Samfélagsmiðlar

Borgaryfirvöld í Feneyjum boða gjaldtöku af dagsferðalöngum til að hemja umferð um helgar

Tilkynnt hefur verið að um helgar á tímabilinu frá aprílbyrjun fram í miðjan júlí verði innheimt gjald sem svarar til um 750 króna af öllum sem koma til að skoða Feneyjar frá klukkan 8.30 til 16.00. Þau sem koma til að borða að kvöldi eða fara í leikhús og óperu þurfa ekki að greiða gjaldið.

Feneyjar

Götumynd frá Feneyjum að vori

Loksins hefur borgaryfirvöldum í Feneyjum tekist að gera áætlun um hvernig hátta eigi gjaldtöku af fólkinu sem streymir að til að skoða borgina fögru um helgar en skilur lítið eftir sig.

Fjöldinn á götum, torgum og brúm Feneyja er mestur um helgar frá vori og fram á haust og hefur í mörg ár verið rætt um leiðir til að hemja troðningstúrismann sem ógnar framtíð borgarinnar og hrekur íbúa á brott.

Fyrr á þessu ári munaði litlu að Feneyjar, sem eru á Heimsminjaskrá UNESCO, væru settar á válista. Dagpassi er viðbragð yfirvalda og viðleitni til að sleppa við að rauða spjaldið frá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Fólksmergðin í grennd við brautarstöðina í Feneyjum – MYND: ÓJ

Feneyingar fara þó varlega í fyrirhugaðri gjaldtöku og tala um tilraunaverkefni. Innheimt verður 5 evru gjald, eða sem svarar tæpum 750 krónum, frá hálffníu á morgnana til klukkan fjögur síðdegis á 29 dögum frá apríl fram í miðjan júli, þ.e. flestar helgar á því tímabili. Þau sem koma síðdegis til að snæða kvöldverð, fara í leikhús eða í Óperuna sleppa við að borga.

Frá 16. janúar næstkomandi geta allir sem hyggjast heimsækja Feneyjar í dagsferð á umræddu tímabili tryggt sér dagpassa á vefsíðunni https://www.comune.venezia.it/cda og fengið sendan QR-kóða sem nota þarf á sjö stöðum víðsvegar um borgina, þ.á m. á sjálfri brautarstöðinni. Þau sem bóka gistingu á hóteli fá jafnframt sendan kóða til afnota og er hann innifalinn í gistináttagjaldinu sem innheimt er.

Feneyjar á góðum degi – MYND: ÓJ

Luigi Brugnaro, borgarstjóri í Feneyjum, hafnar því að fyrirhuguð gjaldtaka sé nýr ferðamannaskattur eða ný leið til að afla borginni tekna, heldur sé um að ræða nýstárlega tilraun til að reyna að stýra álagi af umferð um einn vinsælasta áfangastað heims. Með því að kefjast dagpassa á tilteknum álagsdögum felist hvatning til fólks að koma í heimsókn þegar færri eru á ferli. „Þetta er okkar viðleitni til að skapa lífvænlegri borg,“ sagði borgarstjóri Feneyja þegar hann kynnti áætlunina um dagpassann.

Hvað sem borgarstjóri segir, þá er þetta auðvitað gjaldtaka, aukakostnaður fyrir þá sem vilja kíkja á Feneyjar en hafa ekki tíma til að vera lengur, ekki áhuga eða efni á að gista í sjálfri borginni.

Feneyjar eru stórkostlegar – MYND: ÓJ

Heimsfaraldurinn lamaði ferðaþjónustuna í Feneyjum en íbúar notuðu tímann til að endurhugsa samband sitt við ferðafólk. Feneyingar vildu finna leiðir til að draga úr troðningstúrismanum og hemja flótta íbúa úr borginni.

Feneyjar lifa af túrisma – en hann er að ganga af borginni dauðri. Þetta er sannarlega mótsögn og ekki auðvelt að losna úr þeim viðjum.

Stoltir Feneyingar

Gondoliere – MYND: ÓJ

Feneyjar hafa einsett sér að fá ferðafólkið til að gista í borginni, dvelja þar lengur en eina dagstund, og verja þar meira fé. Borgarstjórinn óttast ekki að nýi dagpassinn dragi almennt úr sókn ferðamanna, heldur muni hann hjálpa til við að stýra umferðinni betur. Eflaust eigi einhverjir agnúar eftir að koma í ljós en þeir verði einfaldlega sniðnir af. Eftir miklar rannsóknir og samræður um árabil sé tími kominn til að grípa til aðgerða í Feneyjum.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …