Samfélagsmiðlar

Samskipti Grikkja og Breta í hnút vegna deilu um stolnar höggmyndir úr Meyjarhofinu

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, átti í dag bókaðan fund með breskum starfsfélaga sínum, Rishi Sunak. Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast frestaði Sunak fundinum. Mitsotakis segir ástæðuna vera deila ríkjanna um skil á stolnum höggmyndum.

Á Akrópólishæð. Meyjarhofið í baksýn.

Á árunum 1801-1810 lét sendiherra Breta í Ottómanaveldinu, Thomas Bruce, jarlinn af Elgin og Kincardine, fjarlægja lágmyndir og styttur úr Meyjarhofinu, Erecþeion, hofi Aþenu Nike og Propylaia á Akrópólishæð í Aþenu og flytja til Bretlands. Þessi verk eru flest frá fimmtu öld fyrir Krist og gerð undir handleiðslu Phidiasar, arkitekts og myndhöggvara.

Þessir ómetanlegu fornmunir sem Bretar fjarlægðu eru nú geymdir á British Museum. Grikkir hafa ítrekað farið fram á að þessum stolnu gripum verði skilað aftur til síns heima og þeir hafðir til sýnis á hinu glæsilega Akrópólis-safni. Bretar hafa neitað því að sendiherra þeirra hafi stolið þessum 2.500 ára gömlu myndverkum á sínum tíma og ekki enn fallist á full skil á þeim til Grikkja. Hinsvegar hafa grísk yfirvöld átt í viðræðum við yfirvöld á British Museum um að lána hluta verkanna, sem þau þó telja réttmæta þjóðareign Grikkja. Nú virðist snurða hlaupin á þráðinn. Tveggja alda löng deila Grikkja og Breta vegna forngripanna hefur leitt til alvarlegs díplómatísks ágreinings.

Á Akrópólissafninu í Aþenu – MYND: ÓJ

Þegar Kyriakos Mitsotakis var að undirbúa sig fund með Rishi Sunak í morgun barst tilkynning um að ekki yrði af honum. Gríski forsætisráðherrann lýsti sárum vonbrigðum í yfirlýsingu sem hann gaf út:

„Ég lýsi óánægju minni með að breski forsætisráðherrann aflýsi fundi okkar aðeins fáeinum stundum áður en hann átti að fara fram. Afstaða Grikklands gagnvart lágmyndum úr Meyjarhofinu er öllum kunnug. Ég hafði vonast til að geta rætt þær á fundi með breskum starfsfélaga mínum. Enginn sem treystir því að hann hafi góðan og réttmætan málstað óttast að mæta til rökræðna.“ Þessi orð eru hárbeitt ádeila á Rishi Sunak. Gríski forsætisráðherrann sakar hann um að hafa vondan málstað að verja og þess vegna þori hann ekki að mæta til fundar við sig.

Í viðtali við BBC á sunnudag gagnrýndi Mitsotakis hægagang í viðræðum um hugsanleg skil á forngripum til Aþenu. Hann líkti veru höggmyndanna í British Museum við það að málverkið af Mónu Lísu væri klippt í tvennt. Málið snérist ekki um eignarhald heldur sameiningu.

Túristar við Erekþeion-hofið á Akrópólis – MYND: ÓJ

Ónefndur breskur embættismaður staðfesti við Reuters-fréttastofuna að ekki væri talið við hæfi að láta forsætisráðherra landanna hittast á meðan deilan um forngripina hefði ekki verið leidd til lykta. Áður hafði talsmaður Rishi Sunak sagt að engar áætlanir væru um að skila þeim til Grikklands.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …