Samfélagsmiðlar

Uppsveiflan heldur áfram

Mikil sala er á ferðalögum í Evrópu og horfur eru góðar fram á haust. Fyrirtækin eru þó varfærin og er sala á viðskiptaferðum töluvert minni en fyrir heimsfaraldur. Enn er töluvert um seinkanir á flugi og skýrist það aðallega á skorti á aðföngum til viðhalds og vandkvæðum við flugumferðarstjórn.

Flugvél lággjaldaflugfélagsins Vueling á Charles de Gaulle-flugvelli í París

Ein stærsta flugsamsteypa Evrópu, International Airlines Group, eða IAG, á flugfélögin British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling. Á miðju sumri fagnar hún mjög góðri afkomu og segir horfur jákvæðar. Mikil spurn er eftir flugferðum og bókunarstaðan í áætlunarferðum á þessum þriðja ársfjórðungi er komin í 80 prósent.

Þetta kom fram í hálfárs uppgjöri IAG sem birt var í gær. Samsteypan fagnar ekki aðeins góðri afkomu í alþjóðaflugi heldur líka á heimamörkuðum á Bretlandseyjum og Spáni. Tekjur á hvern farþega hækkuðu um nærri 20 prósent á öðrum fjórðungi og almennt batnaði afkoman í öllum þáttum starfseminnar um 13 prósent. Góð bókunarstaða gefur samsteypunni fyrirheit um batnandi afkomu fram á haust. 

Svipaða sögu er að segja af annarri stórri samsteypu, Air France-KLM, sem kynnti líka afkomutölur sínar á föstudag. Eftirspurn er mikil og afkoman batnaði um 12 prósent við þessi góðu rekstrarskilyrði á öðrum ársfjórðungi. 

MYND: Iberia

Nokkuð öðru máli gegnir um sum bandarísku flugfélögin sem hafa þurft að þola versnandi afkomu að undanförnu. Það á sérstaklega við flugfélögin sem starfa mest á innanlandsmarkaði, eins og Southwest og Alaska Airlines. Skýringin er þó ekki lítil farmiðasala heldur samanburðurinn við metafkomuna í fyrra þegar allt fór á fullt eftir heimsfaraldur. Flugfélögin Amercan Airlines, Delta og United njóta hinsvegar öll mikillar spurnar eftir flugmiðum til útlanda og endurspeglast það í afkomutölum það sem af er ári. 

Þegar þetta er allt tekið saman, þá blasir við mikil gróska í flugi í Evrópu og Bandaríkjunum. Sömu sögu er að segja úr hótelrekstri. Stórar keðjur fagna góðri afkomu og segja bókunarstöðu fína. Ferðaþyrstur almenningur lætur verðhækkanir ekki stöðva sig. Fólk er enn að bæta upp fyrir innilokunina í heimsfaraldrinum.

MYND: British Airways

En á sama tíma og vel er bókað í sumarleyfisferðir þá er vöxturinn hægari í viðskiptaferðum. IAG og aðrar flugsamsteypur segja að enn vanti töluvert upp á að fyrirtæki og viðskiptamenn kaupi flugferðir í sama mæli og fyrir heimsfaraldur. British Airways hefur t.d. aðeins endurheimt tæp 70 prósent af fjölda viðskiptaferða ársins 2019. Talsmenn IAG vonast þó enn til að ná 85 prósenta hlutfalli fyrir árið í heild. F yrirtækin virðast því gætnari en almenningur hvað varðar flugmiðakaup á óvissutímum í efnahagslífinu en breytt viðhorf eftir Covid-19 hafa líka vafalaust áhrif. Margir vöndust fjarfundum og fagna því að geta sleppt stuttu viðskiptaferðunum og meðfylgjandi vafstri – og leiðinlegri bið á flugvöllum.

Flugfélögin stigu inn í sumarvertíðina með nokkurn ugg í brjósti. Öllum var ofarlega ofarlega í huga vandræðin sem voru á mörgum evrópskum flugvöllum sumarið 2022, þegar verkföll og skortur á starfsfólki setti áætlanir ítrekað úr skorðum. Ástandið hefur ekki verið mikið betra það sem af er þessu sumri. Á öðrum ársfjórðungi voru aðeins 57 prósent brottfara British Airways á áætlun og þetta var litlu betra hjá Aer Lingus, eða 64 prósent. Ferðavefurinn Skift segir að ekki sé hægt að kenna starfsmannaskorti um vandræðin eins og í fyrrasumar heldur sé um að ræða samþætt vandamál tengd viðhaldi, aðföngum og vandkvæðum í flugumferðarstjórn í Evrópu. Ástandið hafi þó verið miklu betra á Spáni. Stundvísi Iberia var 90 prósent á öðrum ársfjórðungi. 

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …