Samfélagsmiðlar

Endurkoma serkjahveitis

Bókhveiti er meðal þeirra matvæla sem munu eiga sterka endurkomu og verða áberandi árið 2024. En hvers vegna ættum við að borða það í ríkari mæli?

Grænmetisréttur með góðum skammti af bókhveitikorni

Talið er að bókhveiti hafi borist til Evrópu með arabískum kaupmönnum á 15. öld og enn í dag gengur það undir heitinu „serkjahveiti“ í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni en Serkir eru fornt heiti yfir múslíma. Þrátt fyrir heitið er bókhveiti allskostar óskylt hveiti, enda er það glútenlaust, en það tilheyrir svokallaðri súruætt eins og rabarbari og njóli og er strangt til tekið fræ en ekki korn. Þannig hefur það ríkt næringargildi fræja en býr yfir sömu fjölbreytni í matargerð og korn.

Bókhveiti í blóma (fagopyrum esculentum) með eftirsótt fræin – MYND: Unsplash/Viktor Smoliak

Bókhveiti er einna helst ræktað á norðlægum slóðum en það er harðgerð jurt sem auðveldara hefur reynst að rækta heldur en aðrar korntegundir á borð við bygg og hveiti. Það er einnig algengt í austur-evrópskri og asískri matargerð og hefur á seinni árum notið aukinna vinsælda hjá þeim sem vilja glútenlaust fæði og næringarríkari vöru en hefðbundið korn. Það hefur því einnig átt upp á pallborðið hjá grænmetisætum, grænkerum og þeim sem vilja minnka neyslu dýraafurða, sem kann að skýra aukna eftirspurn eftir því undanfarin ár. Auk þess að vera ríkur trefja- og prótíngjafi er bókhveiti steinefnaríkt ásamt því að innihalda mikið af B-vítamíni og járni.

Bráðhollar bókhveitis-pönnukökur – MYND: Unsplash/Sophia Valkova

Af þessum ástæðum hafði bókhveiti áður skipað sér sess sem heilsuvara en á undanförnum árum hefur heilsufarslegur ávinningur af neyslu þess orðið til þess að æ fleiri kjósa að taka það inn í reglubundnar neysluvenjur sínar.

Bókhveiti má matreiða á ýmsa vegu en það hentar bæði til baksturs og matargerðar. Bókhveitigrautur er síst síðri en hinn klassíski hafragrautur en bókhveiti þarf að leggja í bleyti yfir nótt og elda á háum hita. Að sama skapi er það kjörið meðlæti með hvers konar mat, út í súpur eða salöt og í austur Evrópu má oft rekast á ristað bókhveiti, Kasha, í ýmsum útfærslum.  Soba-núðlur eru gerðar úr bókhveiti sem gerir þær mun næringarríkari en hefðbundið pasta eða núðlur úr algengari korntegundum. Það er því full ástæða til að gefa þessu undrafræi gaum á nýju ári. 

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …