Samfélagsmiðlar

Merkilegustu mataruppgötvanir ársins

TIME tímaritið birti nýverið lista yfir bestu uppgötvanir í matvælageira Bandaríkjanna árið 2023. Á lokalistanum má finna það sem þótti markverðast af yfir 200 nýjungum sem mælt var fyrir og höfðu komið fram á árinu.

Sósubylting

Úttekt TIME horfir ekki aðeins til nýrra matartegunda heldur einnig tækjabúnaðar og vinnsluaðferða sem lofa góðu. Hér er stiklað á stóru yfir skemmtilegar, spennandi og líklega nokkuð gagnlegar nýjungar.

Sykurskrautpenninn

Hér er á ferð 3D tækni sem, ekki ósvipað hefðbundnum 3D penna, gerir notandanum kleift að teikna upp form og fígúrur úr sykurlegi sem harðnar. Penninn notar bæði hefðbundinn sykur en einnig er notast við sykurlíkið isomalt.

Kjúklingakjöt án kvala
Árið 2020 kynnti sprotafyrirtækið GOOD Meat kjúklingakjöt þar sem lifandi kjúklingar komu hvergi við sögu en kjötbitarnir voru ræktaðir á rannsóknarstofu. Fljótlega fylgdi bandaríska fyrirtækið Upside Foods með álíka vöru og í sumar fengu bæði fyrirtæki söluleyfi á rannsóknarstofukjúklingakjöti sem framleitt er í Bandaríkjunum.

Salatið blandað samkvæmt stafrænni pöntun – MYND: Sweetgreen

Sweetgreen eldhúsið
Salatkeðjan Sweetgreen kynnti til sögunnar Infinitive Kitchen-tæknibúnað á árinu sem er fær um að setja saman 500 vinsælustu salöt keðjunnar á innan við klukkustund. Búnaðurinn afkastar þannig yfir tvöfalt meira en mennskur starfskraftur. Viðskiptavinir senda inn rafræna pöntun sem fer inn á framleiðslulínu sem raðar öllum réttu hráefnunum í réttinn. Sweetgreen stefnir að því innleiða tæknina á alla staði keðjunnar á komandi árum.

Sannsögult avókadó
Flestir kannast við að festa kaup á og/eða ætla sér að borða avókadó sem er ýmist of- eða vanþroskað. LUNA avókadó afbrigðið er árangur áratuga ræktunarverkefnis og þróunar við University of California en þeirri tegund svipar mjög til bragðsins af Hass-avókadóinu sem flestir þekkja. LUNA avókadóið verður hins vegar auðþekkjanlegt þegar það er orðið þroskað en þá verður hýðið svart, sem einfaldar til muna þá ákvörðun hvort tímabært sé að borða það.

Ofurvélin – MYND: Spinn

Kaffivél með ofurkrafta
Spinn Pro kaffivélin er fullkomlega sjálfvirk og fær um að búa til kaffibolla nákvæmlega eftir pöntun og smekk hvers og eins. Spinn er virkjuð og stillt í gegnum app svo það hefur aldrei verið einfaldara að búa til morgunbollann á meðan maður er ennþá uppi í rúmi. 

Grilluð, stökk og brakandi ostasamloka úr örbylgjuofni – MYND: Heinz

Samloku- og sósubylting frá Heinz
Fyrr á árinu kynnti Kraft Heinz Lunchables vörulínan til sögunnar samloku sem hægt er að grilla í örbylgjuofninum. Þau sem óttast fátt meira en blautar samlokur geta því tekið gleði sína því hér er samlokunni pakkað í pappaumbúðir sem eru búnar sérstöðum viðtaka sem dreifir hitanum jafnt þegar samlokan er hituð. Þannig verður hún stökk og brakandi eins og beint úr grillinu. Heinz kynnti einnig stafræna sósuvél sem gerir notendum kleift að útbúa 200 mismunandi gerðir af sósum út frá grunnsósum á borð við tómatsósu, bbq-sósu og hefðbundnar majónessósur. Sósuvélarnar verða fyrst um sinn staðsettar á völdum veitingastöðum, íþróttaleikvöngum og kvikmyndahúsum og eru auk þess forritaðar til að safna upplýsingum um það sem notendur kjósa helst, sem mun skipta sköpum fyrir komandi framleiðslu og þróun Heinz á þessu sviði.  

Sæti bróðirinn – MYND: Row 7
Sætur blaðlauksbróðir
Ræktunarfyrirtækið Row 7 hefur þróað grænmetistegund, sweet garleek, sem svipar vissulega til vorlauks með hvítan stilk og græn blöð, en grænmetið er í rauninni ný tegund. Hér er kominn blendingslaukur þróaður úr hvítlauk og blaðlauk sem er útkoman úr tíu ára þróunar- og tilraunavinnu. Bragðið er í sætari kantinum líkt og af blaðlauk en hefur um leið ákveðinn keim af hvítlauk sem býður upp á ótal möguleika við eldamennskuna. 

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …