Samfélagsmiðlar

Nærri 32 þúsund flóttamenn hafa komið á land á Kanaríeyjum á árinu

Yfirvöld á Spáni hafa greint frá því að metfjöldi flóttamanna frá Afríku hafi náð landi á Kanaríeyjum á þessu ári á lélegum farkostum, eða nærri 32 þúsund manns.

Strönd á Kanaríeyjum

Árið 2016 var slegið met í komum flóttamanna frá Afríku til Kanaríeyja. Þá náðu 31.678 manns þar landi á margskonar bátskriflum og illa búnum fleyjum. Það sem af er þessu ári hefur 31.933 þegar tekist að fara frá meginlandi Afríkiu yfir til þessara eftirlætisslóða íslenskra ferðamanna – Kanaríeyja. 

Frá Tenerife – MYND: Maria Bobrova / Unsplash

Um helgina var yfir 700 bjargað undan strönd El Hierro, smáeyjar á vestanverðum klasanum. Fólkið kom í fjórum bátum. Tveir voru látnir þegar björgunarlið kom að og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Börn voru meðal þeirra sem komu með bátunum. 

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa óskað eftir meiri aðstoð frá stjórnvöldum í Madríd og Evrópusambandinu til að geta tekist á við þessa neyð sem fylgir vaxandi straumi flóttafólks frá Senegal og öðrum löndum á vesturströnd Afríku. Leiðin yfir til Kanaríeyja er um 160 kílómetra löng og veðuraðstæður síðustu mánuði hafa gert það að verkum að fleiri en vanalega hafa freistað gæfunnar og haldið út á opið hafið. 

Spænska ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt að brugðist verði við þessum aukna straumi að undanförnu með því að reisa fleiri neyðarskýli og koma flóttafólki líka fyrir á hótelum og gistihúsum á Kanaríeyjum.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru mikilvæg tekjulind fjölmiðla allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 starfar samkvæmt íslenskum …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …