Samfélagsmiðlar

Samskipti Grikkja og Breta í hnút vegna deilu um stolnar höggmyndir úr Meyjarhofinu

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, átti í dag bókaðan fund með breskum starfsfélaga sínum, Rishi Sunak. Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast frestaði Sunak fundinum. Mitsotakis segir ástæðuna vera deila ríkjanna um skil á stolnum höggmyndum.

Á Akrópólishæð. Meyjarhofið í baksýn.

Á árunum 1801-1810 lét sendiherra Breta í Ottómanaveldinu, Thomas Bruce, jarlinn af Elgin og Kincardine, fjarlægja lágmyndir og styttur úr Meyjarhofinu, Erecþeion, hofi Aþenu Nike og Propylaia á Akrópólishæð í Aþenu og flytja til Bretlands. Þessi verk eru flest frá fimmtu öld fyrir Krist og gerð undir handleiðslu Phidiasar, arkitekts og myndhöggvara.

Þessir ómetanlegu fornmunir sem Bretar fjarlægðu eru nú geymdir á British Museum. Grikkir hafa ítrekað farið fram á að þessum stolnu gripum verði skilað aftur til síns heima og þeir hafðir til sýnis á hinu glæsilega Akrópólis-safni. Bretar hafa neitað því að sendiherra þeirra hafi stolið þessum 2.500 ára gömlu myndverkum á sínum tíma og ekki enn fallist á full skil á þeim til Grikkja. Hinsvegar hafa grísk yfirvöld átt í viðræðum við yfirvöld á British Museum um að lána hluta verkanna, sem þau þó telja réttmæta þjóðareign Grikkja. Nú virðist snurða hlaupin á þráðinn. Tveggja alda löng deila Grikkja og Breta vegna forngripanna hefur leitt til alvarlegs díplómatísks ágreinings.

Á Akrópólissafninu í Aþenu – MYND: ÓJ

Þegar Kyriakos Mitsotakis var að undirbúa sig fund með Rishi Sunak í morgun barst tilkynning um að ekki yrði af honum. Gríski forsætisráðherrann lýsti sárum vonbrigðum í yfirlýsingu sem hann gaf út:

„Ég lýsi óánægju minni með að breski forsætisráðherrann aflýsi fundi okkar aðeins fáeinum stundum áður en hann átti að fara fram. Afstaða Grikklands gagnvart lágmyndum úr Meyjarhofinu er öllum kunnug. Ég hafði vonast til að geta rætt þær á fundi með breskum starfsfélaga mínum. Enginn sem treystir því að hann hafi góðan og réttmætan málstað óttast að mæta til rökræðna.“ Þessi orð eru hárbeitt ádeila á Rishi Sunak. Gríski forsætisráðherrann sakar hann um að hafa vondan málstað að verja og þess vegna þori hann ekki að mæta til fundar við sig.

Í viðtali við BBC á sunnudag gagnrýndi Mitsotakis hægagang í viðræðum um hugsanleg skil á forngripum til Aþenu. Hann líkti veru höggmyndanna í British Museum við það að málverkið af Mónu Lísu væri klippt í tvennt. Málið snérist ekki um eignarhald heldur sameiningu.

Túristar við Erekþeion-hofið á Akrópólis – MYND: ÓJ

Ónefndur breskur embættismaður staðfesti við Reuters-fréttastofuna að ekki væri talið við hæfi að láta forsætisráðherra landanna hittast á meðan deilan um forngripina hefði ekki verið leidd til lykta. Áður hafði talsmaður Rishi Sunak sagt að engar áætlanir væru um að skila þeim til Grikklands.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …