Samfélagsmiðlar

Sektað vegna tafa á endurgreiðslum

Bandarísk samgönguyfirvöld taka hart á því ef flugfélög tregðast við að endurgreiða farmiða sem viðskiptavinir geta ekki notað. Nú síðast var British Airways sektað fyrir að hafa ekki staðið tímanlega skil á endurgreiðslum.

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að flugfélagið British Airways hafi verið sektað um 1,1 milljón dollara fyrir að standa ekki tímanlega skil á endurgreiðslum til viðskiptavina vegna ferða til og frá landinu á meðan Covid-19 geisaði. Helmings afsláttur er gefinn frá sektinni vegna þess hversu vel flugfélagið brást við 2020 og 21 þegar það endurgreiddi viðskiptavinum 40 milljónir dollara fyrir farmiða sem töldust óendurgreiðanlegir. 

Frá því í mars 2020 bárust bandarískum samgönguyfirvöldum meira en 1.200 kvartanir um að British Airways hefði ekki endurgreitt viðskiptavinum strax það sem þeir áttu rétt á en flugfélagið hafnaði öllum slíkum ásökunum, segir í frétt frá Reuters. 

Ákvörðun bandaríska samgönguráðuneytisins um sektargreiðslu er hugsuð sem viðvörun til allra flugfélaga um að standa tímanlega skil á öllum endurgreiðslum til farþega sem ekki geta nýtt sér flugferð með réttmætum hætti. British Airways hélt því staðfastlega fram að hafa ævinlega fylgt settum reglum og boðið viðskiptavnum að endurbóka ferðir eða að fá endurgreitt ef ferðir féllu niður. Samgönguráðuneytið sagði á hinn bóginn að viðskiptavinir hefðu ekki náð sambandi við flugfélagið mánuðum saman vegna þess að það hefði ekki séð til þess að veita viðunandi svarþjónustu. British Airways benti á að aðstæður hefðu verið fordæmalausar vegna faraldursins og aflýsa hefði þurft þúsundum flugferða og loka þjónustuverum vegna takmarkana sem stjórnvöld sjálf settu. Af þessum sökum hefði fólk lent í því að bíða aðeins lengur en venjulega eftir því að ná sambandi við þjónustufulltrúa. 

Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna – MYND: USDOT

Bandaríska samgönguráðuneytið hefur að undanförnu sótt að flugfélögum og sektað þau vegna seinkana á endurgreiðslum til viðskiptavina. Í síðasta mánuði var brasilíska LATAM-flugfélagið sektað um eina milljón dollara vegna þessa en frá því í mars 2020 höfðu ráðuneytinu borist 750 kvartanir vegna þess að farmiðar fengust ekki endurgreiddir. 

Ráðuneytið tilkynnti þegar í ársbyrjun að harðar yrði tekið á því ef flugfélög brytu gegn neytendarétti. Framvegis mætti búast við að sektarfjárhæðir yrðu nægilega háar til að ekki væri aðeins litið á þær sem eðlilegan kostnað af því að stunda viðskipti. Samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar Pete Buttigieg hefur ítrekað þessa afstöðu sína á síðustu misserum og hafa spjótin ekki síst beinst að innlendum félögum sem ekki hafa veitt farþegum sínum viðunandi þjónustu þegar flugsamgöngur hafa fallið niður vegna veðurs eða bilana. 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …