Samfélagsmiðlar

Svo miklu meira en bara sardínur

Eitt af því sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér vestanhafs var gríðarlega aukin spurn eftir niðursoðnu sjávarfangi. Góður prótíngjafi, ódýr og með langt geymsluþol, komst í tísku á krefjandi tímum.

Portúgalir vilja fá fólk úr öllum árgöngum til að borða sardínur úr dós.

Vinsældirnar niðursoðna fisksins dvínuðu síst eftir að heimsfaraldrinum lauk og má segja að fólk hafi verið komið á bragðið. Tik Tok-stjörnur tóku ástfóstri við litríkar og fallega hannaðar niðursuðudósir og mörg póstuðu innslögum með einföldum uppskriftum þar sem sjávarfang úr dós lyfti einfaldri máltíð upp á æðra plan. Vídeó um allt sem viðkemur fiski úr dós, allt frá uppskrift að því hvernig hægt er að þrífa dósina svo hægt sé að nota hana undir annað, er með yfir 30 milljón áhorfa á Tik Tok.

Dósafiskur dásamaður – Mynd: Tik Tok

Sardínur svamlandi í sítrónulegi, makríll í karrý og grillaður kolkrabbi eru dæmi um niðursoðið fiskmeti sem hægt er að nálgast nokkuð auðveldlega á meginlandi Evrópu. Sjálf þekkjum við flest hinar klassísku sardínur, túnfisk og makríl í dós, nokkuð sem þykir þó til hversdagslegri og líklega ekki sérstaklega fínni matvæla.

Túnfiskur í dósum frá Frinsa í Baskalandi – MYND: Frinsa

Serrats á Spáni hefur framleitt niðursuðuvörur frá 1890 – ekki bara sardínur – MYND: Heimasíða Serrats

The New York Times greindi frá því að sífellt fleiri barir þar í borg bjóði nú upp á fiskmeti beint úr dósinni með snarldiskum og hægt er að skrá sig í klúbba sem senda nýja dós af gæða sjávarfangi í olíu, sósu eða kryddblöndu beint heim í hverjum mánuði. „Fólk kann að meta bragðið, gæðin og þá staðreynd að þetta er pínulítið öðruvísi,“ segir Anastasia Pontacoloni stofnandi Tinned Fish Club. Árgjaldið er 30 dollarar eða rétt rúmlega 4.200 krónur.

Sælkerasending frá klúbbnum – MYND Tinned Fish Club / Instagram

Hönnun og útlit dósanna er einnig farið að gefa ákveðna sérstöðu til kynna, ekki ósvipað óvenjulegum bjórtegundum, svo dósir með niðursoðnum fiski hafa tekið sér stöðu í flokki minjagripa þar sem þær eru bæði ódýrari og taka minna pláss í ferðatöskunni en vínflöskur. Á Kastrup-flugvelli er til að mynda stærðarinnar stafli af niðursoðnu sjávarfangi frá þarlendu fyrirtæki, Fangst, þar sem meðal annars má fá lax, krækling, silung og síld og gjafapakka með sýnishorni af hverju fyrir sig.

Fjölbreytt og freistandi sjávarfang úr dós – MYND: Fangst ApS / Instagram

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …