Samfélagsmiðlar

Séríslenskt gistináttagjald gerir engan mun á svefnpokaplássi og svítu

Íslensk stjórnvöld fylgdu ekki fordæmi annarra ríkja þegar tekið var upp gistináttagjald á sínum tíma. Hið opinbera hefur heldur ekki látið Airbnb innheimta fyrir sig gjald en hlutdeild bandaríska fyrirtækisins nemur hátt í helmingi af gistimarkaðnum út á landi.

Hópur ferðamanna í Reykjavík í gær.

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að draga úr verðbólgu og um leið auka tekjur hins opinbera um 18 milljarða króna. Auknar álögur á ferðaþjónustu eiga að skila um fimmtungi af þeirri upphæð eða 2,7 milljörðum króna. Er þar horft til nýrrar álagningar á skemmtiferðaskip og endurupptöku gistináttagjalds eins og fram kom í máli fjármálaráðherra í fréttum RÚV.

Gistináttagjaldið lagt af tímabundið þegar heimsfaraldurinn hófst en það var fyrst innleitt árið 2012.

Þá var hins vegar ekki tekinn upp þrepaskiptur gistináttaskattur, eins og þekktist víða út í heimi, heldur farin ný leið þar sem gjaldið var það sama fyrir alla. Sá sem gisti eina nótt á íslensku tjaldstæði borgaði þá 100 krónur í gistináttagjald eða jafn mikið og fjórir gestir í dýrustu svítu landsins. Íslenska gjaldið miðast nefnilega við hverja gistieiningu en ekki hvern gest.

Tekjur Frakka væru margfalt minni af íslensku leiðinni

Víðast hvar annars staðar er hver og einn rukkaður um gistináttagjald og ræðst upphæðin af gæðunum. Þau sem dvelja á fimm stjörnu hótelum borga þá meira en þeir sem sofa á farfuglaheimili. Fjórir túristar í svítu í París borga í dag 15 evrur eða 2300 kr. í gistináttagjald á meðan sá í svefnpokanum greiðir eina evru eða 150 kr.

Ef Frakkar væru með íslenskt gistináttagjald þá hefði hver gestur í svítunni greitt 38 krónur á mann á meðan gjaldið á svefnpokann hefði verið 150 krónum.

Á að renna til sveitarfélaga

Sem fyrr segir nam gistináttagjaldið hér á landi 100 krónum á gistieiningu þegar það var innleitt en þá fór Oddný Harðardóttir (Sf) fyrir fjármálaráðuneytinu sem útfærði gjaldtökuna. Gjaldið hækkaði upp í 300 krónur árið 2017 og ætlunin var að halda því óbreyttu þrátt fyrir boðaða hækkun á virðisaukaskatti í fjármálaráðherratíð Benedikt Jóhannessonar (V) á þeim tíma. Ekkert varð hins vegar af flutningi ferðaþjónustu upp í hæsta skattþrepið því ríkisstjórnin féll áður en að breytingunni kom.

Tekjurnar af gistináttagjaldinu hafa hingað til farið í ríkissjóð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að unnið verði að breytingum á fyrirkomulagi gjaldtökunnar með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af henni. Einnig segir að sú breyting verði gerð í samráði við ferðaþjónustuna sjálfa og sveitarfélögin.

Airbnb undanskilið innheimtu

Hér á landi eru umsvif Airbnb og annarra sem selja heimagistingu mikil. Í nýliðnum apríl voru gistinætur útlendinga á Norður- og Vesturlandi álíka margar á skráðum gististöðum og í heimagistingunni. Á Suðurlandi er Airbnb líka í stórsókn.

Þessi bandaríska gistimiðlun er einnig umsvifamikil víða í Evrópu og hafa stjórnvöld í Frakklandi, Hollandi og víðar skyldað Airbnb til að innheimta gistináttagjald af sínum gestum og standa skil í ríkissjóð. Íslenskt stjórnvöld fóru hins vegar ekki þá leið á sínum tíma. Það var því undir fasteignaeigendum sjálfum komið að standa skil á gistináttagjaldinu.

Nú er að sjá hvers konar gistináttaskatt ríkisstjórnin ætlar að taka upp og hversu hár hluti skattheimtunnar rennur til sveitarfélaganna.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …