Samfélagsmiðlar

Þörf fyrir stýritæki sem dempar sveiflur og vöxt í ferðaþjónustu

Fyrrum seðlabankastjóri segir Ísland ekki ráða við þann mikla hagvöxt sem hér hefur verið.

Ferðafólk á Austurvelli.

„Það ástand sem við erum að horfa upp á nú, og er ein ástæðan fyrir því að það er svona mikil umframeftirspurn í hagkerfinu, er snörp viðreisn ferðaþjónustunnar. Þá þarf að beina sjónum að því að vera með einhverskonar stýritæki sem dempar sveiflur og vöxt í ferðaþjónustu þegar hann verður of mikill,“ segir Már Guðmundsson, fyrrum seðlabankastjóri, í viðtali við afmælisrit Vísbendingar sem kom út í gær.

Spurður um hvers konar stýritæki megi innleiða þá bendir Már á að það þurfi ekki að vera með örvandi hvata fyrir grein sem sé orðin jafn öflug og raunin er með ferðaþjónustuna.

„Aukinn straumur ferðamanna veldur hliðaráhrifum á aðra og sum þeirra eru neikvæð. Hún býr til kostnað fyrir þá sem fyrir eru og í prinsippinu ættu ferðamennirnir og greinin að greiða þann kostnað, til dæmis með komugjöldum, gistináttagjöldum eða með gjaldtöku á ferðamannastöðum. Það er þó ekki mitt að koma með patentlausnir á því,“ útskýrir Már.

Líkt og Túristi fór yfir í vikunni þá stefnir að ferðamenn hér á landi í sumar verði fleiri en nokkru sinni fyrr. Engu að síður hafa erlend flugfélög dregið úr Íslandsflugi frá því í fyrra. Hinn mikli vöxtur skrifast á aukin umsvif Icelandair og Play.

Farþegar á leið í þotu Play í Aþenu. MYND: AIA

Félögin tvö leggja í dag minni áherslu á tengifarþega, þá sem aðeins millilenda á leiðinni yfir N-Atlantshafið, en raunin var þegar Icelandair og Wow Air voru með yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli. Núna er fókusinn hjá íslensku flugfélögunum á að fá ferðamenn um borð og forstjóri Play á von á því að hlutfall þess farþegahóps hækki nú í sumar.

Túristi hefur spurt Icelandair um þróunina þar á bæ en ekki fengið svör.

Á þeim farþegatölum sem félagið hefur sent frá sér í vor sést að hlutfall ferðamanna í þotum Icelandair verður um 40 prósent á yfirstandandi ársfjórðungi. Á árunum sem félagið var rekið með hagnaði var hlutfallið um þriðjungur á þessum árstíma. Það munar um þetta aukna vægi túrista í þotunum enda stendur Icelandair undir hátt í sex af hverjum tíu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli.

Rútur bíða eftir farþegum skemmtiferðaskips. MYND: ÓJ

Til viðbótar við fjölgun ferða á vegum Icelandair og Play þá verða skemmtiferðaskipin í höfnum landsins fleiri í sumar en nokkurn tíma áður.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …