Samfélagsmiðlar

Kaupsamningur bíður ennþá undirritunar

Nú eru þrjár vikur liðnar frá því að forstjóri og stjórnarformaður SAS greindu frá því að hópur fjárfesta, með Air France-KLM innanborðs, hefði átt besta tilboðið í hlutafjárútboði flugfélagsins. Útboðið er lokahnykkurinn á fjárhagslegri endurskipulagningu sem hófst í júlí í fyrra þegar bandarískir dómstólar veittu flugfélaginu samþykki fyrir gjaldþrotavernd.

Það verður þó einhver bið á því að nýir eigendur fái lyklana að SAS því í gær frestaði dómari við dómstól í New York ákvörðun sinni um beiðni lögmanna flugfélagsins um að greiða kaupendnum 420 milljónir króna (3 milljónir dollara) til að koma til móts við kostnað við þátttöku í hlutafjárútboðinu. 

Þessi greiðsla er forsenda þess að hægt sé að skrifa undir kaupsamninginn en skandinavískir greinendur hafa þó furðað sig á þessari kröfu. Hún er engu að síður staðreynd og til að flækja málin enn frekar þá hefur bandaríski sjóðurinn Apollo Capital Management ennþá rétt til að slást í nýjan eigendahóp SAS.

Skýringin á því er sú að sjóðurinn lánaði SAS 49 milljarða kr. (350 milljónir dollara) í upphafi greiðsluskjólsins í fyrra. Þess háttar fjármögnun er alþekkt þegar fyrirtæki byrja hið svokallað Chapter-11 ferli vestanhafs og fékk Apollo Capital einnig forkaupsrétt á nýju hlutafé. Lögmenn sjóðsins hafa líka mótmælt fyrrnefndri greiðslu til kaupendahópsins fyrir dómstólum.

Eins og staðan er í dag er því ekki útilokað að fimmti stóri hluthafinn bætist við nýjan eigendahóp SAS samkvæmt frétt DN í Noregi. Þar með gæti vægi Air France-KLM Group minnkað en samkomulag nýju hluthafanna gerir ráð fyrir að fransk-hollenska samsteypan eignist 19,9 prósenta hlut í SAS en fái svo forkaupsrétt á meirihluta eftir 2 ár.

Þess má geta að Apollo Capital er annar eigenda flugvélaleigunnar Titan Aircraft Investments sem leigir Icelandair tvær stórar fraktvélar. Hinn eigandinn Tita er Bain Capital Credit, langstærsti hluthafinn í Icelandair. Nú reyna stjórnendur Icelandair að leigja aðra þotuna frá sér tímabundið líkt og Túristi greindi frá í vikunni.

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …