Samfélagsmiðlar

Fleiri erlendir ferðamenn og tengifarþegar um borð en Íslendingunum fækkar

Play hefur gert upp síðasta mánuð háannatímans.

91 prósent ferða Play voru á réttum tíma í ágúst.

Það voru um 185 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Play í nýliðnum ágúst eða 70 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Að jafnaði seldust 89 prósent sætanna í vélum félagsins í ágúst samanborið við 87 prósent í fyrra. Aftur á móti voru þoturnar þéttsetnari í júlí sl. því þá mældist sætanýtingin 91 prósent.

Play, líkt og Icelandair, flokkar farþegana í þrjá mismunandi hópa og vægi tengifarþega er hæst eins og sjá má hér fyrir neðan. Farþegum sem hefja ferðalagið á Íslandi fer hins vegar fækkandi og sama þróun sést hjá Icelandair. Skýringin liggur að hluta til í auknum umsvifum og smæð heimamarkaðarins.

Í tilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér 2 þotur fyrir sumarið 2025 og unnið sé að fjölgun fyrir næstu tvö ár en félagið er í dag með 10 þotur. Upphaflega stóð til að þær yrðu 12 næsta sumar en fallið hefur verið frá þeim áformum og verður bara einni flugvél bætt við.

Eins og Túristi greindi frá fyrr í dag þá hafa stjórnendur Play fellt úr gildi afkomuspá ársins og vísa til hækkunar eldsneytisverðs að undanförnu. 

„Ágúst gekk mjög vel í flugrekstri Play þar sem sætanýting var 89% og stundvísi upp á 90% sem er með því besta sem finnst í fluggeiranum. Við nálgumst nú sumarlok og það er þegar ljóst að við erum mjög stolt af frammistöðunni það sem af er ári. Við sjáum enn tækifæri á markaðiog höfum þess vegna hafið skipulagningu á frekari vexti á komandi árum. Við höfum staðfest tvær nýjar A320neo farþegaþotur sem bætast við flotann árið 2025 og erum í viðræðum um frekari stækkun í nálægri framtíð. Það er jákvætt að við sjáum enn hærri tekjur á farþega samanborið við fyrra ár og betri sætanýtingu nú þegar veturinn nálgast og eftirspurnin er fremur kröftug á flestum lykilmörkuðum. Við leggjum áfram áherslu á að halda kostnaðargrunninum eins lágum og unnt er og að vera sveigjanleg í leiðakerfinu til aðlagast síbreytilegu umhverfi. Okkar frábæra teymi sem starfar hjá PLAY hefur skilað framúrskarandi starfi og þess vegna er ánægjulegt að sjá áhöfnina okkar hljóta tilnefningu frá USA Today. Þegar þetta er ritað var áhöfnin í fyrsta sæti í kosningu á vegum þessa stóra bandaríska miðils. Þetta er glæsilegt afrek fyrir áhöfnina sem hefur aðeins verið að störfum í tvö ár hjá okkar unga flugfélagi,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningu.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …