Samfélagsmiðlar

Hin hófsama tíska vekur áhuga

Gríðarlöng biðröð ungra kvenna af múslímskum uppruna á Koningsplein í miðborg Amsterdam á laugardag vakti mikla eftirtekt vegfarenda. Stúlkurnar biðu þess að komast inn í nýja tískubúð hönnuðarins Nada Merrachi, sem hannar höfuðklúta, kufla og jakkaföt í anda hinnar hófsömu tísku.

Fyrir utan verslunina Merrachi á Koningsplein 3 - rétt fyrir opnun

Það var eftirvænting í loftinu við dyr hússins á Koningsplein 3, á milli Singel og Herengracht-skurðanna, í iðandi miðborg Amsterdam. Hundruð kvenna stóðu í langri röð á gangstéttinni meðfram húsaröðinni út frá dyrum nýrrar verslunar sem hollensk-marokkíski hönnuðurinn Nada Merrachi var um það bil að opna á þessum stað – flaggskip nýs veldis hennar og eiginmannsins Zouhair El Moujtahid, sem búa í Amsterdam ásamt tveimur börnum sínum.

Úr kynningarblaði Merrachi – MYND: ÓJ

Merrachi er lítil búð en hún gæti átt eftir að hafa mikil áhrif. Nokkrir rekkar og slár með hijab-klútum, abaya-kuflum og jakkafötum – fyrir konur sem kjósa „hófsemi, samstöðu og sjálfsöryggi,“ eins og Nada Merrachi orðar það. Hún og maður hennar hafa á síðustu þremur árum byggt upp fyrirtæki, nýtt veldi, með því að hanna og selja föt fyrir konur af múslímskum uppruna sem vilja njóta gæða og fallegrar hönnunar en virða um leið af sjálfsöryggi þær hefðir sem þær ólust upp við.

Eftirvænting í biðröðinni – MYND: ÓJ

Nada Merrachi fæddist í Den Bosch í Hollandi og skapaði sér frægð og frama í heimalandinu sem boðberi tísku fyrir nútímakonur af múslímskum uppruna og kaus af eigin hvötum að nota höfuðklút. Hún lærði saumaskap á stofu sem amma hennar og frænkur ráku í Marokkó og hefur þróað tískuvöru sem byggist á virðingu fyrir þeim hefðum sem fylgt er í múslímaheiminum.

Kynningarefni streymt á samfélagsmiðla – MYND: ÓJ

Þau hjónin Nada og Zouhair ætla að byggja veldi sitt á grunni þeirrar þekkingar sem þau hafa aflað í vestrænum tískuheimi til að markaðssetja föt í Miðausturlöndum og hvar sem hefðir og siðir múslima eru ráðandi. Andlit Merrachi er sænsk-sómalska sýningarstúlkan Ikram Abdi.

Ikram Abdi á forsíðu kynningarblaðs Merrachi – MYND: ÓJ

„Við eigum ekki að þurfa að velja á milli stíls og persónulegrar trúar,“

segir Nada Merrachi. Og augljóst var í miðborg Amsterdam laugardaginn 14. október að stór hópur kvenna í hollensku nútímasamfélagi er sama sinnis.

Engin verslun í Amsterdam fékk viðlíka aðsókn og Merrachi þennan dag.

Biðröðin náði mikla lengra en myndin sýnir – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …