Samfélagsmiðlar

Pink Iceland hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar öðru sinni

Pink Iceland er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2023. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Afmælisráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.

Guðni Th. Jóhanneson, forseti Íslands, og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, ásamt eigendum Pink Iceland, Birnu Hrönn Björnsdóttur, Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Hannesi Sasi Pálssyni.

Það var samhljóða niðurstaða dómnefndar að Pink Iceland hlyti Nýsköpunarverðlaunin árið 2023, þegar Samtök ferðaþjónustunnar fagna 25 ára starfsafmæli sínu. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn sem Pink Iceland hlýtur þessi verðlaun fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf. Fyrra skiptið var árið 2012. Síðan þá hefur þetta nýstárlega fyrirtæki dafnað vel.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti rökstuðning dómnefndar en þar segir m.a.:

„Þrátt fyrir að Covid 19 hafi kippt undan félaginu rekstrargrundvellinum hefur stjórnendum og starfsmönnum tekist að skapa arðsamt vaxtarfyrirtæki á ný. Frumkvöðlateymið: Eva María, Birna og Hannes, hafa sagt að þetta tímabil hafi verið líkast því að setja á laggirnar nýtt sprotafyrirtæki.“ 

Pink Iceland sérhæfði sig í upphafi í að skipuleggja og halda brúðkaup fyrir hinsegin fólk og skapa einstaka og óvenulega upplifun. Orðspor fyrirtækisins fór víða og nú eru brúðkaup gagnkynhneigðra orðin veigamikill hluti af þjónustu þess.

Eva María Þórarinsdóttir Lange, einn stofnenda Pink Iceland, lýsti hugmyndinni sem lá að baki í viðtali við Túrista snemma á þessu ári:

„Þetta snýst um þörf fólks um að tilheyra hópi. Okkar fólk hefur þurft að takast á við og berjast gegn fordómum frá því í æsku. Þegar þú ferðast viltu vera frjáls og þurfa ekki að réttlæta tilveru þína í hvert einasta sinn sem þú tékkar þig inn á hótel. Ég og konan mín vorum í Egyptalandi og það varð uppnám þegar við báðum um herbergi með einu rúmi. Við vorum að brjóta lög í landi þar sem samkynhneigð er ólögleg. 

Eva María og Birna gera brúðir klárar fyrir athöfn – MYND: Pink Iceland

Við hjá Pink Iceland höfum skapað þjónustuviðmót, tryggjum að gestum líði vel, þeir fái 100 prósent að vera þeir sjálfir. Um leið erum við að fræða atvinnugreinina, benda á að það þurfi að taka tillit til þessara atriða. Þetta snýst um að taka tillit til fólks óháð kyni, kynhneigð, húðlit eða trú. Þetta snýst líka um sjálfbærni – að vera í sátt við sitt umhverfi, taka tillit til annars fólks. Allt rímar þetta við okkar eigin lífsmottó. Þegar við ráðum leiðsögufólk er ekki aðalatriðið að viðkomandi kunni nöfn á mörgum fjöllum eða hafi ártölin á hreinu. Þetta snýst um tilfinninganæmni, hvernig þú greinir aðstæður, hvernig þú skynjar gestahópinn.”

Í rökstuðningi dómnefndarinnar um viðurkenninguna til Pink Iceland segir:

„Pink Iceland hefur búið til nýjan markað með nýsköpun í þjónustu og upplifun sem hefur haft margföldunaráhrif út í hagkerfið. Á meðan flest okkar teljum okkur nokkuð góð að hafa skipulagt eitt slysalaust brúðkaup þá hefur Pink Iceland skipulagt fleiri en þúsund brúðkaup á Íslandi. Hvert og eitt þeirra er einstök upplifun.“

Forseti Íslands las þessi orð og uppskar hlátur í salnum á Hilton Nordica þegar hann bætti því við frá eigin brjósti að bæði hans eigin brúðkaup hefðu tekist frábærlega!

Dómnefndin minnti á að Pink Iceland hefði fyrst fengið Nýsköpunarverðlaunin 2012 – og lauk rökstuðningi sínum með þessum orðum:

„Með því að finna sig upp á nýtt og skapa landi og þjóð mikil verðmæti á félagið ekkert minna skilið en að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar aftur rétt rúmum tíu árum síðar. Ef næstu tíu ár verða eitthvað líkingu við þá nýsköpun sem hefur orðið til hjá félaginu á síðustu tíu árum horfir íslensk ferðaþjónusta fram á glæsta framtíð.“

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …