Samfélagsmiðlar

Telja sig ráða betur við lækkandi fargjöld en keppinautarnir

Farmiðaverð hefur verið í hæstu hæðum en þoturnar samt þéttsetnari en oft áður. Nú eru teikn á lofti um þessar kjöraðstæður fyrir flugfélög séu að breytast.

Farþegar í Leifsstöð en það hefur almennt verið dýrt að fljúga milli landa að undanförnu. Nú gæti sú þróun snúist við.

Evrópsk og bandarísk flugfélög birta nú eitt af öðru uppgjör fyrir síðasta ársfjórðung og niðurstöðurnar eru í raun á einn veg. Tekjurnar eru meiri en áður og sætanýtingin betri. Fólk setur ferðalög í forgang og lætur ekki hækkandi verðlag og vexti halda sér heima.

Þrátt fyrir þennan meðvind þá hafa fjárfestar ekki tekið góðum uppgjörum flugfélaga fagnandi að undanförnu. Markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um nærri 7 af hundraði frá því að félagið tilkynnti á fimmtudaginn sl. um mettekjur í apríl til júní. Hjá Ryanair tóku hlutabréfin dýfu á mánudaginn þegar félagið birti sitt uppgjör sem sýndi að hagnaðurinn hefði þrefaldast.

Niðursveiflan var ennþá meiri hjá fimmta stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, Alaska Airlines, sem birti gerði upp síðasta fjórðung í gærmorgun. Bréfin féllu um tíund jafnvel þó tekjurnar hefðu verið hærri en áður og hagnaðurinn meiri farið fram úr spám.

Harðari tímar framundan

Skýringin á lækkandi hlutabréfaverði, þrátt fyrir góðu afkomu nú í sumar, skrifast líklegast á horfurnar í rekstri flugfélaga. Stjórnendur flugfélaga virðast nefnilega á einu máli um að fargjöldin muni lækka þrátt fyrir góða bókunarstöðu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagðist búast við að aukið framboð muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins.

„Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki,“ bætti hann við.

Michael O´Leary, forstjóri Ryanair, telur vísbendingar um að farmiðaverðið hafi náð hámarki og grípa verði til tilboða til að fylla síðustu sætin í þotunum í vetur. „Ég myndi fagna lægra verðlagi,“ sagði hann á afkomufundi á mánudagsmorgun. Vísaði hann þá til þess að rekstrarkostnaðurinn hjá Ryanair er mun lægri en hjá keppinautunum og þar með gætu skapast kjöraðstæður fyrir félagið til að ná aukinni markaðshlutdeild.

Hvað segir Play?

Hvort stjórnendur Play taki sama pól í hæðina á morgun þegar þeir kynna sitt uppgjör og framtíðarhorfur á eftir að koma í ljós. Það ætti alla vega ekki að koma á óvart enda hefur verið lögð mikil áhersla á lágan einingakostnað í fjárfestakynningum Play hingað til. Hjá Icelandair hækkaði þessi liður töluvert á síðasta ársfjórðungi og bilið á milli keppinautanna gæti því hafa breikkað.

Það má þó reikna með að almennar launahækkanir hafi líka aukið kostnaðinn hjá Play, félagið þurfti til að mynda að ráða inn nýja flugmenn stuttu fyrir sumarvertíðina eftir að hafa misst flugstjóra yfir til Icelandair í ársbyrjun.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …