Samfélagsmiðlar

Að lengja líf sitt um 23 mánuði

„Einbeitingarhæfni batnar, ímyndunarafl styrkist og það sem mörgum þykir það allra besta: Hinn lesandi maður lengir líf sitt um 23 mánuði að meðaltali," segir Snæbjörn Arngrímsson í þessari grein um mikilvægi lesturs. Hann varar við upphrópunum um að börn lesi ekki. Þær gagnist ekki.

Móðir les fyrir börn - MYND: Unsplash/Andrej Lisakov

Það eru gerðar þúsund rannsóknir og aðrar þúsund rannsóknir og niðurstaðan er alltaf sú sama: Drengir, og karlmenn almennt, eru að dragast aftur úr úr kvenkyninu á flestum sviðum samfélagsins. Sérstaklega þegar kemur að árangri í skóla, menntun, lestri bóka og þátttöku í menningarlífi. Um 25 prósent karla opna aldrei bók, hvorki fagbók né fagurbókmenntir, og meira en 60% karla opna bók sjaldnar en einu sinni í mánuði. Konur standa á bak við 70% af útlánum bókasafna.

Samkvæmt nýjustu PISA-rannsókn er lesskilningur drengja svo hrikalega lélegur að þeir eiga í hinum mestu vandræðum með að skilja einfalda texta. Hin lesandi stétt er samkvæmt nýjustu menningarrannsóknum samansett af hvítum, vel menntuðum konum.

Samkvæmt vísindamönnum eru ótal góðar ástæður fyrir því að lesa. Sá sem les fær betri skilning á heiminum, betri skilning á sjálfum sér og þeim manneskjum sem hann umgengst. Einbeitingarhæfni batnar, ímyndunarafl styrkist og það sem mörgum þykir það allra besta: Hinn lesandi maður lengir líf sitt um 23 mánuði að meðaltali. Allt er þetta hinum almenna borgara, og líka hinum almenna karlmanni, vel kunnugt. En samt …

Þrátt fyrir að vera illa læsir og opna sjaldan bók, sækja ungir karlar mun meira en fyrr inn í bóklegt nám í stað verklegs nám. Afleiðingin er sú að menntaskólar landsins eru að fyllast af hálflæsum ungum drengjum.

Það er samt ekki alveg sanngjarnt að segja að fólk lesi ekki. Það les í sífellu. Samfélagið er byggt upp á textum. Samskipti eru á textaformi, sms, tölvupóstur, Messenger … Fólk verður að kunna að lesa texta ef það ætlar í strætó, panta tíma hjá lækni, fylgjast með barninu sínu í skólanum eða leikskólanum, lesa fréttir, tilkynningar … Áður en allt varð stafrænt talaði fólk saman, það var hringt á milli staða, sagðar fréttir eða gert munnlegt samkomulag um hluti. En þeir dagar eru liðnir.

Lélegur lesskilningur og léleg leshæfni hefur því miklar samfélagslegar afleiðingar. Ef einstaklingur getur ekki lesið texta sér til gagns lendir hann fljótt í vandræðum og þau vandræði verða ekki minni eftir því sem aldurinn færist yfir. Hinn treglæsi dregst aftur úr á öllum sviðum og endar að lokum hálf ósjálfbjarga í neðsta lagi samfélagsins, sjálfum sér til ama. Þróun samfélagsins er á einn veg og ef karlmennirnir rjúfa ekki þessa slæmu þróun þar sem þeir dragast aftur úr á öllum sviðum hefur það stórkostlegar afleiðingar fyrir lífsgæðin.

Rannsóknir sýna að lestrarvenjur ganga í arf. Ef foreldrar lesa upphátt fyrir börnin sín er líklegra að barnið sæki sjálft í bóklestur. Ef börn sjá foreldra sína lesa eru þau mun líklegri til að verða duglegir lesarar. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á foreldrum ef þau vilja að börn sína þrífist í samfélaginu og læri almennilega að lesa. Skólinn getur ekki tekið það hlutverk að sér að búa til lesendur á sama hátt og foreldrar.

Það versta sem samfélagið gerir er að vera með upphrópanir um ólæs börn og drengi sem lesa sér ekki til gagns. Það er fátt sem hefur dregið meira úr lestri barna og lestraránægju þeirra eru hinar stöðugu upphrópanir um að þau geti ekki lesið eða vilja ekki lesa. Lélegur lesskilningur er birtingarmynd stöðu íslenskunnar og stöðu tómstundarlesturs barna. Börn byrja ekki að lesa af því að samfélagið hafi áhyggjur af því að börn lesa ekki og enn síður ef þau heyra í sífellu að engin börn lesa lengur.  Þau byrja einungis ef þau langar til þess og halda bara áfram ef þau hafa gaman af bóklestri. Það er pólitísk ákvörðun að varðveita íslenskuna og bætta lestrarumhverfi barna. 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …