Samfélagsmiðlar

Svo miklu meira en bara sardínur

Eitt af því sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér vestanhafs var gríðarlega aukin spurn eftir niðursoðnu sjávarfangi. Góður prótíngjafi, ódýr og með langt geymsluþol, komst í tísku á krefjandi tímum.

Portúgalir vilja fá fólk úr öllum árgöngum til að borða sardínur úr dós.

Vinsældirnar niðursoðna fisksins dvínuðu síst eftir að heimsfaraldrinum lauk og má segja að fólk hafi verið komið á bragðið. Tik Tok-stjörnur tóku ástfóstri við litríkar og fallega hannaðar niðursuðudósir og mörg póstuðu innslögum með einföldum uppskriftum þar sem sjávarfang úr dós lyfti einfaldri máltíð upp á æðra plan. Vídeó um allt sem viðkemur fiski úr dós, allt frá uppskrift að því hvernig hægt er að þrífa dósina svo hægt sé að nota hana undir annað, er með yfir 30 milljón áhorfa á Tik Tok.

Dósafiskur dásamaður – Mynd: Tik Tok

Sardínur svamlandi í sítrónulegi, makríll í karrý og grillaður kolkrabbi eru dæmi um niðursoðið fiskmeti sem hægt er að nálgast nokkuð auðveldlega á meginlandi Evrópu. Sjálf þekkjum við flest hinar klassísku sardínur, túnfisk og makríl í dós, nokkuð sem þykir þó til hversdagslegri og líklega ekki sérstaklega fínni matvæla.

Túnfiskur í dósum frá Frinsa í Baskalandi – MYND: Frinsa

Serrats á Spáni hefur framleitt niðursuðuvörur frá 1890 – ekki bara sardínur – MYND: Heimasíða Serrats

The New York Times greindi frá því að sífellt fleiri barir þar í borg bjóði nú upp á fiskmeti beint úr dósinni með snarldiskum og hægt er að skrá sig í klúbba sem senda nýja dós af gæða sjávarfangi í olíu, sósu eða kryddblöndu beint heim í hverjum mánuði. „Fólk kann að meta bragðið, gæðin og þá staðreynd að þetta er pínulítið öðruvísi,“ segir Anastasia Pontacoloni stofnandi Tinned Fish Club. Árgjaldið er 30 dollarar eða rétt rúmlega 4.200 krónur.

Sælkerasending frá klúbbnum – MYND Tinned Fish Club / Instagram

Hönnun og útlit dósanna er einnig farið að gefa ákveðna sérstöðu til kynna, ekki ósvipað óvenjulegum bjórtegundum, svo dósir með niðursoðnum fiski hafa tekið sér stöðu í flokki minjagripa þar sem þær eru bæði ódýrari og taka minna pláss í ferðatöskunni en vínflöskur. Á Kastrup-flugvelli er til að mynda stærðarinnar stafli af niðursoðnu sjávarfangi frá þarlendu fyrirtæki, Fangst, þar sem meðal annars má fá lax, krækling, silung og síld og gjafapakka með sýnishorni af hverju fyrir sig.

Fjölbreytt og freistandi sjávarfang úr dós – MYND: Fangst ApS / Instagram

Nýtt efni

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …