Samfélagsmiðlar

Tómu sætin flest þar sem flugfélögin voru í beinni samkeppni

Nú í sumar sækja íslensku flugfélögin oftar á sömu mið en áður. Reynslan vestanhafs í ársbyrjun er vísbending um að stjórnendur Icelandair og Play fagna ósennilega samkeppninni af heilum hug.

Icelandair og Play gera út á sömu áfangastaði í sífellt meira mæli.

Það voru 57 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Play til og frá Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og 156 þúsund farþegar flugu með Icelandair. Á þessu tímabili hélt Play úti ferðum til þriggja bandarískra flugvalla og Icelandair var með ferðir tólf.

Félögin voru þó aðeins í alvöru samkeppni á flugvellinum í Boston á þessu þriggja mánaða tímabili. Icelandair hélt nefnilega aðeins úti ferðum til Baltimore í byrjun janúar og í New York er útgerð félaganna ólík. Icelandair flýgur þar til tveggja stærstu flugvalla borgarinnar á meðan Play heldur úti ferðum til lítils flugvallar fjarri Manhattan.

Og það var einmitt í Boston sem bæði flugfélög voru með verstu sætanýtinguna á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt tölum frá bandarískum flugmálayfirvöldum.

Að jafnaði voru aðeins 67 af hverjum 100 sætum hjá Icelandair skipuð farþegum í ferðum félagsins til og frá Boston í janúar, febrúar og mars. Hlutfallið var að jafnaði 79 prósent á öllum hinum flugleiðum félagsins vestanahafs þessa þrjá fyrstu mánuði ársins.

Í Boston var sætanýtingin hjá Play 71 prósent en aftur á móti 74 prósent að meðaltali í fluginu frá New York og Baltimore. Hafa ber í huga að sætanýting segir ekki alla söguna um gang mála hjá flugfélögunum en eru þó ein vísbending um stöðuna.

Sem fyrr segir byggja útreikningar hér að ofan á tölum frá bandarískum yfirvöldum en hér á landi ríkir algjör leynd um svona upplýsingar og hefur Túristi árangurslaust reynt að fá því breytt.

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …