Samfélagsmiðlar

Merkilegustu mataruppgötvanir ársins

TIME tímaritið birti nýverið lista yfir bestu uppgötvanir í matvælageira Bandaríkjanna árið 2023. Á lokalistanum má finna það sem þótti markverðast af yfir 200 nýjungum sem mælt var fyrir og höfðu komið fram á árinu.

Sósubylting

Úttekt TIME horfir ekki aðeins til nýrra matartegunda heldur einnig tækjabúnaðar og vinnsluaðferða sem lofa góðu. Hér er stiklað á stóru yfir skemmtilegar, spennandi og líklega nokkuð gagnlegar nýjungar.

Sykurskrautpenninn

Hér er á ferð 3D tækni sem, ekki ósvipað hefðbundnum 3D penna, gerir notandanum kleift að teikna upp form og fígúrur úr sykurlegi sem harðnar. Penninn notar bæði hefðbundinn sykur en einnig er notast við sykurlíkið isomalt.

Kjúklingakjöt án kvala
Árið 2020 kynnti sprotafyrirtækið GOOD Meat kjúklingakjöt þar sem lifandi kjúklingar komu hvergi við sögu en kjötbitarnir voru ræktaðir á rannsóknarstofu. Fljótlega fylgdi bandaríska fyrirtækið Upside Foods með álíka vöru og í sumar fengu bæði fyrirtæki söluleyfi á rannsóknarstofukjúklingakjöti sem framleitt er í Bandaríkjunum.

Salatið blandað samkvæmt stafrænni pöntun – MYND: Sweetgreen

Sweetgreen eldhúsið
Salatkeðjan Sweetgreen kynnti til sögunnar Infinitive Kitchen-tæknibúnað á árinu sem er fær um að setja saman 500 vinsælustu salöt keðjunnar á innan við klukkustund. Búnaðurinn afkastar þannig yfir tvöfalt meira en mennskur starfskraftur. Viðskiptavinir senda inn rafræna pöntun sem fer inn á framleiðslulínu sem raðar öllum réttu hráefnunum í réttinn. Sweetgreen stefnir að því innleiða tæknina á alla staði keðjunnar á komandi árum.

Sannsögult avókadó
Flestir kannast við að festa kaup á og/eða ætla sér að borða avókadó sem er ýmist of- eða vanþroskað. LUNA avókadó afbrigðið er árangur áratuga ræktunarverkefnis og þróunar við University of California en þeirri tegund svipar mjög til bragðsins af Hass-avókadóinu sem flestir þekkja. LUNA avókadóið verður hins vegar auðþekkjanlegt þegar það er orðið þroskað en þá verður hýðið svart, sem einfaldar til muna þá ákvörðun hvort tímabært sé að borða það.

Ofurvélin – MYND: Spinn

Kaffivél með ofurkrafta
Spinn Pro kaffivélin er fullkomlega sjálfvirk og fær um að búa til kaffibolla nákvæmlega eftir pöntun og smekk hvers og eins. Spinn er virkjuð og stillt í gegnum app svo það hefur aldrei verið einfaldara að búa til morgunbollann á meðan maður er ennþá uppi í rúmi. 

Grilluð, stökk og brakandi ostasamloka úr örbylgjuofni – MYND: Heinz

Samloku- og sósubylting frá Heinz
Fyrr á árinu kynnti Kraft Heinz Lunchables vörulínan til sögunnar samloku sem hægt er að grilla í örbylgjuofninum. Þau sem óttast fátt meira en blautar samlokur geta því tekið gleði sína því hér er samlokunni pakkað í pappaumbúðir sem eru búnar sérstöðum viðtaka sem dreifir hitanum jafnt þegar samlokan er hituð. Þannig verður hún stökk og brakandi eins og beint úr grillinu. Heinz kynnti einnig stafræna sósuvél sem gerir notendum kleift að útbúa 200 mismunandi gerðir af sósum út frá grunnsósum á borð við tómatsósu, bbq-sósu og hefðbundnar majónessósur. Sósuvélarnar verða fyrst um sinn staðsettar á völdum veitingastöðum, íþróttaleikvöngum og kvikmyndahúsum og eru auk þess forritaðar til að safna upplýsingum um það sem notendur kjósa helst, sem mun skipta sköpum fyrir komandi framleiðslu og þróun Heinz á þessu sviði.  

Sæti bróðirinn – MYND: Row 7
Sætur blaðlauksbróðir
Ræktunarfyrirtækið Row 7 hefur þróað grænmetistegund, sweet garleek, sem svipar vissulega til vorlauks með hvítan stilk og græn blöð, en grænmetið er í rauninni ný tegund. Hér er kominn blendingslaukur þróaður úr hvítlauk og blaðlauk sem er útkoman úr tíu ára þróunar- og tilraunavinnu. Bragðið er í sætari kantinum líkt og af blaðlauk en hefur um leið ákveðinn keim af hvítlauk sem býður upp á ótal möguleika við eldamennskuna. 

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …