Samfélagsmiðlar

Dýrara að bóka jólaferð til Tenerife í ár

Það verða ófáir Íslendingar sem munu fagna áramótum á Tenerife.

Þegar landamæri opnuðu á ný eftir Covid-faraldurinn streymdu Íslendingar til Tenerife í meira mæli en nokkru sinni áður. Eftirspurnin var það mikil að Icelandair og Play gátu rukkað meira fyrir flugið til spænsku eyjunnar en til annarra áfangastaða.

Seðlabankastjóri viðraði hins vegar áhyggjur sínar af tíðum ferðum landans í Tenerife í eitt þeirra skipta sem bankinn hækkaði vextina í tilraun sinni til draga úr neyslunni.

Síðan þá hafa vextirnar hækkað jafnt og þétt og nú eru færri Íslendingar á Tenerife. Peningurinn sem áður var nýttur í ferðalög fer núna í auknum mæli í afborganir og nauðsynjar.

Engu að síður stefnir í að nokkur þúsund Íslendingar muni verja hátíðunum á spænsku sólareyjunni. Það eru nefnilega í sölu 28 brottfarir héðan til Tenerife dagana 13. til 23. desember og í þeim eru sæti fyrir hátt í fimm þúsund manns. Framboðið var ögn meira á sama tíma þegar brottfarirnar voru 32.

Þá líkt og nú er Icelandair stórtækast með 17 brottfarir, Play er með 9 og ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Plúsferðir eru með tvær brottfarir dagana fyrir jól.

Eins og staðan er núna þá kostar töluvert meira að bóka flugmiða til Tenerife stuttu fyrir þessi jól en þau síðustu. Þeir sem geta lagt í hann fyrr fá aftur á mótina miðana á betri kjörum eins og sjá má könnunum Túrista sem gerðar voru 21. nóvember í fyrra og aftur í ár. Þar er aðeins horft til farmiðaverðs frá Íslandi til Tenerife en ekki heimferðarinnar, valkostirnir þar eru einfaldlega það margir.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …