Samfélagsmiðlar

Kínverjar auka innflutning sinn

Það hefur hægt á efnahagshjólunum í Kína. En á sama tíma og útflutningur dróst saman í nýliðnum október þá jókst innflutningur.

Útflutningstölur frá Kína lækka frá einum mánuði til annars. Í október dróst útflutningur frá þessu næst stærsta efnahagsveldi heimsins saman um 6,4 prósent og endurspeglar það minni eftirspurn eftir varningi í aðdraganda jólavertíðar í viðskiptum.

Í sama mánuði jókst hinsvegar innflutningur Kínverja óvænt um 3 prósent eftir samdrátt í 11 mánuði á undan. Líkleg skýring er uppsöfnuð þörf á endurnýjun birgða í einhverjum greinum kínversks atvinnulífs. Kínverjar fluttu inn 13,5 prósentum meira af hráolíu í október en í sama mánuði í fyrra og innflutningur á sojabaunum jókst um 25 prósent.

Útflutningur Kínverja til mikilvægra viðskiptaþjóða í Suðaustur-Asíu dróst saman um rúm 15 prósent. Annað var upp á teningnum í viðskiptum Kína og Ástralíu. Útflutningur Kínverja til Ástralíu jókst um tæp 6 prósent. Kínverjar hafa létt takmörkunum á innflutningi á víni og byggi frá Ástralíu og hefur það vegið nokkuð þungt í því að innflutningur þeirra þaðan jókst um 12 prósent í október. 

Þó að margháttaðar aðgerðir stjórnvalda til að örva efnahagslífið hafa skilað árangri er áfram búist við samdrætti eða hægum bata í Kína. Húsnæðiskreppan vegna oframboðs íbúða og meðfylgjandi skuldamála verktaka er þungur baggi á efnahagslífinu og ekki bætir úr skák að hægt hefur umtalsvert á eftirspurn í heiminum og sér ekki fyrir endann á því ástandi. 

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …