Samfélagsmiðlar

Viðbúið að nýsköpun í ferðaþjónustu sé hröð

Rúnar Árnason og Valgeir Ágúst Bjarnason í Grósku hugmyndahúsi þar sem BagBee er með starfsstöð sína.

Raðirnar í innritunarsal Leifsstöðvar geta reynt á þolinmæðina og nú bjóðast tvö fyrirtæki til að sækja farangur fólks heim og innrita um leið. Annað þeirra er BagBee. Valgeir Ágúst Bjarnason segir þessa þjónustu vera að ryðja sér til rúms víðar út í heimi.

Hvernig kviknaði hugmyndin að BagBee?

„Ég hef verið að reka farangursskápa fyrir ferðamenn á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og hef fengið mikið af fyrirspurnum frá ferðamönnum og ferðaskrifstofum um farangursflugtninga milli hótela og Keflavíkurflugvallar. Þannig kom upp þessi hugmynd um að bjóða upp á innritunarþjónustu þannig að farþegar slyppu við innritunarröðina. Ég nefndi þetta við Rúnar félaga minn sem leist svona vel á hugmyndina og við töluðum hvorn annan í gang með að setja BagBee af stað. Þegar við byrjuðum að skoða þetta nánar sáum við að þessi þjónusta var að hefja sig til flugs í Evrópu og þá sáum við að þetta var tæknilega og leyfislega hægt. Við tókum þá upp símann og hringdum í Isavia og flugfélögin. Okkur til furðu tóku allir vel í hugmyndina þó fólk væri efins um að við tveir gætum komið þessu á koppinn á skjótan og góðan hátt. Reynsla mín úr fluginu og ferðaþjónustunni kom sér þá vel og við fundum gott kerfi sem var tengt innritunarkerfum margra flugfélaga og fengum einkaleyfi á því á Íslandi. Reynsla Rúnars í ferlum, tölvukerfum og rekstri nýttist svo í því að koma vefnum og kerfinu í gang fljótt og vel.  Þegar við sýndum fram á getu okkar í þessu, hlupu flugfélögin hratt með okkur og erum við núna í góðu samstarfi við þau. Isavia hefur líka stutt vel við bakið á okkur enda sjá þau fram á að þessi þjónusta muni létta á innritunarsalnum sem nú þegar er mjög þéttsetinn á álagstímum.“

Þessi þjónusta var óþekkt hér á landi í ársbyrjun en núna eru tvö fyrirtæki að bjóða upp á þetta. Hvað segir það okkur um markaðinn?

„Þetta segir okkur það að Íslendingar eru nýjungagjarnir og lausnamiðaðir. Það að um leið og opnast fyrir möguleikan á að bjóða upp á þessa nýju þjónustu, stökkva tveir aðilar til og hefja starfssemi á mettíma sannar þetta að mínu mati. Íslenskir neytendur eru líka fljótir að tileinka sér nýja hluti og auðveldara er að kynna svona til leiks á litlum markaði eins og Íslandi heldur en á erlendum risamörkuðum. Vöxtur í ferðaþjónustunni hefur líka ekki farið framhjá neinum og þá er viðbúið að nýsköpun í bransanum sé líka ör.“ 

Megið þið sækja farangurinn í Leifsstöð?           

„Við byrjum sem brottfararþjónusta eingöngu en við höfum sett okkur í samband við tollayfirvöld til að ræða við þau um framkvæmdina ef BagBee myndi sækja farangur fyrir komufarþega áður en hann er tollskoðaður. Það yrði breyting á núverandi fyrirkomulagi á almennri tollskoðun en við trúum því að allir mæti lausnamiðaðir til samtalsins enda myndi það létta á þrengslunum í komusalnum ef vænn hluti farangursins færi aðra leið heim til fólks en í gegnum færiböndin. Það er þekkt erlendis að fyrirtæki sinni þeirri þjónustu að taka við farangri farþega þegar komið er í gegnum tollskoðun en við teljum að íslendingar geti gert hlutina enn betur og því erum við vongóðir með að samtalið við tollayfirvöld beri árangur.“

Sjáið þið fyrir ykkur að Íslendingar verði í meirihluta þeirra sem nýta sér þjónustuna eða verða það helst erlendir ferðamenn?

„Fyrst um sinn teljum við að íslendingar stökkvi hraðar á vagninn ef svo má segja en hlutfall Íslendinga af brottfararfarþegum frá Keflavíkurflugvelli, er ekki nema um 20 prósent. Því má búast við að innan fárra ára verði fleiri ferðamenn að nýta sér þessa þjónustu. Þessi þjónusta er að ryðja sér til rúms í Evrópu og líklega munu Bandaríkin bætast í hópinn áður en líður á löngu. Þegar fólk fer að venjast því að geta pantað þessa þjónustu á ferðalögum sínum, þá mun eftirspurnin aukast hjá okkur líka geri ég ráð fyrir og er því mjög bjartsýnn með framhaldið.“

Nú rukka flest flugfélög aukalega fyrir innritaðan farangur. Vinnur það á móti ykkur?

„Það væri auðvitað betra fyrir okkur ef farangursheimildin væri rúm og ókeypis. Þannig væri meiri farangur á ferðinni og meiri eftirspurn hjá okkur. Það sem vinnur hins vegin með okkur er að það þykir sjálfsagt að greiða fyrir aukaþjónustu og farangur í tengslum við flug. Þannig finnst fólki alveg eðlilegt að greiða einnig fyrir þessa aukaþjónustu sem BagBee veitir. Þægindaþjónusta hefur vaxið mikið á Íslandi undanfarin ár og nú þekkja t.d. nær allir Eldum Rétt og Heimkaup ásamt því að ýmis heimsendingaþjónusta er orðin vinsæl og algeng. Þess vegna teljum við að margir verði einnig tilbúnir til að greiða fyrir innritunarþjónustu töskubýflugunnar og sleppa þannig við að burðast með farangurinn og innritunarraðirnar á flugvellinum.“

Hafa lækkað verðið

Sem fyrr segir er BagBee ekki eitt um að bjóða upp á þessa þjónustu því það gerir Öryggismiðstöðin líka en eingöngu fyrir farþega Icelandair. Þeir sem fljúga með Play og Icelandair geta nýtt sér þjónustu BagBee.

Öryggismiðstöðin var eitt á markaðnum í vor og rukkaði þá 7.490 krónur fyrir fyrstu töskuna eins og Túristi fjallaði um á sínum tíma. Núna er verðið hjá Öryggismiðstöðinni komið niður í 6.880 krónur en hjá BagBee greiða farþegar 6.990 kr. fyrir fyrstu töskuna. Að bæta við töskum kostar mun minna og heildarreikningurinn fyrir þrjár töskur hjá BagBee hljóðar upp á 9.990 krónur en 9.520 kr. hjá Öryggismiðstöðinni.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …