Samfélagsmiðlar

Grænþvottur skýjum ofar

Eftirlitsstofnanir í Evrópu eru farnar að fylgja fast eftir banni við grænþvotti. Spjótum þeirra er ekki síst beint að flugfélögum sem freistast til að draga athygli neytenda frá miklum umhverfisáhrifum af flugi og staðhæfa ranglega í auglýsingum að flugið sé sjálfbært og vistvænt.

Auglýsing Etihad á Facebook sem hefur bönnuð hefur verið i Bretlandi

Umsvifamikil flugfélög hafa verið staðin að því að ganga of langt í staðhæfingum um að starfsemi þeirra sé sjálfbær og umhverfisvæn. Þetta er kallað grænþvottur og er brot á gildandi lögum í Evrópusambandinu og Bretlandi. Green Deal-stefna Evrópusambandsins var kynnt árið 2019 og á grundvelli hennar voru fyrr á þessu ári gefin út tilmæli sem tryggja eiga rétt neytenda á að fá áreiðanlegar, samanburðarhæfar og gagnsæjar upplýsingar til að auðvelda þeim að taka ákvarðanir um sjálfbær innkaup. Það á að forða neytendum frá því að lenda í grænþvotti fyrirtækja sem reyna að fegra ímynd sína og villa um fyrir fólki með óvottuðum staðhæfingum um hreinleika og sjálfbærni. 

Stjórnvöld í Evrópusambandinu og á Bretlandi, eftirlitsstofnanir og dómstólar, hafa frá því strangari reglur gegn grænþvotti tóku gildi verið að kljást við fyrirtæki sem reyna að þenja leyfileg mörk í auglýsingum og kynningarefni. Meðal þeirra sem standa í þessari baráttu er ASA (Advertising Standards Authority) í Bretlandi, stofnun sem hefur eftirlit með því að fullyrðingar í auglýsingum standist gildandi lög og velsæmiskröfur. Meðal þeirra sem ASA hefur beint spjótum sínum að eru flugfélögin Ryanair, Lufthansa og Etihad, þjóðarflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þau hafa fengið athugasemdir og verið bannað að birta auglýsingar vegna ofureinföldunar í boðskap þeirra – eða hreinlega misvísandi eða rangra staðhæfinga varðandi umhverfisáhrif af fluginu. Það er bannað að láta að því liggja að starfsemi fyrirtækis séu beinlínis góð og jákvæð fyrir umhverfið – ef hún er það sannarlega ekki. Flugstarfsemi er ekki umhverfisvæn. Framleiðsla á áli er það ekki heldur. Samt nota bæði flugfélög og álframleiðendur gjarnan orð til að lýsa því hversu umhugað þeim sé um að verja umhverfið.

Frá Schiphol. Öflug umhverfisverndarsamtök starfa í Hollandi og hafa beint kastljósinu að fluginu – MYND: ÓJ

Flugfélög hafa gjarnan sagt að þau vinni sjálfbærum hætti og bjóði farþegum grænni leiðir um loftin blá. Nú er reynt að stemma stigu við slíkum áróðri enda vinnur hann gegn markmiðum um að minnka losun. Það á enginn að komast upp með að þykjast vera að gera eitthvað gott í þágu umhverfisins. Það er þörf á raunverulegum aðgerðum – og réttum skilningi á umhverfisáhrifum.

Eitt alvarlegasta málið sem komið hefur upp snýr að hollenska KLM-flugfélaginu, sem hvatti fólk í auglýsingum árið 2019 til að ferðast á ábyrgan hátt og hugsa um umhverfið áður en það veldi flugferð. KLM staðhæfði að félagið hefði skuldbundið sig til að starfa með sjálfbærni að leiðarljósi. Þessi auglýsingaherferð var harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarfólki og höfðuðu samtökin Fossielvrij Netherlands mál höfðað á hendur fyrirtækinu á síðasta ári og sökuðu það um að veita rangar upplýsingar og villa um fyrir neytendum. Svona mál koma sér auðvitað illa fyrir flugfélög sem berjast við að njóta tiltrúar neytenda og fjárfesta í hörðu markaðsumhverfi. Hollensku umhverfisverndarsamtökin sögðu í tilefni af staðhæfingum KLM að eina ábyrga leiðin í loftslagsmálum væri að fljúga ekki. 

Hollendingarnir eru ekki þeir einu sem kríta liðugt í kynningarefni sínu. Í júní beindi Evrópska neytendaréttarstofnunin kvörtunum til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna villandi notkunar 17 flugfélaga á orðum og hugtökum eins og „sjálfbærni,“ „ábyrgð“ og að eitthvað væri „grænt.“

Athyglinni er ekki síst beint að flugfélögunum af því að þau eru í raun líklegust allra fyrirtækja til að freistast til að stunda grænþvott á tímum vaxandi umhverfisvitundar. Það er ekkert örlosunarflug í boði þó að vissulega mengi sumar flugvélar minna en aðrar. Að losa minna en aðrir dugar ekki til þess að viðkomandi geti með sanni staðhæft að starfsemin sé sjálfbær eða græn. 

Ryanair má ekki auglýsa á þennan hátt – MYND: Ryanair

ASA í Bretlandi reynir að standa vaktina eins og systurstofnanir í Evrópusambandinu. Það er auðvitað nauðsynlegt að aðgerðir gegn grænþvotti nái yfir landamæri. Starfsemi flugfélaganna hefur áhrif á heiminn allan. Lággjaldaflugfélaginu Ryanair var í sumar bannað að staðhæfa að það væri „flugfélag með minnstu losunina.“ Umhverfisverndarsinnar hafa raunar uppnefnt félagið og kallað „Ruinair.“ Það er auðvitað ekki fallegt að uppnefna fólk og fyrirtæki. Lufthansa var tekið í bakaríið fyrir fullyrðingar um að það væri að „vernda framtíðina“ og Etihad var bannað að auglýsa að flugfélagið byði upp á  „sjálfbært flug.“ Arabíska flugfélagið hefur jafnvel gengið svo langt að kalla Dreamliner-vélar sínar „Greenliner.“ En þó þessi Boeing 787-vél sé vistvænni er forverar hennar er fjarri sanni að tala um að hún sé græn eða vistvæn.

Öll flugfélögin reyna að verjast ásökunum um grænþvott, segjast ekkert skilja hvað átt sé við eða vísa slíku á bug, en viðurlög við því að fara á svig við þessar reglur geta varðað háum fjársektum. Og það sem getur reynst afdrifaríkara er að ef staðfest er að flugfélag hafi vísvitandi reynt að villa um fyrir neytendum getur það auðvitað haft í för með sér álitshnekki gagnvart neytendum og fjárfestum, sem sæta stöðugt meiri þrýstingi um að velja græna fjárfestingarkosti.  

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …