Samfélagsmiðlar

Leiguíbúðir fyrir íbúa en ekki ferðafólk

Ferðafólk mun framvegis eiga erfitt með að fá íbúðargistingu í New York vegna strangra takmarkana sem settar hafa verið um leigu. Hagsmunir íbúa eru teknir fram yfir möguleika Airbnb og annara til skammtímaleigu í stórborginni.

Horft yfir Manhattan-eyju

Borgaryfirvöld í New York eru byrjuð að framfylgja takmörkunum á möguleikum eigenda til að leigja út íbúðir sínar hjá Airbnb, Vrbo, Booking og öðrum slíkum leigumiðlurum. Slíkar reglur hafa lengi verið í gildi en hafa verið hertar og frá 5. september hefur þeim verið framfylgt af yfirvöldum. Að baki eru mörg dómsmál og átök við fyrirtækin sem byggt hafa afkomu sína á leigumiðluninni.

Framvegis er lagt bann við því að leigja íbúð í meira en 30 daga á ári nema að sjálfur eigandinn búi í íbúðinni. Þá mega herbergi í leigurými ekki vera læst. Eigendur leiguíbúða þurfa að skrá sig hjá borginni og gerðar eru kröfur um að miðlarar hafi einungis á skrá viðurkennda leigusala og gefi borginni reglulega yfirlit um viðskipti sín. Brot á þessum reglum varða háum sektum. Hingað til hefur aðeins á þriðja hundrað umsókna verið samþykktar en fullkomin óvissa ríkir um hvað verður um þær þúsundir íbúða sem hafa verið í útleigu til ferðamanna. Framboð á íbúðum til skammtíma leigu minnkar stórlega.

Leiguíbúð í New York – MYND: Unsplash/Amin Hasani

Yfirvöld vonast til að með því að framfylgja reglum sem taki hagsmuni íbúa fram yfir þarfir ferðamanna minnki þrýstingurinn á húsnæðismarkað borgarinnar. Algengt leiguverð á stúdíóíbúð í miðborg New York er sem svarar um 455 þúsund krónum á mánuði. Skiptar skoðanir eru meðal New York-búa um þær ströngu takmarkanir sem settar hafa verið á útleigu íbúða hjá miðlurum eins og Airbnb. Margir telja að þetta hafi verið nauðsynlegt vegna þess hversu hátt leiguverð var orðið fyrir almenna íbúa, sem geta ekki keppt við leigumiðlarana og erlendu ferðamennina. Nýju reglurnar eigi eftir að auðvelda mörgum húsnæðisleitina.

Aðrir gagnrýna þessa ákvörðun og benda á að New York sé einn vinsælasti ferðamannastaður heims og verði að geta tekið á móti gestum. Verð á hótelherbergjum í borginni sé fáránlega hátt og venjulegt fólk ráði ekki við það. Ódýrara og hentugra hafi verið að leigja íbúð en nú lokist á þann möguleika. Þá geti bannið haft mjög slæm áhrif á eigendur íbúða sem treyst hafi á leigutekjur en horfi nú fram á að geta ekki greitt af lánum sem hvíldu á íbúðunum. 

Segja má að sá ofvöxtur sem hljóp í Airbnb og aðrar miðlanir hafi á endanum snúist gegn því fyrirkomulagi. Það sem einu sinni átti að þjóna sjálfu samfélaginu snérist gegn því. Þegar heilu húsin, húsaraðirnar, jafnvel hverfin, verða undirlögð af Airbnb hopar daglegt líf fyrir frístundalífi. Langtímahagsmunir venjulegs fólks lúta í lægra haldi fyrir skammtíma hugsun og stundargróða. Offjölgun íbúða í skammtímaleigu í mörgum borgum er andstæð sjálfbærri þróun af því að viðskiptamátinn viðheldur ekki eðlilegu jafnvægi.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …