Samfélagsmiðlar

Gríðarlegur fókus á kostnaðinn

Einingakostnaðurinn hækkaði hjá Icelandair á síðasta ársfjórðungi á meðan hann lækkaði hjá Finnair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir tvennt útskýra hækkunina þar á bæ.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Rekstur Icelandair gekk vel á síðasta ársfjórðungi og rekstrarhagnaðurinn nam 2,9 milljörðum króna. Leita þarf aftur til 2016 til að finna betri afkomu á þessu tíma árs.

Hagnaður fyrir skatt nam 2,1 milljarði króna og aðspurður segist Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, vera ánægður með uppgjörið nema hvað varðar kostnaðinn við skammtímaleigu á flugvélum í byrjun sumarS og eins hafi útkoman í fraktfluginu verið undir væntingum.

„Þar leggjum við áherslu á að bæta okkur og munum stilla leiðakerfið af miðað við eftirspurn en hún er mjög breytileg. Núna er til að mynda lítill útflutningur á hvítfiski frá Íslandi og við gerum ráð fyrir að júlí og ágúst verði rólegir en að þetta muni breytast í september þegar nýtt kvótaár hefst. Það þarf því að endurskoða flugáætlunina í samræmi við þetta en við stefnum ennþá á að hefja fraktflug til Los Angeles nú í haust,“ útskýrir Bogi.

Skýringar á hærri kostnaði

Því hefur reglulega verið haldið fram að hár kostnaður sé veikleiki í rekstri Icelandair og hið nýja uppgjör sýnir að einingakostnaður, að eldsneytiskaupum frádregnum, hækkaði um 11 prósent á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var önnur hjá Finnair sem birti sitt uppgjör á föstudaginn. Þar lækkaði einingakostnaðurinn um þrjú prósent og í dollurum talið var hann 11 prósent hærri hjá Icelandair en finnska flugfélaginu.

Bogi Nils segir skýringuna á hækkuninni hjá Icelandair að miklu leyti liggja í fyrrnefndri leigu á flugvélum og félagið sé ekki það eina sem sé að takast á við hærri kostnað þessi misserin.

„Við erum með gríðarlegan fókus á kostnaðinn enda mjög mikilvægt að vera með aðhald þar. Hækkunin á síðasta ársfjórðungi skrifast til jafns á leigu á flugvélum nú í byrjun sumars og þær launahækkanir sem orðið hafa hér á landi. Þær hafa verið töluverðar hjá okkur jafnt sem öðrum og ekki bara hér á Íslandi. Af uppgjörum bandarískra flugfélaga að dæma hækkar launakostnaður þar töluvert og kostnaðarhækkanir vestanhafs hafa verið í svipuðum takti.”

Tekjurnar upp á við

Sem fyrr segir skilaði Icelandair hagnaði á síðasta ársfjórðungi enda voru tekjurnar hærri en kostnaðurinn. Hlutfallslega fóru einingatekjurnar upp um 7,5 prósent og segir Bogi Nils að hækkunin sé í takt við betri sætanýtingu.

„Þar skipta mjög sterkir innviðir á tekjuhliðinni mjög miklu máli. Við sáum bætta sætanýtingu og hækkun tekna á öllum okkar mörkuðum. Það gekk vel að selja Saga vörurnar okkar og eins skipti samstarfið við erlend flugfélög máli í sterkri tekjumyndun, ekki síst Jetblue og Alaska Airlines. Þessi atriði og fleiri sýna að við erum með góða vöru sem mikil eftirspurn er eftir.”

Þess má geta að einingatekjur Finnair hækkuðu um nærri 16 af hundraði á síðasta ársfjórðungi og voru þær 3 prósentum hærri en hjá Icelandair.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …