Samfélagsmiðlar

Stefnt á að selja hlutinn í Keahótelunum

Stór hlutur í þriðju stærstu hótelkeðju landsins mun skipta um eigendur ef að líkum lætur á þessu ári.

Hótel KEA og Hótel Borg eru meðal þeirra hótela sem heyra undir Keahótelin.

Þáverandi eignarhaldsfélag Keahótelanna, K Acquisitions ehf., varð gjaldþrota í byrjun árs 2021 en fyrrum eigendur héldu eftir 65 prósent hlut í hótelkeðjunni á móti Landsbankanum. Lýstar kröfur í gamla móðurfélagið námu 3,8 milljörðum króna en engar eignir fundust í búinu.

Landsbankinn á ennþá 35 prósent hlut í þessu þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins en gert er ráð fyrir að eignarhlutinn verði auglýstur til sölu síðar á þessu ári samkvæmt svari bankans við fyrirspurn Túrista. Í svarinu segir að salan verði í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna en þar er meginreglan sú að halda söluferlinu opnu.

Meðeigendur Landsbankans eru sem fyrr þeir fjárfestar sem stóðu að K Acquisitions ehf. en 65 prósent hlutur þeirra er allur skráður eignarhaldsfélagið Prime Hotels ehf. Bandaríska verðbréfafyrirtækið Pt Capital á þar helmings hlut. Þetta er sama félag og eignaðist símafyrirtækið Nova árið 2016 en hvarf svo endanlega úr hluthafahópnum nú í vor þegar framkvæmdastjóri Pt Capital var felldur í stjórnarkjöri.

Pt Capital hafði heldur ekki erindi sem erfiði í tilraun sinni til að eignast stóran hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures fyrr á þessu ári.

Þess má geta að Pt Capital og meðfjárfestar þeirra frá Alaska keyptu Keahótelin árið 2017 á um fimm milljarða króna en þá áttu Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, meirihluta í hótelkeðjunni.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …