Samfélagsmiðlar

Kínverjar endurskoða refsitolla á áströlsk vín

Forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, er á leið í opinbera heimsókn til Kína. Vonast er eftir að framundan sé þíða í samskiptum landanna og að meðal þeirra sem njóti góðs af séu ástralskir vínbændur. Refsitollar Kínverja á áströlsk vín komu illa við þá og birgðir hafa safnast upp.

Vínrekki hjá Penfolds

Anthony Albanese hittir Xi Jinping, forseta Kína, og Li Qiang, forsætisráðherra, í þriggja daga opinberri heimsókn sinni sem hefst 4. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár af ástralskur forsætisráðherra heimsækir Kína. Frá því Albanese tók við embætti í fyrra hefur hægt og bítandi slaknað á spennu í samskiptum ríkjanna og viðskiptahömlum hefur verið aflétt.

Anthony Albanese – MYND: Forsætisráðuneyti Ástralíu

Samskipti landanna fóru í hnút þegar Scott Morrison, þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir árið 2020 að þörf væri á því að rannsaka upptök Covid-19. Tveir ástralskir blaðamenn við störf í Kína voru kallaðir til yfirheyrslu en áströlsk yfirvöld komu þeim undan. Kínverjar refsuðu með hörðum viðskiptahindrunum. Túristi hefir áður sagt frá þessum deilum.

Ástralskir vínbændur sáu arðsaman markað fyrir framleiðslu sína hrynja að stórum hluta þegar Kínverjum var misboðið. Nærri þriðjungur af framleiðslu þeirra fór til Kína. Vínbirgðir söfnuðust upp og er talið að um tveir milljarðar lítrar séu í geymslum.

En ef vínið er gott í grunninn getur það batnað í góðri geymslu. Nú gefst tækifæri til að koma því á markað ef refsitollar verða afnumdir á næsta ári. Talið er að það muni taka allt að fimm mánuði að endurskoða álagða tolla á vínið. Það dregur hinsvegar úr kæti ástralskra vínbænda vegna þíðunnar að Kínverjar hafa dregið úr vínneyslu sinni – bæði af peningalegum og heilsufarslegum ástæðum.

Önnur framleiðsla Ástrala sem varð fyrir barðinu á hertri tollastefnu Kínverkja, eins og bygg og kol, var auðseld á öðrum mörkuðum. Það voru helst vínbændurnir sem tóku skellinn af díplómatískri deilu stjórnvalda í Canberra og Beijing.

Coldstream Hills-vínbúgarðurinn í Yarra-dalnum í Victoria – MYND: Treasury Wine Estates

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …