Samfélagsmiðlar

Það er túristinn sem borgar fyrir nýja bílinn þinn. Svo einfalt er það.

„Ég hef því sagt þeim í Norwegian að horfa til Íslands og sjá hvað hægt er að læra af Íslendingum í ferðaþjónustu," segir Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri Íslands. Hann segist ekki sammála eftirmanni sínum í bankanum um að ferðaþjónustan sé orðinn of stór hér á landi.

„Kannski hefur frumkvöðlaeðlið í Íslendingum komið meiri hreyfingu á hlutina en stjórnvöld ráða við. Það er nokkuð týpískt fyrir Ísland,” segir Svein Harald um vöxt ferðaþjónustunnar og skort á innviðum.

„Ísland stendur á margan hátt framar en Noregur hvað varðar þróun í ferðaþjónustu. Við erum með olíu og gas sem skapar gjaldeyristekjur fyrir okkur en þið hafið túrismann,” segir Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri Íslands, í samtali við Túrista. Svein Harald er í dag stjórnarformaður Norwegian flugfélagsins og að því leiti kominn á fullt í ferðaþjónustu.

„Ég tek ofan fyrir Íslandi og Íslendingum. Þið hafið staðið ykkur betur en aðrir á Norðurlöndum í að þróa ævintýraferðamennsku og ferðaþjónustu fyrir þá sem borga best. Það eru einfaldlega fleiri færir Íslendingar að vinna á þessu sviði en raunin er annars staðar á Norðurlöndum. Eftir hrunið snéri mikið af hæfileikaríkasta fólkinu á Íslandi sér að ferðaþjónustu og ég hef því sagt þeim í Norwegian að horfa til Íslands og sjá hvað hægt er að læra af Íslendingum í ferðaþjónustu. Hvernig tekist hefur að draga úr árstíðarsveiflu, þróa nýja áfangastaði og nota samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri.”  

Það heyrast þó raddir um að umfang ferðaþjónustunnar á Íslandi sé orðið of mikið. Már Guðmundsson, eftirmaður þinn í Seðlabankanum, sagði nýverið að hagkerfið ráði illa við þann mikla vöxt sem orðið hefur í ferðaþjónustunni. Geturðu tekið undir það?

Frá Ísafirði – MYNDIR: ÓJ

„Ég ber mikla virðingu fyrir Má en þegar ég horfi á tölurnar þá verð ég að vera ósammála honum að þessu leyti. Ég geri ráð fyrir að Ísland vilji sjá hagvöxt og þegar hagkerfið stækkar þá eykst innflutningur. Til að fjármagna hann þá þarftu útflutningstekjur og með einföldum hætti má segja að Ísland afli þeirra með þrennum hætti: málmframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Fram að efnahagshruninu var Ísland með viðskiptahalla í nærri 30 ár, síðan komu nokkur ár með afgangi og nú er Ísland aftur komið á rauða svæðið. Þannig að til að láta allt ganga upp þá þarf ferðaþjónustan að stækka. Þannig lítur það alla vega út þegar ég skoða tölurnar.”

Jafnvel þó víða vanti hótelrými á sumrin og sífellt hærra hlutfall starfa í ferðaþjónustu sé mannað af innflytjendum?

„Þó vinnuaflið sé innflutt þá skapar greinin útflutningstekjur fyrir Ísland. Það þarf líka að flytja inn hráefni til álframleiðslu, þú kaupir fiskiskip frá útlöndum og líka fæðið í fiskeldið. Þannig að þetta eru bara hefðbundin viðskipti, hluti af því sem þú flytur út byggir á innfluttu vinnuafli eða hráefni.

Ef það á að draga úr viðskiptahallanum með öðrum hætti þá þyrfti innlend framleiðsla að koma í staðinn fyrir þá innfluttu. Það er hins vegar ekki einfalt því það er ástæða fyrir innflutningnum. Þú framleiðir til dæmis ekki bíla á Íslandi vegna þess hve markaðurinn er lítill.

Ferðaþjónustubílar á Ísafirði – MYND: ÓJ

Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að finna leiðir til að auka afkastagetu greinarinnar. Það er túristinn sem borgar fyrir nýja bílinn þinn. Svo einfalt er það,” útskýrir Svein Harald.

Hann tekur þó fram að stjórna þurfi vextinum, byggja upp innviði og tryggja dreifingu ferðafólks, til dæmis með alþjóðaflugi til fleiri staða en Keflavíkur.

„Kannski hefur frumkvöðlaeðlið í Íslendingum komið meiri hreyfingu á hlutina en stjórnvöld ráða við. Það er nokkuð týpískt fyrir Ísland,” segir Svein Harald og glottir. Vafalítið minnugur þeirra úrlausnarmála sem biðu hans þegar hann settist í stól seðlabankastjóra hér á landi í kjölfar hrunsins 2008 þar sem íslenskir bankar voru orðnir miklu stærri en kerfið þoldi þegar á reyndi.

Hér má lesa fyrri hluta viðtals Túrista við Svein Harald en þar ræðum við stöðu norrænna flugfélaga og líkurnar á því að Norwegian muni auka Íslandsflugið á ný

Nýtt efni
Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …