Samfélagsmiðlar

Ferðamenn eiga að borga meira

Borgaryfirvöld í Amsterdam keppast við að draga úr troðningstúrisma í borginni og vinna markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum af flugi og skipaumferð. Gjöld á ferðamenn verða ein þau hæstu í heimi og samþykkt hefur verið tillaga um að stöðva komur skemmtiferðaskipa.

Næturvaktin eftir Rembrandt

Gestir fá leiðbeiningar fyrir framan Næturvaktina eftir Rembrandt á Ríkislistasafninu í Amsterdam

Fjárhagsáætlun Amsterdam fyrir næsta ár endurspeglar vilja borgaryfirvalda til að auka sem minnst álögur á íbúa á tímum efnahagslegra þrenginga vegna hækkandi verðlags. Um leið þarf borgin að bregðast við ákalli um meiri félagslegar aðgerðir og stuðning við skóla- og æskulýðsstarf, að fjölgað verði grænum svæðum og gripið til markvissra aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – baráttunni fyrir hreinna umhverfi. 

Það er auðvelt að ferðast á vistvænan hátt í Amsterdam – MYNDIR: ÓJ

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að í stað þess að auka álögur á borgarana verði hærri gjöld innheimt af ferðamönnum. Þeir eiga að leggja meira af mörkum til að gera Amsterdam að heilnæmari og betri borg. Um leið er ætlunin að stemma stigu við troðningstúrisma sem borgarbúar eru orðnir þreyttir á.

Það á að afla aukinna tekna af fólki sem borgin vill fækka! 

Ferðamenn á vappi um miðborgina við ýmsar aðstæður – MYNDIR: ÓJ

Ákvörðun um að hækka gjöld á erlenda ferðamenn sem streyma til Amsterdam og fylla á góðum degi þröngar göturnar meðfram síkjum og brýrnar yfir þau er ekki líkleg til að valda hruni í komum þeirra. Það lætur enginn sem vill á annað borð sjá verk Rembrandts eða Van Gogh á söfnum borgarinnar lágan ferðamannaskatt stöðva sig. Hugsanlega eru breskir djammferðalangar næmari fyrir skattheimtu og kjósa að fara til einhverrar annarar borgar til að fá útrás. Því myndu borgaryfirvöld í Amsterdam og stór hluti íbúa fagna af heilum hug. Takmarkanir sem þegar hafa verið ákveðnar varðandi afgreiðslutíma hassbúlla og staða sem veita kynlífsþjónustu í Rauða hverfinu er ekki síst beint að djammþyrstum breskum ungkörlum, sem ekki kemur til hugar að halda aftur af sér og virða svefntíma góðborgaranna í miðborginni.

Það er röð í bakaríið – MYND: ÓJ

Auðvitað fylgja komum ferðamanna til Amsterdam ekki einungis tekjur heldur líka mikil útgjöld. Ferðamannastraumurinn veldur álagi á alla innviði, eins og nú er í tísku að kalla götur, brýr, lestir, strætisvagna, heilsugæslu – allt þetta sem eitt samfélag þarf til að fúnkera. Borgaryfirvöldum í Amsterdam þykir eðlilegt að fyrst ferðamenn vilja endilega koma eigi þeir að taka meiri þátt í viðhaldi og rekstri alls þess sem þarf til að taka á móti þeim.

Þessi vilji birtist í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2024.

Hester van Buren, varaborgarstjóri Amsterdam – MYND: Borgarvefur Amsterdam

Hester van Buren er varaborgarstjóri Amsterdam og fer með fjármál borgarinnar. Á borgarvef Amsterdam segir hún: 

„Margir íbúar Amsterdam og Weesp (bær sem sameinaðist Amsterdam á síðasta ári) eiga í basli við að komast af á þessum verðbólgutímum. Við höfum reynt á yfirstandandi ári að hlaupa undir bagga og á árinu 2024 verða gjöld á venjulega íbúa ekki aukin. Hinsvegar mun ferðamannaskatturinn hækka. Ferðamenn eiga að hjálpa okkur við rekstur borgarinnar. Þetta gefur okkur í senn færi á að bregðast við afleiðingum troðningstúrismans og beina nauðsynlegum fjármunum í að hreinsa götur og leysa margháttaðan aðkallandi vanda í hverfum borgarinnar.“

Ferðaþjónustu fylgir sorp – MYND: ÓJ

Það á ekki að hækka fasteignagjöld eða stöðumælagjöld í Amsterdam á næsta ári – en gestirnir verða að borga hærri aðgöngumiða. Skattar á ferðamenn eru fyrir meðal þeirra hæstu í heimi. Skatturinn var síaðst hækkaður 2020 en á næsta ári hækkar hann á ný – nú um 12,5 prósent. Ákvörðun stjórnenda endurspeglar ríkan vilja í borgarstjórninni um verulegar hækkanir. Ef tekið er mið af því að hótelnóttin í Amsterdam kosti 175 evrur, eða um 25 þúsund krónur, þá hækkar gistináttagjaldið úr 15.25 evrum í 21.80 – eða úr 2.170 í 3.100 krónur.  Þá er fyrirhugað að hækka gjöld á komufarþegum skemmtiferðaskipa úr 8 evrum í 11 – eða í 1.566 krónur. 

Unsplash

Móttökustöð skemmtiferðaskipa í Amsterdam – MYND: Unsplash/Lesly Scott

Talandi um skemmtiferðaskipin: Málefni hafnarinnar í Amsterdam eru líka á könnu áðurnefndrar Hester van Buren. Kastljósin beindust að henni í júlí þegar borgarstjórn samþykkti tillögu um að loka móttöku skemmtiferðaskipa, sem er ekki fjarri aðalbrautarstöðinni í borginni. Hester van Buren segir að það eigi eftir að útfæra þessa stefnu sem borgarstjórn hefur markað og ræða fyrir ýmsa hagaðila um það hvernig að þessu verði staðið. Meirihlutinn í borgarstjórninni er hinsvegar á einu máli um að það falli hvorki að loftslagsmarkmiðum Amsterdam né dragi úr ágangi ferðamanna að mengandi skip leggist að hafnarbakkanum í miðborginni. 

Hluti af reiðhjólaflota Amsterdam – MYND: ÓJ

Takmarkanir á flugumferð um Schiphol-flugvöll eru hluti af þeirri heildaráætlun hollenskra stjórnvalda að stemma stigu við fjölgun ferðamanna, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka hávaðamengun. Túristi hefur fjallað um þessa viðleitni út frá ýmsum sjónarhornum, nú síðast var sagt frá ótta bandaríska lággjaldaflugfélagsins JetBlue við að missa lendingarleyfi á Schiphol næsta vor þegar dregið verður úr umferð um völlinn. 

Búist er við að Amsterdam hýsi á þessu ári meira en 18 milljónir ferðamanna. Líklegt er að sú tala verði komin í 23 milljónir árið 2025 – að viðbættum álíka mörgum daggestum. Borgaryfirvöld gáfu sér tíma í heimsfaraldrinum til að endurmeta ferðamálastefnuna og árið 2021 var samþykkt stefnuyfirlýsing um að ná meira jafnvægi í ferðamálum borgarinnar.

 Það má segja að Amsterdam hafi tekið forystu í heiminum í þeirri viðleitni til að bregðast við afleiðingum hraðrar fjölgunar ferðamanna.

Húmar að kvöldi. Aðalbrautarstöðin til hægri – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …