Samfélagsmiðlar

Samningur í höfn við Airbus

Icelandair kaupir allt að 25 Airbus A321XLR flugvélar og gerir leigir fjórar A321LR þotur

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Christian Scherer, framkvæmdastjóri hjá Airbus við undirritun samningsins.

Icelandair og evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hafa undirritað samning um kaup á þrettán A321XLR flugvélum og kauprétt á tólf til viðbótar. Samningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar sem gerð var um viðskiptin fyrir þremur mánuðum síðan. Gert er ráð fyrir að Airbus afhendi fyrstu eintökin árið 2029.

Auk þess hefur Icelandair náð samningum við einn af núverandi leigusölum félagsins um langtímaleigu á fjórum nýjum Airbus þotum af tegundinni A321LR. Þær drífa allt að 7400 kílómetra eða um 1000 kílómetrum lengra en Boeing 757 þoturnar sem hafa verið uppistaðan í flota Icelandair á þessari öld. XLR þoturnar komast ennþá lengra eða allt að 8700 kílómetra.

Þessar fjórar leiguvélar verða afhentar á fjórða ársfjórðungi 2024 en fyrst teknar í notkun fyrir sumarvertíðina 2025.

Skýringamynd: Airbus
Skýringamynd frá Airbus á drægni XLR þotunnar.

„Það er mjög ánægjulegt að hafa nú gengið frá samningi við Airbus. Airbus A321XLR flugvélarnar munu skapa spennandi tækifæri til framtíðar, eru hagkvæmar í rekstri auk þess að styðja við sjálfbærnivegferð okkar. Áætlað er að við fáum fyrstu flugvélarnar samkvæmt samningnum afhentar árið 2029. Við munum hins vegar hefja rekstur á Airbus flugvélum fyrir sumarið 2025 og höfum nú samið um leigu á fjórum glænýjum Airbus A321LR þotum frá SMBC Aviation Captial,sem hefur verið einn af okkar samstarfsaðilum til lengri tíma,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Þetta er fyrsti samningurinn sem Icelandair gerir við Airbus en félagið hefur haldið tryggð við Boeing síðustu áratugi.

„Við erum ánægð og þakklát Icelandair fyrir traust sitt á Airbus og tökum stolt á móti flugfélaginu sem nýjum viðskiptavini. Við höfum fulla trú á því að framúrskarandi eiginleikar A321XLR muni styðja við sjálfbæran vöxt Icelandair og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum um minni útblástur,“ segir Christian Scherer, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Airbus, í tilkynningu.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …