Samfélagsmiðlar

Að lengja líf sitt um 23 mánuði

„Einbeitingarhæfni batnar, ímyndunarafl styrkist og það sem mörgum þykir það allra besta: Hinn lesandi maður lengir líf sitt um 23 mánuði að meðaltali," segir Snæbjörn Arngrímsson í þessari grein um mikilvægi lesturs. Hann varar við upphrópunum um að börn lesi ekki. Þær gagnist ekki.

Móðir les fyrir börn - MYND: Unsplash/Andrej Lisakov

Það eru gerðar þúsund rannsóknir og aðrar þúsund rannsóknir og niðurstaðan er alltaf sú sama: Drengir, og karlmenn almennt, eru að dragast aftur úr úr kvenkyninu á flestum sviðum samfélagsins. Sérstaklega þegar kemur að árangri í skóla, menntun, lestri bóka og þátttöku í menningarlífi. Um 25 prósent karla opna aldrei bók, hvorki fagbók né fagurbókmenntir, og meira en 60% karla opna bók sjaldnar en einu sinni í mánuði. Konur standa á bak við 70% af útlánum bókasafna.

Samkvæmt nýjustu PISA-rannsókn er lesskilningur drengja svo hrikalega lélegur að þeir eiga í hinum mestu vandræðum með að skilja einfalda texta. Hin lesandi stétt er samkvæmt nýjustu menningarrannsóknum samansett af hvítum, vel menntuðum konum.

Samkvæmt vísindamönnum eru ótal góðar ástæður fyrir því að lesa. Sá sem les fær betri skilning á heiminum, betri skilning á sjálfum sér og þeim manneskjum sem hann umgengst. Einbeitingarhæfni batnar, ímyndunarafl styrkist og það sem mörgum þykir það allra besta: Hinn lesandi maður lengir líf sitt um 23 mánuði að meðaltali. Allt er þetta hinum almenna borgara, og líka hinum almenna karlmanni, vel kunnugt. En samt …

Þrátt fyrir að vera illa læsir og opna sjaldan bók, sækja ungir karlar mun meira en fyrr inn í bóklegt nám í stað verklegs nám. Afleiðingin er sú að menntaskólar landsins eru að fyllast af hálflæsum ungum drengjum.

Það er samt ekki alveg sanngjarnt að segja að fólk lesi ekki. Það les í sífellu. Samfélagið er byggt upp á textum. Samskipti eru á textaformi, sms, tölvupóstur, Messenger … Fólk verður að kunna að lesa texta ef það ætlar í strætó, panta tíma hjá lækni, fylgjast með barninu sínu í skólanum eða leikskólanum, lesa fréttir, tilkynningar … Áður en allt varð stafrænt talaði fólk saman, það var hringt á milli staða, sagðar fréttir eða gert munnlegt samkomulag um hluti. En þeir dagar eru liðnir.

Lélegur lesskilningur og léleg leshæfni hefur því miklar samfélagslegar afleiðingar. Ef einstaklingur getur ekki lesið texta sér til gagns lendir hann fljótt í vandræðum og þau vandræði verða ekki minni eftir því sem aldurinn færist yfir. Hinn treglæsi dregst aftur úr á öllum sviðum og endar að lokum hálf ósjálfbjarga í neðsta lagi samfélagsins, sjálfum sér til ama. Þróun samfélagsins er á einn veg og ef karlmennirnir rjúfa ekki þessa slæmu þróun þar sem þeir dragast aftur úr á öllum sviðum hefur það stórkostlegar afleiðingar fyrir lífsgæðin.

Rannsóknir sýna að lestrarvenjur ganga í arf. Ef foreldrar lesa upphátt fyrir börnin sín er líklegra að barnið sæki sjálft í bóklestur. Ef börn sjá foreldra sína lesa eru þau mun líklegri til að verða duglegir lesarar. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á foreldrum ef þau vilja að börn sína þrífist í samfélaginu og læri almennilega að lesa. Skólinn getur ekki tekið það hlutverk að sér að búa til lesendur á sama hátt og foreldrar.

Það versta sem samfélagið gerir er að vera með upphrópanir um ólæs börn og drengi sem lesa sér ekki til gagns. Það er fátt sem hefur dregið meira úr lestri barna og lestraránægju þeirra eru hinar stöðugu upphrópanir um að þau geti ekki lesið eða vilja ekki lesa. Lélegur lesskilningur er birtingarmynd stöðu íslenskunnar og stöðu tómstundarlesturs barna. Börn byrja ekki að lesa af því að samfélagið hafi áhyggjur af því að börn lesa ekki og enn síður ef þau heyra í sífellu að engin börn lesa lengur.  Þau byrja einungis ef þau langar til þess og halda bara áfram ef þau hafa gaman af bóklestri. Það er pólitísk ákvörðun að varðveita íslenskuna og bætta lestrarumhverfi barna. 

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …