Samfélagsmiðlar

Séríslenskt gistináttagjald gerir engan mun á svefnpokaplássi og svítu

Íslensk stjórnvöld fylgdu ekki fordæmi annarra ríkja þegar tekið var upp gistináttagjald á sínum tíma. Hið opinbera hefur heldur ekki látið Airbnb innheimta fyrir sig gjald en hlutdeild bandaríska fyrirtækisins nemur hátt í helmingi af gistimarkaðnum út á landi.

Hópur ferðamanna í Reykjavík í gær.

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að draga úr verðbólgu og um leið auka tekjur hins opinbera um 18 milljarða króna. Auknar álögur á ferðaþjónustu eiga að skila um fimmtungi af þeirri upphæð eða 2,7 milljörðum króna. Er þar horft til nýrrar álagningar á skemmtiferðaskip og endurupptöku gistináttagjalds eins og fram kom í máli fjármálaráðherra í fréttum RÚV.

Gistináttagjaldið lagt af tímabundið þegar heimsfaraldurinn hófst en það var fyrst innleitt árið 2012.

Þá var hins vegar ekki tekinn upp þrepaskiptur gistináttaskattur, eins og þekktist víða út í heimi, heldur farin ný leið þar sem gjaldið var það sama fyrir alla. Sá sem gisti eina nótt á íslensku tjaldstæði borgaði þá 100 krónur í gistináttagjald eða jafn mikið og fjórir gestir í dýrustu svítu landsins. Íslenska gjaldið miðast nefnilega við hverja gistieiningu en ekki hvern gest.

Tekjur Frakka væru margfalt minni af íslensku leiðinni

Víðast hvar annars staðar er hver og einn rukkaður um gistináttagjald og ræðst upphæðin af gæðunum. Þau sem dvelja á fimm stjörnu hótelum borga þá meira en þeir sem sofa á farfuglaheimili. Fjórir túristar í svítu í París borga í dag 15 evrur eða 2300 kr. í gistináttagjald á meðan sá í svefnpokanum greiðir eina evru eða 150 kr.

Ef Frakkar væru með íslenskt gistináttagjald þá hefði hver gestur í svítunni greitt 38 krónur á mann á meðan gjaldið á svefnpokann hefði verið 150 krónum.

Á að renna til sveitarfélaga

Sem fyrr segir nam gistináttagjaldið hér á landi 100 krónum á gistieiningu þegar það var innleitt en þá fór Oddný Harðardóttir (Sf) fyrir fjármálaráðuneytinu sem útfærði gjaldtökuna. Gjaldið hækkaði upp í 300 krónur árið 2017 og ætlunin var að halda því óbreyttu þrátt fyrir boðaða hækkun á virðisaukaskatti í fjármálaráðherratíð Benedikt Jóhannessonar (V) á þeim tíma. Ekkert varð hins vegar af flutningi ferðaþjónustu upp í hæsta skattþrepið því ríkisstjórnin féll áður en að breytingunni kom.

Tekjurnar af gistináttagjaldinu hafa hingað til farið í ríkissjóð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að unnið verði að breytingum á fyrirkomulagi gjaldtökunnar með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af henni. Einnig segir að sú breyting verði gerð í samráði við ferðaþjónustuna sjálfa og sveitarfélögin.

Airbnb undanskilið innheimtu

Hér á landi eru umsvif Airbnb og annarra sem selja heimagistingu mikil. Í nýliðnum apríl voru gistinætur útlendinga á Norður- og Vesturlandi álíka margar á skráðum gististöðum og í heimagistingunni. Á Suðurlandi er Airbnb líka í stórsókn.

Þessi bandaríska gistimiðlun er einnig umsvifamikil víða í Evrópu og hafa stjórnvöld í Frakklandi, Hollandi og víðar skyldað Airbnb til að innheimta gistináttagjald af sínum gestum og standa skil í ríkissjóð. Íslenskt stjórnvöld fóru hins vegar ekki þá leið á sínum tíma. Það var því undir fasteignaeigendum sjálfum komið að standa skil á gistináttagjaldinu.

Nú er að sjá hvers konar gistináttaskatt ríkisstjórnin ætlar að taka upp og hversu hár hluti skattheimtunnar rennur til sveitarfélaganna.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …