Samfélagsmiðlar

Rafhleðslukerfi Tesla verður staðalbúnaður í Bandaríkjunum

Stöðugt fleiri bílaframleiðendur í Bandaríkjunum ákveða að notast við rafhleðslukerfi Tesla. Nú hefur SAE International, tækniráð bandaríska bílaiðnaðarins, ákveðið að gera kerfi Tesla að staðalbúnaði við rafhleðslu bíla í framtíðinni.

Ákvarðanir SAE International eru ráðandi um staðla og viðmið sem bílaframleiðendur vestra þurfa að laga sig að. Áhrifamiklir iðnjöfrar voru meðal stofnenda samtakanna 1905 og hafa þau æ síðan markað vegferð bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum. Meðal áhrifamanna á fyrstu starfsárum voru Thomas Edison og Henry Ford. Nú hafa samtökin lagt línuna um það hvaða hleðslukerfi rafbílavæðing landsins eigi að styðjast við.

Tesla hefur sjálft sett markið hátt og nefndi Elon Musk fullur sjálfstrausts hleðslukerfi sitt Norður-Ameríska hleðslustaðallinnNorth American Charging Standard, eða NACS. Það kerfi hefur orðið ofan á. 

Það getur borgað sig að hugsa stórt.

MYND: My Energy/Unsplash

Innan vébanda SAE International eru starfandi nærri 200 þúsund verkfræðingar, vísindamenn og áhugamenn um tæknimál. Þetta fólk ætlar nú að leggjast á eitt um að greiða fyrir aðlögun allra bílaframleiðenda að NACS-kerfi Tesla.

Bílaframleiðendur hafa hver af öðrum lýst því yfir að undanförnu að þeir ætli að nýta sér hleðslutækni Tesla í stað CCS-kerfisins sem stjórnvöld hafa viljað að yrði ráðandi. Ford reið á vaðið í maí og lýsti því yfir að fyrirtækið myndi laga sig að NACS-búnaðinum í næsta rafbílaárgangi sínum, General Motors, Rivian og Volvo komu svo í kjölfarið.

„Með því að gera NACS-tengibúnaðinn að bandarískum staðli er verið að tryggja festu, öryggi og þægindi fyrir framleiðendur og þjónustuaðila – og það sem mikilvægast er: Bæta aðgengi rafbílaeigenda að hleðslustöðvum,“ sagði Frank Menchaca, forseti Sustainable Mobility Solutions, undirdeildar SAE sem fjallar um sjálfbæra leiðir í samgöngum. Hann segir að með því að vinna að því gera NACS frá Tesla að staðalbúnaði sé stigið stórt skref í átt að því að byggja upp landsnet hleðslustöðva fyrir alla ökumenn rafbíla. 

MYND: J Dean/Unsplash

Það mun taka einhvern tíma að gera SAE-NACS að landsstaðli fyrir rafbíla í Bandaríkjunum en stefnan hefur verið mörkuð. Tesla ræður ferðinni. Það á eftir að tryggja að raforkuafhendingin um kerfið verði öruggt fyrir alla rafbíla og verður unnið náið með rannsóknarstofum og framleiðendum i landinu til að svo verði.

„Öll þessi viðleitni er í anda markmiða SAE um að stuðla að öruggum, hreinum og vel tengdum samgöngum fyrir alla,“ segir David L. Schutt, forstjóri SAE. 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …