Samfélagsmiðlar

Hagstofan leiðréttir losunartölur

Í gær var birt frétt frá Hagstofu Íslands um aukna losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar var fullyrt að losun hefði aukist um 12 prósent á fyrri helmingi ársins, miðað við sama tíma í fyrra, en hið rétta er að losunin jókst um 7 prósent.

Ferðafólk situr við borð. Bílar í kring

Ferðafólk og bílar við Seljalandsfoss í sumar

Í upprunalegri útgáfu reiknaði Hagstofan ranglega samanlagða losun íslenska hagkerfisins. Töluverður munur er á því hvort losun hafi aukist um 12 prósent eða um 7 prósent, sem er hið rétta. Túristi birti frétt Hagstofunnar en hefur fjarlægt hana af vefnum þar sem hún er í meginatriðum röng.

Í nýrri og endurskoðaðri frétt Hagstofunnar segir:

„Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var 3.219 kílótonn á fyrri helmingi ársins 2023 sem er 7,1% aukning frá því í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi var aukningin 15,1% frá fyrra ári en á öðrum árfjórðungi er losunin óbreytt á milli ára. Aukningin stafaði af aukinni losun frá iðnaði og flugrekstri. Frá iðnaði jókst losun um 95 kílótonn á fyrsta ársfjórðungi. Frá flugrekstri jókst losunin um 105 kílótonn á sama ársfjórðungi.“

Eftir stendur að losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast. Það gefur þó ekki glögga mynd af þróuninni að bera saman fyrri hluta þessa árs við sama tímabil í fyrra – þegar flugsamgöngur og ferðaþjónusta voru ekki komin í fullan gang eftir heimsfaraldur. Áhugavert verður að sjá tölurnar um losunina á síðari hluta þess árs, þar sem sjást áhrifin af þeim hraða vexti sem verið hefur í komum ferðamanna til landsins.

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …