Samfélagsmiðlar

Búast má við harðnandi samkeppni hótela og Airbnb

Hingað til hafa hótelhringir og leigusíður eins og Airbnb ekki barist að marki um sömu kúnna en búast má við að það breytist á komandi árum vegna vaxandi umsvifa. Stöðugt fjölgar þeim sem vilja sinna fjarvinnu frá nýjum stöðum.

Fjarvinna í Feneyjum - hljómar vel

„Ég hef aldrei litið svo á að til að Airbnb geti hagnast þurfi það að vera á kostnað hótelanna,“ sagði Brian Chesky, forstjóri og annar stofnanda Airbnb, á ráðstefnunni Skift Global Forum 2023 í síðustu viku:

„Þessu til sönnunar dugir að benda á að Airbnb þjónaði um 400 milljónum gesta í fyrra og það sama ár voru tekjur og hagnaður hótela umtalsvert meiri en hann var áður en við hófum göngu okkar. Að hluta erum við að sækja í sama viðskiptamannahópinn en hann er minni en margur hyggur.“

Brian Chesky, forstjóri Airbnb – MYND: Airbnb

Chesky segir að fyrirtæki sem ráði yfir miklum fjölda íbúða og reyni að líkja eftir hótelum fái jafnan lakari dóma en gefnr eru hefðbundnum fjölskylduíbúðum:„Eftir því sem fyrirtækin stækka lenda þau í meiri vandræðum með að viðhalda gæðum. Það er ekki einfalt að magnvæða gistiþjónustu án þess að hún verði billeg og ópersónuleg. Erfitt er að keppa við hótelin í framleiðni.“ 

Christopher Nassetta, forstjóri Hilton-hótelkeðjunnar, sagði að hótelrekendur hefðu alltaf haldið því fram að þeir veittu öruggari og áreiðanlegri þjónustu en Airbnb: „Þegar á allt er litið eru þau að gera annað en við.“

Á þessari ráðstefnu ferðavefsins Skift ræddi forystufólk í ferðaþjónustu framtíðarhorfur í greininni. Fram kom í máli fólks í gistiþjónustu að jafnvel þó að hótel og Airbnb hafi hingað til höfðað til ólíkra þarfa viðskiptavina þá megi búast við því að með fjölgun hótela og fleiri gistimöguleikum verði mörkin milli viðskiptamannahópa óljósari: Barist verður um sömu kúnna. 

Þau hjá Hilton-hótelkeðjunni hafa komist að því með athugunum að margir viðskiptavina sem koma í stærri hópum eða til lengri dvalar kjósi frekar að dvelja í íbúðum með eldhúsi. Það er auðvitað freistandi fyrir hótelin að halda í þessa viðskiptavini með öðruvísi framboði á gistimöguleikum. En þá mæta hótelin harðri samkeppni frá Airbnb og öðrum slíkum leigusíðum. „Um helmingur gistinátta hjá okkur er vegna dvalar í viku eða lengur. Þar er ekki mikil samkeppni frá hótelunum,“ segir Cesky hjá Airbnb.

Þetta gæti verið að breytast. Hilton undirbýr tilboð á dvöl til lengri tíma í litlum íbúðum. Þá er Hyatt, Wyndham og Best Western að sækja sömuleiðis meira inn á þennan markað, bjóða langtímagestum upp á íbúðir til dvalar. Mikill vöxtur er sagður vestanhafs í uppbyggingu húsnæðis fyrir þennan hluta hótelrekstrarins – ekki bara í viðskiptahverfum heldur líka nær strönd eða eftirsóttum útilífssvæðum – og æ oftar rekast hótelin á samkeppni frá Airbnb.

Vinna á morgnana og fara á ströndina síðdegis – MYND: ÓJ

Samkeppnin er ekki síst um vaxandi hóp fólks sem stundar fjarvinnu, kýs að starfa fjarri föstu heimili sínu til lengri eða skemmri tíma í ókunnu landi eða annarri borg. Þá dugar ekki rúm og snyrting á venjulegu hótelherbergi heldur þarf eldhús og meira rými til vinna, slaka á – eitthvað nýtt að horfa á út um gluggann, aðra gönguleið en venjulega eftir vinnu.  

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …