Samfélagsmiðlar

Milljón bílar

Breskir bílaframleiðendur gera ráð fyrir að smíða eina milljón bíla á þessu ári - töluvert fleiri en spáð hafði verið en færri en fyrir heimsfaraldur. Ríkisstjórnin hefur varið háum fjárhæðum í styrki til að örva framleiðsluna og afkastamiklir framleiðendur fjárfest mikið í nýjum verksmiðjum.

Mini-bílasmiðjurnar í Oxford

Samtök breskra bílaframleiðenda höfðu búist við að smíða 860 þúsund bíla á árinu en hafa spítt í lófana og horfur eru á að um ein milljón renni út af færiböndunum á árinu. Framleiðsla þessa árs verður 18 prósentum meiri en 2022, sem var lakasta framleiðsluár í breskum bílaiðnaði síðan 1956, en töluvert vantar upp á að ná sömu afköstum og fyrir heimsfaraldur, þegar smíðaðir voru 1,5 milljónir bíla á ári.

Úrlausn vandkvæða í aðfangakeðjum og hröð umskipti yfir í framleiðslu rafbíla hafa komið breskum bílaiðnaði til góða. Það gekk sérstaklega vel í nýliðnum októbermánuði þegar framleiðslan var nærri 32 prósent meiri en í sama mánuði í fyrra.

Þessi bati í breska bílaiðnaðinum hefur ekki komið af sjálfu sér. Ríkið ákvað að verja 2 milljörðum punda í að hraða umskiptum yfir í framleiðslu rafbíla. Þá tilkynnti japanski bílaframleiðandinn Nissan nýlega að hann ætli að verja samsvarandi upphæð í að framleiða tvær rafútgáfur bíla sinna í Bretlandi og byggja nýja rafhlöðuverksmiðju í landinu með þátttöku fleiri fjárfesta. Þá ætla indversku Tata-bílasmiðjurnar að reisa fyrstu stórverksmiðju sína utan heimalandsins í Bretlandi og verja í það verkefni um 4 milljörðum punda.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …