Samfélagsmiðlar

Arctic Adventures kaupa Kerið

Arctic Adventures hefur keypr Kerið í Grímsnesi og ætlar að standa að frekari uppbyggingu á svæðinu, sem mikill fjöldi ferðamanna heimsækir.

Sjálfa við Kerið

Sjálfa á barmi Kersins

Arctic Adventures hefur keypt allt hlutafé í Kerfélaginu af Óskari Magnússyni, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, Sigurði Gísla Pálmasyni og Jóni Pálmasyni, sem áttu hver sinn fjórðungshlut. Helsta eign Kerfélagsins er Kerið í Grímsnesi sem hefur lengi verið vinsæll áningarstaður ferðamanna.

Bílastæði við Kerið hafa verið stækkuð að undanförnu en þar vantar enn snyrtiaðstöðu fyrir ferðafólk sem greiðir aðgangseyri að svæðinu.

Afgreiðsla við Kerið

Aðgangseyrir greiddur við Kerið – MYND: ÓJ

„Kerið er með merkilegustu náttúruperlum landsins. Við teljum að góðir möguleikar séu til staðar til frekari uppbyggingar við svæðið og jafnframt áframhaldandi náttúruverndar. Kerið er í alfaraleið og aðgengilegt til lengri eða skemmri skoðunarferða. Við fögnum því að hafa náð samningum um þessi kaup og hyggjumst vanda þar til uppbyggingar. Arctic Adventures á allt undir þegar kemur að náttúruvernd og því skiptir góð umgengni um náttúruna okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, í tilkynningu.

Við Kerið í sumar – MYND: ÓJ

„Allt hefur sinn tíma, við vorum búnir að eiga Kerið í 23 ár og ljóst að komið er að næsta kafla uppbyggingar á svæðinu. Við töldum það heppilegan tíma til að láta staðar numið svo nýir eigendur geti byggt upp til frambúðar eftir sínum hugmyndum. Arctic Adventures er traust og burðugt félag sem mun án efa standa myndarlega að framhaldinu við Kerið. Við fjórmenningarnir höfum á þessum tímamótum ákveðið að stofna sérstakan sjóð sem styrkja mun sjálfbæra náttúruvernd í þeim anda sem reynst hefur farsæl við uppbyggingu Kersins,“ segir Óskar Magnússon stjórnarformaður Kerfélagsins, sem stjórnað hefur rekstri þess frá upphafi.

Arctic Adventures er eitt rótgrónasta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar afþreyingarferðir um land allt þar sem lögð er áherslu á gæði og öryggi. Stefna Arctic Adventures er að bjóða upp á sjálfbæra og vistvæna ferðaþjónustu í sátt við nærsamfélagið. Meðal þeirra ferðamannastaða sem félagið kemur að rekstri á má nefna Raufarhólshelli og Ísgöngin Into the Glacier í Langjökli. 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …