Samfélagsmiðlar

Spár gerðu ráð fyrir margfalt fleiri tengifarþegum

Þó markaðurinn fyrir flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna hafa blómstrað í sumar þá nýta miklu færri sér tengistöðina á Keflavíkurflugvelli.

Erlendir ferðamenn hér á landi í sumar eru álíka margir og metsumarið 2018. Tengifarþegarnir eru hins vegar miklu færri.

Það sem af er ári hafa komu- og brottfararfarþegarnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið álíka margir og fyrstu sjö mánuði metársins 2018. Það ár taldi farþegahópurinn rétt um 10 milljónir farþega og hefur hann hvorki fyrr né síðar verið eins fjölmennur.

Þetta fimm ára gamla met er þó ekki í neinni hættu þrátt fyrir að ferðamannastraumurinn til landsins sé svipaður og árið 2018 og ferðagleði Íslendinga álíka og þá var.

Núna millilenda hins vegar miklu færri á Keflavíkurflugvelli en áður.

Fyrstu sjö mánuði ársins voru tengifarþegarnir aðeins 1,1 milljón talsins en þeir voru tvöfalt fleiri á sama tíma fyrir fimm árum síðan. Þessi þróun endurspeglast líka í farþegatölum Icelandair því þar er hlutfall tengifarþega miklu lægra en áður.

Þessi breyting er líka þvert á spár sem gefnar voru út þegar unnið var að framtíðarskipulagi Keflavíkurflugvallar. Í lok árs 2017 vann ráðgjafafyrirtækið Aton spá fyrir Isavia þar sem gert var ráð fyrir að tengifarþegarnir árið 2023 yrðu um sex milljónir talsins.

Miðað við umferðina síðustu mánuði stefnir í að þessir farþegar verði í mesta lagi um 2 milljónir í ár eða þriðjungur af þeim fjölda sem spáð var. Og rétt um helmingur af fjöldanum árið 2018.

Spá ráðgjafafyrirtækisins Aton um fjölda tengifarþega á Keflavíkurflugvelli sem birt var í árslok 2017.

Þessi spá hér að ofan er auðvitað nærri sex ára gömul og þegar hún var birt var Wow Air ennþá að stækka og enginn hafði séð fyrir kórónuveirufaraldur. Núna er Play aftur á móti komið til sögunnar en umsvif þess eru þó nokkru minni en raunin var hjá Wow Air árið 2017.

Komu- og brottfararfarþegarnir eru engu að síður áður jafn margir og metárið 2018 sem sýnir að Icelandair og Play setja í forgang að flytja fólk til og frá Íslandi í stað þess að fljúga þeim alla leið yfir Atlantshafið. Félögin stýri því þó ekki alfarið sjálf hvort farþegar í París kaupi far bara til Íslands eða alla leið til Bandaríkjanna. En þessi mikla breyting sem orðið hefur á tengifarþegum kann að sýna að Keflavíkurflugvöllur sé ekki eins ákjósanleg tengimiðstöð í dag og hann var á sínum tíma.

Það er nefnilega mjög mikil eftirspurn eftir ferðalögum yfir Atlantshafið eins og fram hefur komið í uppgjörum stærstu flugfélaga N-Ameríku og Evrópu nú í sumar. Það eru því margir á ferðinni á milli heimsálfanna tveggja en engu að síður hefur tengifarþegunum á Keflavíkurflugvelli fækkað um helming frá árinu 2018.

Í júlí voru tengifarþegarnir meira að segja mun færri en í sama mánuði árið 2016 og 2017 eins og sjá má á neðra grafinu.

Hver þróunin verður næstu fimm mánuði á eftir að koma í ljós en eins og fram kom í viðtali Túrista við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, nýverið þá stefnir í að framboð á flugi héðan í vetur verði áfram mjög mikið sem hafi áhrif á afkomu íslensku flugfélaganna. Talningar Túrista sýna líka að flugumferðin um Keflavíkurflugvöll í vetur verður á tímabili meiri en á árunum 2018 og 2019.

Íslensku flugfélögin gætu því þurft að treysta mun meira á tengifarþega í vetur ef ferðamannastraumurinn hingað minnkar á sama tíma og það dregur úr utanlandsferðum Íslendinga. Þá mun fyrir alvöru reyna á hin sveigjanlegu viðskiptamódel sem stjórnendur Icelandair og Play segjast vera með í höndunum.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …