Samfélagsmiðlar

Samskipti Grikkja og Breta í hnút vegna deilu um stolnar höggmyndir úr Meyjarhofinu

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, átti í dag bókaðan fund með breskum starfsfélaga sínum, Rishi Sunak. Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast frestaði Sunak fundinum. Mitsotakis segir ástæðuna vera deila ríkjanna um skil á stolnum höggmyndum.

Á Akrópólishæð. Meyjarhofið í baksýn.

Á árunum 1801-1810 lét sendiherra Breta í Ottómanaveldinu, Thomas Bruce, jarlinn af Elgin og Kincardine, fjarlægja lágmyndir og styttur úr Meyjarhofinu, Erecþeion, hofi Aþenu Nike og Propylaia á Akrópólishæð í Aþenu og flytja til Bretlands. Þessi verk eru flest frá fimmtu öld fyrir Krist og gerð undir handleiðslu Phidiasar, arkitekts og myndhöggvara.

Þessir ómetanlegu fornmunir sem Bretar fjarlægðu eru nú geymdir á British Museum. Grikkir hafa ítrekað farið fram á að þessum stolnu gripum verði skilað aftur til síns heima og þeir hafðir til sýnis á hinu glæsilega Akrópólis-safni. Bretar hafa neitað því að sendiherra þeirra hafi stolið þessum 2.500 ára gömlu myndverkum á sínum tíma og ekki enn fallist á full skil á þeim til Grikkja. Hinsvegar hafa grísk yfirvöld átt í viðræðum við yfirvöld á British Museum um að lána hluta verkanna, sem þau þó telja réttmæta þjóðareign Grikkja. Nú virðist snurða hlaupin á þráðinn. Tveggja alda löng deila Grikkja og Breta vegna forngripanna hefur leitt til alvarlegs díplómatísks ágreinings.

Á Akrópólissafninu í Aþenu – MYND: ÓJ

Þegar Kyriakos Mitsotakis var að undirbúa sig fund með Rishi Sunak í morgun barst tilkynning um að ekki yrði af honum. Gríski forsætisráðherrann lýsti sárum vonbrigðum í yfirlýsingu sem hann gaf út:

„Ég lýsi óánægju minni með að breski forsætisráðherrann aflýsi fundi okkar aðeins fáeinum stundum áður en hann átti að fara fram. Afstaða Grikklands gagnvart lágmyndum úr Meyjarhofinu er öllum kunnug. Ég hafði vonast til að geta rætt þær á fundi með breskum starfsfélaga mínum. Enginn sem treystir því að hann hafi góðan og réttmætan málstað óttast að mæta til rökræðna.“ Þessi orð eru hárbeitt ádeila á Rishi Sunak. Gríski forsætisráðherrann sakar hann um að hafa vondan málstað að verja og þess vegna þori hann ekki að mæta til fundar við sig.

Í viðtali við BBC á sunnudag gagnrýndi Mitsotakis hægagang í viðræðum um hugsanleg skil á forngripum til Aþenu. Hann líkti veru höggmyndanna í British Museum við það að málverkið af Mónu Lísu væri klippt í tvennt. Málið snérist ekki um eignarhald heldur sameiningu.

Túristar við Erekþeion-hofið á Akrópólis – MYND: ÓJ

Ónefndur breskur embættismaður staðfesti við Reuters-fréttastofuna að ekki væri talið við hæfi að láta forsætisráðherra landanna hittast á meðan deilan um forngripina hefði ekki verið leidd til lykta. Áður hafði talsmaður Rishi Sunak sagt að engar áætlanir væru um að skila þeim til Grikklands.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …