Samfélagsmiðlar

Icelandair fær evrópska samkeppni í Raleigh-Durham

Flugstöðin í Raleigh-Durham

Það var í byrjun síðasta sumars sem Icelandair hóf að fljúga til Raleigh-Durham flugvallar í Norður-Karólínu en þá hélt ekkert annað evrópskt flugfélag úti ferðum þangað. Viðtökurnar við flugi Icelandair voru það góðar að félagið lengdi vertíðina þar í fyrra og hefur svo bætt við ferðum.

Þessi góði gangur hefur greinilega ekki farið framhjá stjórnendum Air France því fyrir stundu var tilkynnt að franska flugfélagið myndi hefja áætlunarflug í fyrsta sinn til Raleigh-Durham. Jómfrúarferðin frá París er á dagskrá í lok október þegar vetraráætlun fluggeirans hefst formlega.

Air France ætlar að fljúga þessa leið þrisvar í viku og verða 279 sæta Boeing Dreamliner breiðþotur nýttar í ferðirnar.

Til samanburðar býður Icelandair upp á allt að sex ferðir í viku til Raleigh-Durham og langoftast eru 160 sæta Boeing Max þotur sendar til Norður-Karólínu. Farþegarnir sem koma þaðan til Keflavíkur hafa svo úr allt fjórum brottförum á dag að velja með Icelandair til Parísar.

Með tilkomu Air France til Raleigh-Durham eykst hins vegar samkeppnin um farþegana á leið þaðan til höfuðborgar Frakklands en beint flug á þessari leið tekur um 8 klukkutíma. Ferðalagið með Icelandair, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, tekur um 10 og hálfa klukkustund.

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …