Samfélagsmiðlar

Beðið eftir byltingu í endurvinnslu bílarafhlaðna

Miklum fjármunum er nú varið í að þróa aðferðir við endurvinnslu rafhlaðna í rafbílum til að draga úr þörf á frumvinnslu hráefna til framleiðslu þeirra. Þörf er á tæknilegri byltingu í endurvinnslu til að flýta orkuskiptum í samgöngum.

Rafbílum fjölgar stöðugt en samgönguvandinn eykst víða

Það hefur blasað við nokkuð lengi að vandræði myndu skapast við að afla þeirra hráefna sem þarf til að mæta kröfum markaðarins fyrir nýja rafbíla í framtíðinni. Þessari þörf verður ekki sinnt með sjálfbærum hætti nema að þróuð verði enn betri úrvinnslutækni – áhrifaríkari leiðir verði fundnar til að endurvinna gamlar rafhlöður og annan úrgang sem nýtist má við gerð nýrra í þeirra stað.

Endurvinnsla bílarafhlaðna fer auðvitað fram í stórum stíl en hún þarf að aukast umatlsvert og batna til að mæta eftirspurn.

„Nú eru allir að hugsa um hvernig fjölga megi rafhlöðuverksmiðjum til að sinna markaðsþörfinni. En eftir áratug eða svo verður spurningin sú hvað gera eigi við allar rafhlöðurnar sem falla til,“

hefur Financial Times eftir Andreas Breiter sem stýrir miðstöð McKinsey um samgöngur framtíðarinnar í Norður-Ameríku.

Svoköllum „blaðhlaða“ frá BYD í Kína – MYND: BYD

Það bætir ekki úr skák að enn er óljóst hvaða efnatækni verður ofan á í rafhlöðugerðinni. Megin samkeppnin er á milli kínversku framleiðendanna annars vegar (m.a. CATL og BYD) og keppinauta þeirra í Japan og Suður-Kóreu hins vegar (LG, Panasonic o.fl.) Möguleikar til endurvinnslu ráðast af því hvaða gerð verður ofan á. Þá er margt óljóst um lagaramma, endurvinnslutækni og verð hráefna. Að samanlögðu skapar þetta ringulreið og óvissu á rafhlöðumarkaðnum og óljóst er hverjir – og hvaða aðferðir – verði ofan á.

Velgengni mun ráðast af hæfni til að endurnýta miklu betur og með sjálfbærum hætti það gríðarlega magn rafhlöðuúrgangs sem falla mun til.

Þó að rafbílaeigendur hafi góða samvisku vegna þess að þeir aka bílum sem losa ekki koltvísýring þá þurfa þeir að hafa í huga það vistspor sem fylgir framleiðslu bílanna og ekki síður endurvinnslu rafhlaðnanna. Rafhlöður þarf að bræða eða að beitt er kemískum aðferðum við endurvinnslu og hafa þær aðferðir auðvitað töluverð umhverfisáhrif.

Volvo C40-rafbíll – MYND: Brimborg

Nú keppast framleiðendur við að sýna fram á að einmitt þeirra aðferð sé best – hafi minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Endurvinnslan þarf að verða hagkvæmari og sjálfbærari en frumvinnsla hráefna. Meðal úrgangs eru hlutir og efni sem finna má í fartölvum og úrgangi frá rafhlöðuverksmiðjum. Vandinn er sá að með vaxandi þörf fyrir nýja rafbíla hrekkur „úrgangurinn“ skammt til framleiðslu á nýjum rafhlöðum.

Margt er í pípunum hjá framleiðendum rafhlaðna, orkugjafa og tæknibúnaðar sem umbylt getur framleiðslu rafbíla og hraðað því að sprengihreyfillinn hverfi. Það er augljóslega rétt að þörf er á byltingu í nýtingu hráefna og lagaumhverfi sem stuðlar að henni – en jafnframt hljóta menn að spyrja sig hvort stöðugur vöxtur í framleiðslu einkabíla – þó þeir séu rafdrifnir – geti nokkurn tímann orðið sjálfbær.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …