Samfélagsmiðlar

Helmingi færri nýttu tengimiðstöðina

Framkvæmdir við byggingu austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Það hefur lengi verið sýn stjórnenda Isavia að Keflavíkurflugvöllur sé tengimiðstöð flugs á Norður-Atlantshafi. Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur líka miðast við þetta markmið. Í síðustu ársskýrslu Isavia skrifaði stjórnarformaðurinn, Kristján Þór Júlíusson, að tugmilljarða fjárfestingar á flugvallarsvæðinu væru til marks um að hið opinbera fyrirtæki ætlaði „að leggja sitt af mörkum til að tengistöðin um Ísland geti áfram byggt undir hagvöxt hér á landi, öllum til hagsbóta.“

Það eru íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, sem bjóða upp á tengiflug um Ísland og það gerði Wow Air líka á sínum tíma. Umsvif þess félags náðu hámarki árið 2018 og þá fór metfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll. Fyrri helming þess árs voru farþegarnir í Leifsstöð 4,4 milljónir og 9,8 milljónir þegar árið var gert upp.

Á fyrri helmingi yfirstandandi árs munaði ekki miklu á fjölda komu- og brottfararfarþega í samanburði við metárið 2018 eins og sjá má hér fyrir neðan. Aftur á móti voru tengifarþegarnir helmingi færri núna eða 843 þúsund talsins en þeir voru nærri 1,7 milljónir á sama tímabili fyrir 5 árum síðan.

Skýringin á þessum mikla mun liggur helst í breyttum áherslum hjá íslensku flugfélögunum. Þar eru ferðamenn á leið til Íslands í forgangi því núna fæst meira fyrir sætin í þotunum með því að flytja fólk bara til og frá Íslandi í stað þess að fljúga farþegum alla leið yfir hafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Ef áherslurnar breytast þá nýtist stækkun tengimiðstöðvarinnar í Leifsstöð.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …