Samfélagsmiðlar

Verðhækkanir ekki haft teljandi áhrif á áfengissölu Fríhafnarinnar

Hækkun álagn­ingar á áfengi sem selt er í tollfrjálsum verslunum gekk í gildi um áramótin. Stjórnendur Icelandair voru meðal þeirra sem lýsti andstöðu við þau áform.

1 lítri af Absolut vodka er ódýrari í Fríhöfninni í dag en fyrir ári síðan. Masi rauðvínsflaskan hefur hækkað um 14 prósent í Fríhöfninni en 7 prósent hjá ÁTVR.

Það að nýta tollinn sinn við komuna til landsins borgar sig ekki með sama hætti í dag og raunin var hér áður fyrr. Verðmunurinn á léttvínsflöskunum í Fríhöfninni og Vínbúðum ÁTVR hefur dregist saman og nemur oftar en ekki fimmtungi í dag.

Það er þó mismundandi eftir tegundum og eins hefur verðlagið hjá ÁTVR einnig hækkað eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vinsælar bjórtegundir eru ennþá um fjórðungi ódýrari í komuversluninni í Leifstöð en í Vínbúðunum en bilið gat numið allt að þriðjungi á árum áður samkvæmt verðkönnunum Túrista. Sem fyrr spara þeir langmest sem kaupa sterkt áfengi. Þar getur verðmunurinn verið ríflega tvöfaldur.

Hækkað áfengisverð í Fríhöfninni má meðal annars rekja til þess að það áfengisgjald, sem tollfrjálsar verslanir greiða, hækkaði um 150 prósent um síðustu áramót. Þeim breytingum mótmælti Isavia, sem rekur Fríhöfnina, síðastliðið haust og það gerðu líka stjórnendur Icelandair.

Í umsögn flugfélagsins var gengið út frá því að tekjur af fríhafnarversluninni yrðu minni vegna þessa og það myndi „fyr­ir­sjá­an­lega leiða til þess að hækka þurfi flug­tengdar tekjur Isavia.“ Var þá vísað til þess að Isavia þyrfti að hækka önnur gjöld á flugvellinum til að vega upp á móti minnkandi tekjum af áfengissölu.

Nú þegar sex mánaða reynsla er komin á verðhækkanirnar þá hefur þróunin ekki verið í takt við spár stjórnenda Icelandair.

„Enn sem komið er hefur breytingin ekki haft teljandi áhrif á sölu,“ segir að Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í svari við fyrirspurn Túrista um áhrif þess á söluna að áfengisgjaldið hækkaði.

Sem fyrr segir hefur Túristi í gegnum árin borið saman verð á áfengi í Fríhöfninni og Vínbúðunum og sú ítarlegast var gerð í nóvember 2017.

Fyrir nákvæmlega einu ári síðan var verð á nokkrum tegundum af sterku, léttvíni og bjór skoðað og hér fyrir neðan má sjá hvernig verðið á þeim flöskum hefur þróast síðustu 12 mánuði í Fríhöfninni og Vínbuðunum.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …