Samfélagsmiðlar

Kínverjar leyfa hópferðir til Bandaríkjanna

Kínversk stjórnvöld hafa aflétt banni við hópferðum til Bandaríkjanna, Japans, Suður-Kóreu, Ástralíu, Þýskalands, Bretlands og fleiri landa sem mjög hafa reitt sig á tekjur af kínverskum ferðamönnum. Kanada verður áfram í skammarkróknum.

Kínverskir ferðahópar máttu heimsækja Ítalíu í mars síðastliðinn.

Ráðuneyti menningar og ferðamála í Kína tilkynnti í dag um að fjölgað hefði verið þeim löndum sem kínverskir ríkisborgarar geta nú heimsótt í skipulögðum hópferðum.

Þetta er þriðji listinn sem birtur er á árinu. Vænta má að þessari ákvörðun verði fagnað mjög víða. Kínverskir ferðamenn eyddu fyrir Covid-19 meira fé en nokkur önnur ferðaþjóð, eða 255 milljörðum dollara árið 2019. Um 60 prósent af heildar fjárhæðinni kom frá ferðafólki í hópferðum.

Fjarvera Kínverjanna hefur valdið búsifjum víða. Athygli vekur að á sama tíma og kínverskir ferðahópar mega nú heimsækja Bandaríkjanna þá hefur banni við ferðum til Kanada ekki verið aflétt. Skýringin á því eru stirð pólitísk samskipti landanna.

MYND: Unsplash/Markus Winkler

Tæland, Rússland, Kúba, og nokkur önnur lönd, voru á fyrsta listanum yfir lönd sem kínverskir ferðahópar máttu heimsækja. Hann var birtur í ársbyrjun. Næst var birtur listi í mars. Á honum voru Ísland, Danmörk, Ítalía, Frakkland, Portúgal og fleiri lönd. Nú er röðin komin að Bandaríkjunum og nokkrum helstu bandalagsríkjum þeirra. Kanada verður enn að bíða. 

Ákvörðun kínverskra yfirvalda hefur þegar verið fagnað í Japan og Ástralíu – og ekki er að efa að sami fögnuður ríki í Bandaríkjunum. 

Túristi hefur sagt margar fréttir af endurreisn ferðaþjónustu í heiminum eftir Covid-19-faraldurinn. Víða í Evrópu hefur náðst að endurheimta að mestu ferðamannafjölda og tekjur metáranna fyrir faraldurinn. Kínverskir ferðamenn hafa til þessa þó verið miklu færri og þeir sem koma hafa eytt minna en áður. Stríður straumur Bandaríkjamanna með sterkan dollar í vasanum hefur bætt það upp. En þessi sterki dollar hjálpar ekki við endurreisn bandarískrar ferðaþjónustu – og það sem verra er að það hefur alveg vantað kínversku ferðahópanna. 

MYND: Unsplash/Paloma Beer

Því hafði verið spáð að 849 þúsund kínverskir ferðamenn kæmu til Bandaríkjanna árið 2023 en þeir voru 3 milljónir árið 2019. Aflétting ferðabannsins í dag breytir líklega stöðunni verulega. 

Chris Thompson, forseti og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Bandaríkjanna (Brand USA), kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um ferðaþjónustu og útflutning fyrr í sumar og sagði að ferðaþjónustan í landinu myndi ekki ná sér að fullu aftur fyrr en endurheimtir yrðu ferðamenn frá Asíulöndum – einkum Kína.

Fyrir heimsfaraldurinn voru Kínverjar fjórði mikilvægasti ferðamannahópurinn í Bandaríkjunum. Meira en 2,3 milljónir Kínverja komu til Bandaríkjanna árið 2019. Svo kom Covid-19 og það er ekki fyrr en nú að hópferðir frá Kína eru leyfðar. 

Tekjumissir bandarískrar ferðaþjónustu hefur verið mikill. Heildareyðsla 80 milljóna erlendra ferðamanna í Bandaríkjunum árið 2019 nam 235 milljónum dollara – en þar af tóku 3 milljónir Kínverja 35 milljarða upp úr veskjum sínum. Það segir sína sögu um mikilvægi Kínverjanna að 3 milljónir þeirra eyddu meira fé en 20 milljónir kanadískra ferðamanna gerðu á sama ári. 

Fjarvera Kínverjanna hefur komið verst við ferðaþjónustu á vesturströnd Bandaríkjanna, frá Los Angeles og upp til Oregon og Washington-ríkis. En í New York voru Kínverjar líka mjög mikilvægir viðskiptavinir.

Nú gæti farið að birta til ef ferðahóparnir frá Kína láta sjá sig. 

Niagara-fossarnir – MYND: Brand USA

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …