bíla innan Evrópusambandsins á síðasta ársfjórðungi 2022. Þetta hefur áhrif: dregur úr heildarlosun og bætir andrúmsloftið fyrir vegfarendur og íbúa.

MYND: My Energy / Unsplash

Þessi umskipti í bílasölu tryggja Evrópu forystu í heiminum. Það eru engir komnir jafn langt. Kínverjar geta þó státað af hröðum umskiptum sem er ekki síst að þakka öflugum rafbílaframleiðendum í landi þeirra. Samkvæmt skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið KcKinsey birti í nóvember síðastliðinn fer fjórðungur rafbílaframleiðslunnar fram í Evrópusambandslöndum og þangað er líka fluttur stór hluti heimsframleiðslu slíkra bíla – ekki síst frá Kína. Skýrsluhöfundar bentu á að framsýnir bílaframleiðendur og viljugir neytendur gætu til samans komið Evrópu í leiðandi stöðu í heiminum í rafbílavæðingunni, skapað fjölda nýrra starfa og hraðað því að markmiðunum um kolefnishlutleysi náist.

Hinsvegar er bent á það í nýjasta hefti The Economist að helsta hindrunin er sem fyrr skortur á hleðsluinnviðum. Fjölgun hleðslustöðva heldur ekki í við fjölda rafbíla á götunum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) fjölgaði rafbílum næstum þrefalt meira en rafhleðslustöðvum á árabilinu 2016 til 2022. Og svo aftur sé vitnað til McKinsey þá munu rafbílar ekki að fullu nýtast til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að rafhleðslustöðvum fjölgi mjög á næstu árum.

Það verður raunar að umbylta hleðsluinnviðum. Þeim verður að fjölga snarlega úr 300 þúsund í 3,4 milljónir – og verða 6,8 milljónir árið 2030. The Economist hefur eftir ACEA að þetta feli í sér að setja verði upp 14 þúsund nýjar hleðslustöðvar í hverri viku í Evrópusambandslöndum til ársins 2030. Nú bætast aðeins við um 2 þúsund á viku. Þá verður Evrópusambandið jafnframt að stuðla að því að þessar hleðslustöðvar dreifist betur um aðildarlöndin, greiðsluleiðir verði samræmdar betur, og hraðhleðslustöðvum fyrir flutningabíla verði fjölgað til muna. Til að lesendur átti sig á þörfinni á meiri dreifingu hleðsluinnviða skal bent á að um helmingur allra hleðslustöðva innan Evrópusambandsins er nú í Hollandi og Þýskalandi. Rúmenía er miklu stærra of fjölmennara land en Holland. Þar eru hinsvegar aðeins 0,4 prósent hleðslustöðva innan Evrópusambandsins. Þetta misvægi skýrist af miklum tekjumun. Þar sem fólk er með hæstu tekjurnar eru rafbílar algengastir.

MYND: Promotheus / Unsplash

Það sem gæti hinsvegar breytt heildarmyndinni hratt er fjölgun ódýrra rafbíla – ekki síst frá Kína. The Economist hefur eftir Daniel Röska hjá rannsóknafyrirtækinu Bernstein Research að það styttist í að bílaframleiðendur geti framleitt rafbíla á sama verði og þá sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hann nefnir ártölin 2025 og 26 í þessu sambandi. Enn munar töluverðu á framleiðslukostnaði. Lengra er í að hleðsluinnviðir verði fullnægjandi. Jafnvel þó að Evrópusambandið hafi ákveðið að stuðla að verulegri fjölgun hleðslustöðva meðfram þjóðvegum þá eru ekki horfur á að það gerist nógu hratt. Til að hraða þessari breytingu gætu bílaframleiðendur sjálfir tekið í auknum mæli ráðist í uppbyggingu hleðslustöðva. Tesla tók forystuna og í ársbyrjun tilkynnti Mercedes að fyrirtækið hugðist setja upp 10 þúsund hleðslustöðvar fyrir lok áratugarins.

Það munar um þetta en í raun er þörf á byltingu í uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla. Enn eru það aðallega þeir efnameiri í norðanverðri Evrópu, sem aðgang hafa að hleðslu heima við, sem knýja rafbílavæðinguna. 

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …