Samfélagsmiðlar

Verðið í flugstöðinni á að vera á pari við það sem þekkist út í bæ

Það er fylgst með verðlaginu á veitingastöðum og í verslunum á Keflavíkurflugvelli. Farþegar hér mega reikna með að borga meira fyrir rækjabrauðsneið en þeir sem fljúga frá sænskum flugvöllum.

„Räkmacka" að hætti Heaven 23 í Gautaborg. Sú kostar 265 sænskar eða 3.333 íslenskar og hefur veitingastaðurinn selt nærri 50 þúsund slíkar það sem af er ári.

Aðalhagfræðingi SEB bankans í Svíþjóð, Johan Javeus, ofbauð þegar hann var rukkaður um 422 sænskar krónur, eða jafnvirði 5.300 íslenskra króna, fyrir rækjubrauðsneið og bjór á Landvetter flugvellinum í Gautaborg nýverið. Javeus lét sér ekki nægja að bölva reikningnum í hljóði því hann tísti um viðskiptin á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Sú færsla fór mjög víða en þar benti bankamaðurinn meðal annars á að rækjubrauðsneiðin á Landvetter hafi kostað álíka mikið og á fínustu veitingahúsum Svíþjóðar eða 269 sænskar (3.400 kr).

„Og mér finnst að bjór eigi að kosta minna en hundrað krónur (1.250 kr.) – ekki meira!“ bætti Javeus við.

Svo mikla athygli fékk þessi hái reikningur í Svíþjóð að stjórnendur Swedavia, sem reka sænsku flugvellina, urðu að bregðast við og nú boða þeir strangt eftirlit með matseðlum í flugstöðvum hins opinbera.

„Verðlag á flugvöllum má ekki vera meira en 10 prósent hærra en það sem sambærileg vara kostar út í bæ,“ sagði Charlotte Ljunggren, markaðsstjóri Swedavia, þegar hún útskýrði nýju reglurnar í viðtali við Dagens Industri.

Í frétt blaðsins er þó bent á að það geti reynst erfitt að finna góð viðmið því sambandið milli verðs, magns og gæða getur verið ólíkt.

En hvernig skildi þessu vera háttað á Keflavíkurflugvelli, er til staðar verðlagseftirlit hjá Isavia?

„Á Keflavíkurflugvelli er það viðmið sett að vera á pari við verðlag í bænum að frádregnum virðisauka, sem er 11% fyrir sölu á matvöru. Við fylgjumst með þessu og berum saman við útibú veitingastaða í bænum ef þeir eru til staðar eða þá sambærilega staði sem hafa verið skilgreindir til samanburðar. Viðmiðin sem um ræðir eru sett í samninga við rekstraraðila,“ útskýrir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í svari til Túrista.

Hann bætir því við að það hafi vissulega komið upp tilvik þar sem Isavia hafi þurft að gera athugasemdir við verðlag rekstraraðila í flugstöðinni við Keflavíkurflugvöll.

Og ljóst má vera að verð á rækjubrauðsneiðum þar á bæ er í takt við regluna sem Guðjón nefnir hér að ofan. Flugfarþegi borgar þannig 3.650 krónur fyrir Rækjupíramída á Jómfrúnni á Keflavíkurflugvelli en sá sem pantar sama rétt á Jómfrúnni í Lækjargötu borgar 4.100 krónur. Munurinn er nákvæmlega 11 prósent.

Eins og áður segir var fullyrt í frétt Dagens Industri að aðeins fínustu veitingahús Svíþjóðar rukki 3.400 krónur fyrir rækjubrauðsneiðar. Það er nokkru minna en Jómfrúin tekur fyrir sínar. Túristi ætlar ekki að þykjast þekkja verðlagið á sænskum rækjubrauðsneiðum svo vel að hann geti dregið þetta í efa. En hafa ber í huga að sænska krónan stendur óvenju veikt gagnvart þeirri íslensku í dag. Verðlagið í Svíþjóð er því hagstæðara í dag en oft áður í íslenskum krónum talið.

Nýtt efni
Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …