Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing gerir ráð fyrir að flugfélög kaupi 42.595 nýjar flugvélar næstu tvo áratugi. Þetta er um 5 prósent fleiri þotur en spá Boeing hljóðaði upp á í fyrra.
Hjá Airbus, eina raunverulega keppinaut Boeing, er reiknað með að eftirspurnin eftir nýjum þotum verði ögn minni næstu 20 ára eða sem samsvarar 40.850 þotum samkvæmt frétt Bloomberg.
Í þessu samhengi má rifja upp að Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsingu við Airbus um kaup á nýjum þotum sem afhentar verða árið 2029. Þegar að þeim tímamótum kemur verða elstu Boeing Max þoturnar í flota félagsins orðnar 11 ára gamlar.
Icelandair gerir einnig ráð fyrir að leigja nýjar Airbus þotur frá og með þarnæsta ári og munu þeir þá leysa að mestu að hólmi hinar gömlu Boeing 757 þotur sem hafa verið uppistaðan í flota félagsins frá síðustu aldamótum.
Play flýgur aðeins Airbus þotum og það gerði líka Wow Air á sínum tíma.