Samfélagsmiðlar

Fengu verðlaun fyrir landkynningu

Markaðsfólk Icelandair tók á móti verðlaununum á mánudagskvöld í London.

Icelandair hlaut á mánudagskvöldið verðlaun fyrir herferð sína Iceland: Around The Corner en sú herferð stóð yfir í fjóra daga í London sl. haust.

„Segja má að ís, land og loft hafi verið flutt til London til að gefa almenningi þar kost á að kynnast mörgum af megineinkennum Íslands og íslensku þjóðarinnar; einstöku landslagi og menningu, mat og drykk, lifandi tónlist og hraunrennsli. Gestir voru leiddir um tilbúin ísgöng og gátu slappað af, fullklæddir, í Bláa lóninu. Íslenskt tónlistar- og listafólk kom fram og boðið var upp á séríslenskan mat og drykk. Til að fullkomna fjölbreytnina mátti sjá og upplifa raunverulegt íslenskt hraunflóð í miðborg London á meðan á viðburðinum stóð,“ segir í tilkynningu.

Þar segir að tilgangur viðburðarins hafi að kynna Ísland fyrir almenningi í London og auka og mynda tengsl við ferðaþjónustuaðila í Bretlandi enda sé Bretlandsmarkaður „gríðarlega mikilvægur“ fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

„Það er okkur mikill heiður að fá þessi verðlaun. Fyrir okkur sanna verðlaunin gildi og árangur upplifunarmarkaðssetningar og hvernig hún skilar ósvikinni og ógleymanlegri upplifun. Árangurinn sýnir einnig mikilvægi samstarfs í íslenskri ferðaþjónustu en við héldum viðburðinn með Íslandsstofu, 66°Norður og Bláa lóninu. Við erum þakklát öllum þeim sem komu að málinu og lögðu okkur lið við að veita þúsundum Lundúnabúa innsýn í náttúruundur Íslands í hjarta Soho,“ segir Gísli Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, í tilkynningu.

Icelandair hyggst endurtaka upplifunina í Boston og Kaupmannahöfn á næstu mánuðum og bjóða þannig þúsundum mögulegra ferðamanna að upplifa og uppgötva Ísland, í sinni heimabyggð.

Nýtt efni

Þar með styrkti Lufthansa stöðu sína verulega á ítalska flugmarkaðnum og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, næði að lækka skuldir ríkisins - og hækka í áliti bæði heima og utanlands. Samkeppnisyfirvöld innan Evrópusambandsins eru í þann veginn að ljúka afgreiðslu málsins eftir að báðir málsaðilar höfðu gert breytingartillögur við fyrirliggjandi drög, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar. Áður hafði …

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …