Samfélagsmiðlar

Íslenskan aftur í forgang

„Komur" munu koma á undan "Arrivals" fyrr en síðar á þessu skilti til hægri.

Fyrir nærri 8 árum síðan voru sett upp ný upplýsingaskilti á Keflavíkurflugvelli þar sem enskur texti var á undan þeim íslenska, öfugt við það sem áður tíðkaðist. Ástæðan sem gefin var fyrir þessari stefnubreytingu var sú að um flugstöðina færu mun fleiri erlendir farþegar en íslenskir.

Þessi breyting var umdeild strax frá fyrsta degi og forstöðumaður fasteignasviðs Óslóarflugvallar hafði fullan skilning á því þegar Túristi ræddi við hann stuttu eftir að skiltunum var breytt.

„Leturgerðin sem notuð er á skiltunum gerir enskunni hærra undir höfði á kostnað íslenskunnar og það kemur mér ekki á óvart að umræða hafi skapast um þessa breytingu. Ég held að það myndi líka gerast hér í Noregi.“

Nú hafa stjórnendur Isavia ákveðið að breyta skiltunum á ný og á þeim verður íslenskan á undan öðrum tungumálum. Gert er ráð fyrir að ljúka vinnu við þessar breytingar fyrir lok næsta árs.

„Degi íslenskrar tungu er fagnað á Keflavíkurflugvelli með því að hleypa af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Það miðar að því að íslenskan verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. Stjórn Isavia hefur samhliða tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024,“ segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, stjórnarformanni Isavia, að nú fái íslenskan sinn rétta sess á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …