Samfélagsmiðlar

Nafnabreyting í þágu markaðssetningar

Bæjarstjórinn í Thisted á Norður-Jótlandi vill breyta nafni sveitarfélagsins í Thy, sem er heiti þessa landsvæðis og er orðið þekkt af framleiðsluvörum sem kenndar eru við það.

Visit Nordvestkysten

Við ströndina í Thy

Íslendingar streymdu til Hanstholm á tíunda áratug síðustu aldar í leit að atvinnu og nýjum tækifærum. Margir höfðu reynslu af fiskvinnslu sem kom sér vel í þessu útgerðarplássi og ferjustað, sem nú er viðkomustaður Norrænu. Fiskilyktin lá í loftinu en í bænum Thisted þar nærri var allt annar bragur.

Veitingahúsið Bryggjan í Thisted – MYND: Bryggen

Hansthold sameinaðist síðan Thisted árið 2007 og til varð Thisted Kommune, sveitarfélagið Thisted.

Nú vill bæjarstjórinn Niels Jørgen Toft Pedersen að sveitarfélagið kenni sig ekki við þennan stærsta bæ á svæðinu heldur breyti nafninu í Thy, sem er heiti þessa landsvæðis að stærstum hluta. Heitið Thy hefur gjarnan verið notað til að einkenna ýmsan varning sem framleiddur þarna í héraðinu, eins og öl, viskí og lífrænt smjör. Bæjarstjórinn bendir á að Thy sé orðið þekkt heiti um allt land. Allir viti hvaðan sá kemur sem segist vera frá Thy.

Niels Jørgen Toft Pedersen, bæjarstjóri í Thisted – MYND: Thisted Kommune

Það virðist vera almennt góð stemmning fyrir því í sveitarfélaginu Thisted og næsta nágrenni að taka einfaldlega upp nafnið Thy. Það sé betra vörumerki, þökk sé brugghúsinu í Thisted sem tappar Thy Classic og Pilsner á flöskur og selur bjórunnendum um land allt. Þá er hvít ströndin og Þjóðgarðurinn Thy þekktir áfangastaðir ferðamanna.

Sjálfir íbúarnir sem hafa tjáð sig um þessa hugmynd um nafnabreytingu í dönskum fjölmiðlum segja að þeir hafi á undanförnum árum fyllst stolti af því að kenna sig einfaldlega við Thy og vilja gera það áfram.

Viskí er meðal þess sem framleitt er í Thy – MYND: Thy Whisky

Nýtt efni

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …