Samfélagsmiðlar

Geo Travel í Mývatnssveit er fyrirtæki ársins í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Norðlenskt ferðaþónustufólk hélt uppskeruhátíð sína í Austur-Húnavatnssýslu í gær og var fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr veittar viðurkenningar. Fjölskyldufyrirtækið Geo Travel í Mývatnssveit er fyrirtæki ársins. Skógarböðin og sveitarfélagið Húnabyggð fengu líka viðurkenningar.

Vélsleði og norðurljós - Geo Travel

Í vélsleðaferð um Mývatnssveit

Ferðaþjónustufólk af Norðurlandi hélt uppskeruhátíð sína í gær með því að fara um Austur-Húnavatnssýslu, heimsækja fyrirtæki þar, skoða áhugaverða staði og gleðjast yfir hátíðarkvöldverði með skemmtidagskrá á Blönduósi. Þar var fyrirtækjum og frumkvöðlum veittar viðurkenningar.

Frá afhendingu viðurkenninga á uppskeruhátíð norðlenskrar ferðaþjónustu á Blönduósi – MYND: Markaðsstofa Norðurlands

Fyrirtæki ársins í ferðaþjónustu á Norðurlandi var valið Geo Travel, sem hefur skapað sér sterka stöðu á síðustu árum, aukið vöruframboð og umsvif.

„Stefna fyrirtækisins er að bjóða gestum upp á einstakar upplifanir, en jafnframt hafa ætíð náttúrvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað af heimafólki og fyrstu árin bauð fyrirtækið aðallega upp á ferðir inn á hálendið yfir sumarið. Slíkar ferðir eru enn stór hluti starfseminnar, en á síðari árum hefur fjölbreytnin aukist. Geo Travel hefur lagt sérstaka áhersla á að auka framboð á vetrarafþreyingu og er í dag með eitt fjölbreyttasta úrval af vetrarafþreyingu á Norðurlandi,“ segir í tilkynningu Markaðsstofu Norðurlands.

Anton Freyr Birgisson, eigandi Geo Travel tók við viðurkenningunni.

Anton Freyr Birgisson, eigandi Geo Travel, á Vestnorden-ferðakaupstefnunni á dögunum – MYND: ÓJ

Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það voru Skógarböðin – Forest Lagoon við Akureyri sem hlutu þessa viðurkenningu í ár.

Skógarböðin – MYND: ÓJ

„Fyrirtækið kom eins og stormsveipur inn á þennan markað með upplifun sem hefur vakið mikla athygli, bæði innanlands og erlendis. Það er ekki síst vegna fagmennsku í þjónustu við gesti, sem upplifa það frá fyrstu sekúndu að hugað sé að öllum smáatriðum. Umhverfi baðanna er enda einstakt og gjörólíkt því sem boðið er upp á annarsstaðar. Þannig hefur tekist að skapa vöru sem er bæði eftirtektarverð og eftirsótt og það hefur sýnt sig að eigendur fyrirtækisins náðu að nýta tækifærið sem gafst til að bjóða upp á nýja afþreyingu í svo mikilli nálægð við Akureyri. Áform eru um frekari uppbyggingu á svæðinu og ef jafn vel tekst til og með böðin má fólk í ferðaþjónustu og gestir eiga von á góðu.“

Sigríður María Hammer, einn af eigendum Skógarbaðanna, tók við viðurkenningunni.

Hvatningarverðlaun ársins hlaut sveitarfélagið Húnabyggð fyrir uppbyggingu á Þrístöpum. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélag fær sérstaka viðurkenningu.

„Með þessari uppbyggingu er komið nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi, byggt á menningu og sögu, á svæði þar sem nauðsynlegt var að byggja upp nýjan segul sem væri aðgengilegur bæði einstaklingum og hópum,“ segir í tilkynningu.

Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar tók við viðurkenningunni.

Vordagur við Þingeyrakirkju – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …