Samfélagsmiðlar

Séríslenskt gistináttagjald gerir engan mun á svefnpokaplássi og svítu

Íslensk stjórnvöld fylgdu ekki fordæmi annarra ríkja þegar tekið var upp gistináttagjald á sínum tíma. Hið opinbera hefur heldur ekki látið Airbnb innheimta fyrir sig gjald en hlutdeild bandaríska fyrirtækisins nemur hátt í helmingi af gistimarkaðnum út á landi.

Hópur ferðamanna í Reykjavík í gær.

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að draga úr verðbólgu og um leið auka tekjur hins opinbera um 18 milljarða króna. Auknar álögur á ferðaþjónustu eiga að skila um fimmtungi af þeirri upphæð eða 2,7 milljörðum króna. Er þar horft til nýrrar álagningar á skemmtiferðaskip og endurupptöku gistináttagjalds eins og fram kom í máli fjármálaráðherra í fréttum RÚV.

Gistináttagjaldið lagt af tímabundið þegar heimsfaraldurinn hófst en það var fyrst innleitt árið 2012.

Þá var hins vegar ekki tekinn upp þrepaskiptur gistináttaskattur, eins og þekktist víða út í heimi, heldur farin ný leið þar sem gjaldið var það sama fyrir alla. Sá sem gisti eina nótt á íslensku tjaldstæði borgaði þá 100 krónur í gistináttagjald eða jafn mikið og fjórir gestir í dýrustu svítu landsins. Íslenska gjaldið miðast nefnilega við hverja gistieiningu en ekki hvern gest.

Tekjur Frakka væru margfalt minni af íslensku leiðinni

Víðast hvar annars staðar er hver og einn rukkaður um gistináttagjald og ræðst upphæðin af gæðunum. Þau sem dvelja á fimm stjörnu hótelum borga þá meira en þeir sem sofa á farfuglaheimili. Fjórir túristar í svítu í París borga í dag 15 evrur eða 2300 kr. í gistináttagjald á meðan sá í svefnpokanum greiðir eina evru eða 150 kr.

Ef Frakkar væru með íslenskt gistináttagjald þá hefði hver gestur í svítunni greitt 38 krónur á mann á meðan gjaldið á svefnpokann hefði verið 150 krónum.

Á að renna til sveitarfélaga

Sem fyrr segir nam gistináttagjaldið hér á landi 100 krónum á gistieiningu þegar það var innleitt en þá fór Oddný Harðardóttir (Sf) fyrir fjármálaráðuneytinu sem útfærði gjaldtökuna. Gjaldið hækkaði upp í 300 krónur árið 2017 og ætlunin var að halda því óbreyttu þrátt fyrir boðaða hækkun á virðisaukaskatti í fjármálaráðherratíð Benedikt Jóhannessonar (V) á þeim tíma. Ekkert varð hins vegar af flutningi ferðaþjónustu upp í hæsta skattþrepið því ríkisstjórnin féll áður en að breytingunni kom.

Tekjurnar af gistináttagjaldinu hafa hingað til farið í ríkissjóð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að unnið verði að breytingum á fyrirkomulagi gjaldtökunnar með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af henni. Einnig segir að sú breyting verði gerð í samráði við ferðaþjónustuna sjálfa og sveitarfélögin.

Airbnb undanskilið innheimtu

Hér á landi eru umsvif Airbnb og annarra sem selja heimagistingu mikil. Í nýliðnum apríl voru gistinætur útlendinga á Norður- og Vesturlandi álíka margar á skráðum gististöðum og í heimagistingunni. Á Suðurlandi er Airbnb líka í stórsókn.

Þessi bandaríska gistimiðlun er einnig umsvifamikil víða í Evrópu og hafa stjórnvöld í Frakklandi, Hollandi og víðar skyldað Airbnb til að innheimta gistináttagjald af sínum gestum og standa skil í ríkissjóð. Íslenskt stjórnvöld fóru hins vegar ekki þá leið á sínum tíma. Það var því undir fasteignaeigendum sjálfum komið að standa skil á gistináttagjaldinu.

Nú er að sjá hvers konar gistináttaskatt ríkisstjórnin ætlar að taka upp og hversu hár hluti skattheimtunnar rennur til sveitarfélaganna.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …