Samfélagsmiðlar

Auglýsa fyrr en áður eftir nýjum flugmönnum

Svo veturinn nýtist til þjálfunar mun Icelandair fljótlega auglýsa eftir nýjum flugmönnum. Einnig er ætlunin að auðvelda ungu fólki að hefja og klára flugmannsnám á vegum flugfélagsins.

Floti Icelandair fer stækkandi, bæði með nýjum Boeing þotum og svo bætast við Airbus þotur á þarnæsta ári.

Þrjár Boeing Max þotur bætast við flota Icelandair næsta sumar en félagið hefur að jafnaði notað 34 þotur á yfirstandandi vertíð. Ekki liggur fyrir hvort nýju þoturnar verði hrein viðbót eða hvort einhverjar eldri Boeing 757 flugvélar verði teknar út á móti að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair.

Hann segir að ekki sé komin nákvæm tala á hversu margir flugmenn verða ráðnir fyrir næsta ár en fjöldinn ræðst meðal annars af flugáætluninni og hversu margir snúa tilbaka úr launalausu leyfi.

„Það er ekki búið að stilla upp endanlegri flugáætlun en tíðari ferðir á fjarlægari áfangastaði, t.d. í norðvesturhluta Bandaríkjanna, eykur þörfina fyrir flugmenn því þá er flogið yfir fleiri tímabelti og kröfur um hvíld aukast.

Við erum líka með fjölda flugmanna í launalausu leyfi. Þetta er til dæmis fólk sem var sagt upp í heimsfaraldrinum og réði sig svo til flugfélaga erlendis en þurfti þá að skrifa undir ráðningasamning til tveggja til þriggja ára hjá þeim flugfélögum. Þegar við óskuðum eftir því að fá þessa flugmenn til baka þá báðu margir um launalaust leyfi. Þannig að við vitum ekki núna hversu margir úr þessum hópi koma tilbaka á næstunni en sennilega um 20 til 30 manns. Það liggur hins vegar fyrir að við þurfum að bæta við fleirum og munum auglýsa eftir flugmönnum í október eða nóvember. Við viljum nefnilega byrja fyrr á þessu ferli en áður var gert til að geta tekið fólk á námskeið yfir vetrarmánuðina,“ útskýrir Haukur en hver þota krefst sjö til átta áhafna. Í hverri áhöfn eru þá tveir flugmenn.

Allir fastráðnir, líka þeir sem voru ráðnir í vor

Icelandair auglýsti í ársbyrjun eftir fleiri flugmönnum og þá réði hópur flugstjóra frá Play sig til starfa hjá keppinautnum. Spurður hvort að þau sem komu til starfa nú í vor missi vinnuna í vetur þá segir Haukur að svo verði ekki.

„Það eru allir flugmenn hjá okkur fastráðnir eftir sex mánaða reynslutíma. Fyrir heimsfaraldurinn þá var árstíðarsveiflan í rekstrinum mikil og hún er svo sem ennþá til staðar en við erum að ráðast í miklar þjálfanir á flugmönnum næsta vetur og það krefst mannskaps. Því sjáum við ekki fram á fækkun á flugmönnum í vetur.“

Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair

Reynsla af Airbus verður kostur

Sem fyrr segir bætast þrjár Boeing Max þotur við flota Icelandair næsta sumar og á fyrri hluta ársins 2025 verða teknar í notkun fjórar nýjar Airbus flugvélar. Sú viðbót er hluti af ákvörðun stjórnenda Icelandair að kaupa nýjar þotur frá evrópska flugvélaframleiðandanum en þoturnar sem koma á þarnæsta ári eru þó teknar á leigu.

Spurður hvort það muni vinna með umsækjendum að hafa af reynslu af því að fljúga Airbus þotum þá segir Haukur það skipta minna í næstu ráðningu en verði klárlega kostur síðar.

„Við erum ekki með marga flugmenn í dag sem hafa flogið Airbus og þannig reynsla mun því vinna með umsækjendum þegar undirbúningur fyrir komu Airbus þotanna hefst á næsta ári.“

Bjóða stuðning við flugnám

Skortur á flugmönnum víða um heim hefur komið niður á framboði á flugi. Sérstaklega er vandinn mikill í Bandaríkjunum sem skrifast meðal annars á miklar og um leið umdeildar kröfur um þjálfun. Haukur segir Icelandair ekki hafa fundið fyrir manneklu en almennt hafi fólk úr fleiri störfum að velja í dag en áður var.

„Þess vegna þarf fluggeirinn að kynna sig með skilvirkum hætti og við erum að hrinda af stað svokölluðu Cadet-prógrammi nú í haust, líkt og við gerðum árið 2017. Þá tókum við inn um 40 manns sem voru að hefja störf hjá okkur sem flugmenn nú í vor. Covid-faraldurinn setti strik í reikninginn hjá þessum hópi því námið tafðist en vanalega tekur það eitt og hálft til tvö ár. 

Við ætlum að endurtaka þetta í haust og kynna flugið fyrir ungu fólki og tilvonandi flugmönnum. Fólk getur þá sótt um að taka þátt í þessu prógrammi og verður valið úr hópi umsækjenda á sambærilega hátt og þegar fullmenntaðir flugmenn eru ráðnir til starfa. Við gefum val á tveimur til þremur skólum, hér heima og erlendis og ábyrgjumst að viðkomandi fái vinnu að námi loknu. Að því gefnu að náminu ljúki með fullnægjandi hætti. Námskostnaðurinn er svo dregin af launum þegar fólk hefur störf,“ segir Haukur og bendir á að tvær stórar hindranir séu í veginum fyrir ungan einstakling sem er að velta fyrir sér flugnámi. Í fyrsta lagi atvinnumöguleikar að loknu námi og hins vegar fjármögnun á náminu en það kostar á bilinu 13 til 15 milljónir króna í dag.

Vilja fá umsóknir frá fleiri konum

Flugmenn hafa lengi verið karlastétt og til marks um það er hlutfall kvenflugmanna hjá Icelandair 15 prósent en Haukur segist telja að það sé með því hæsta sem gerist í fluggeiranum.

„Við leggjum mikið upp úr fjölbreytileika í störfum hjá félaginu og viljum reyna að jafna hlutfallið eins mikið og við getum. Það sama hefur átt sér stað meðal flugfreyja og -þjóna því þar hefur bilið minnkað með fleiri flugþjónum. Það þarf að kynna betur flugnám fyrir konum því við myndum vilja fá fleiri umsóknir frá þeim,“ segir Haukur að lokum.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …