Samfélagsmiðlar

Borgaryfirvöld í Feneyjum boða gjaldtöku af dagsferðalöngum til að hemja umferð um helgar

Tilkynnt hefur verið að um helgar á tímabilinu frá aprílbyrjun fram í miðjan júlí verði innheimt gjald sem svarar til um 750 króna af öllum sem koma til að skoða Feneyjar frá klukkan 8.30 til 16.00. Þau sem koma til að borða að kvöldi eða fara í leikhús og óperu þurfa ekki að greiða gjaldið.

Feneyjar

Götumynd frá Feneyjum að vori

Loksins hefur borgaryfirvöldum í Feneyjum tekist að gera áætlun um hvernig hátta eigi gjaldtöku af fólkinu sem streymir að til að skoða borgina fögru um helgar en skilur lítið eftir sig.

Fjöldinn á götum, torgum og brúm Feneyja er mestur um helgar frá vori og fram á haust og hefur í mörg ár verið rætt um leiðir til að hemja troðningstúrismann sem ógnar framtíð borgarinnar og hrekur íbúa á brott.

Fyrr á þessu ári munaði litlu að Feneyjar, sem eru á Heimsminjaskrá UNESCO, væru settar á válista. Dagpassi er viðbragð yfirvalda og viðleitni til að sleppa við að rauða spjaldið frá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Fólksmergðin í grennd við brautarstöðina í Feneyjum – MYND: ÓJ

Feneyingar fara þó varlega í fyrirhugaðri gjaldtöku og tala um tilraunaverkefni. Innheimt verður 5 evru gjald, eða sem svarar tæpum 750 krónum, frá hálffníu á morgnana til klukkan fjögur síðdegis á 29 dögum frá apríl fram í miðjan júli, þ.e. flestar helgar á því tímabili. Þau sem koma síðdegis til að snæða kvöldverð, fara í leikhús eða í Óperuna sleppa við að borga.

Frá 16. janúar næstkomandi geta allir sem hyggjast heimsækja Feneyjar í dagsferð á umræddu tímabili tryggt sér dagpassa á vefsíðunni https://www.comune.venezia.it/cda og fengið sendan QR-kóða sem nota þarf á sjö stöðum víðsvegar um borgina, þ.á m. á sjálfri brautarstöðinni. Þau sem bóka gistingu á hóteli fá jafnframt sendan kóða til afnota og er hann innifalinn í gistináttagjaldinu sem innheimt er.

Feneyjar á góðum degi – MYND: ÓJ

Luigi Brugnaro, borgarstjóri í Feneyjum, hafnar því að fyrirhuguð gjaldtaka sé nýr ferðamannaskattur eða ný leið til að afla borginni tekna, heldur sé um að ræða nýstárlega tilraun til að reyna að stýra álagi af umferð um einn vinsælasta áfangastað heims. Með því að kefjast dagpassa á tilteknum álagsdögum felist hvatning til fólks að koma í heimsókn þegar færri eru á ferli. „Þetta er okkar viðleitni til að skapa lífvænlegri borg,“ sagði borgarstjóri Feneyja þegar hann kynnti áætlunina um dagpassann.

Hvað sem borgarstjóri segir, þá er þetta auðvitað gjaldtaka, aukakostnaður fyrir þá sem vilja kíkja á Feneyjar en hafa ekki tíma til að vera lengur, ekki áhuga eða efni á að gista í sjálfri borginni.

Feneyjar eru stórkostlegar – MYND: ÓJ

Heimsfaraldurinn lamaði ferðaþjónustuna í Feneyjum en íbúar notuðu tímann til að endurhugsa samband sitt við ferðafólk. Feneyingar vildu finna leiðir til að draga úr troðningstúrismanum og hemja flótta íbúa úr borginni.

Feneyjar lifa af túrisma – en hann er að ganga af borginni dauðri. Þetta er sannarlega mótsögn og ekki auðvelt að losna úr þeim viðjum.

Stoltir Feneyingar

Gondoliere – MYND: ÓJ

Feneyjar hafa einsett sér að fá ferðafólkið til að gista í borginni, dvelja þar lengur en eina dagstund, og verja þar meira fé. Borgarstjórinn óttast ekki að nýi dagpassinn dragi almennt úr sókn ferðamanna, heldur muni hann hjálpa til við að stýra umferðinni betur. Eflaust eigi einhverjir agnúar eftir að koma í ljós en þeir verði einfaldlega sniðnir af. Eftir miklar rannsóknir og samræður um árabil sé tími kominn til að grípa til aðgerða í Feneyjum.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …