Samfélagsmiðlar

Að setja lesendur í andnauð

Gagnrýnendur segja að Paul Lynch takist ætlunarverk sitt með verðlaunabókinni Prophet Song að draga lesendur inn í 300 síðna langa martröð. Lesandann kemst ekki upp með að líta undan þegar hin allra stærsta neyð blasir við.

Paul Lynch tekur við Booker-verðlaununum - MYND: Booker Prize Foundation / David Parry

Fyrir nokkrum dögum var haldin samkoma í London á samkomustað sem kallast Old Billingsgate. Mörg hundruð prúðbúnir einstaklingar biðu í ofvæni eftir því að formaður dómnefndar Bookerverðlaunanna gengi í pontu til að tilkynna heiminum hver hefði hlotið þann mikla heiður að hreppa hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun – og 50.000 pund. Samkvæmt veðbönkum var Paul Lynch, írskur rithöfundur, talinn líklegasti vinningshafinn og í ljós kom að veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér. Bók Paul Lynch Prophet Song var valin Bookerbók ársins. Dómnefndin var þó ekki einhuga en eftir maraþonfundi tókst nefndinni að sammælast um að bók Pauls Lynch væri verðugust verðlaununum.

Það er alls óvíst að þessi viðurkenning eigi eftir að vekja áhuga íslenskra útgefenda á bókinni þótt verðlaunin þyki ein þau virðulegustu í bókmenntaheiminum. Lítil hefð fyrir því að þýða og gefa út Booker-verðlaunabækur á Íslandi. Á síðustu 10 árum hefur ein Bookerverðlaunabók komið út á íslensku: Stúlka, kona, annað eftir Bernardine Evaristo í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur.

Það tók Paul Lynch, sem er fæddur árið 1977, fjögur ár að skrifa verðlaunasöguna Prophet Song. Hann var rétt byrjaður á handritinu þegar sonur hans fæddist og Paul setti punkt á eftir síðustu setningu bókarinnar þegar sonurinn var farinn að hjóla. Að vísu hafði Paul fyrst byrjað á annarri bók og hafði skrifaði látlaust í sex mánuði frá morgni til kvölds. Hann hafði þó allan tímann óljóst hugboð um að sú bók yrði aldrei að neinu. Föstudag einn þegar klukkan sló þrjú lokaði hann tölvunni sinni og hugsaði með sér að þetta væri vonlaust verkefni sem hann væri búinn að flækja sér í og næsta mánudag þegar hann settist við skriftir að nýju opnaði hann nýtt skjal og skrifaði: Fyrsti kafli. 

„Ég vissi þegar ég byrjaði á þessari nýju bók að það var eitthvað að mikilvægt gerjast inni í mér án þess að vita almennilega hvað það var. En ég tók áhættuna og byrjaði á nýrri bók árið 2018 og henti sex mánaða skrifum í ruslið. Prophet Song er ávöxturinn. Ég var þá mjög upptekin af harmleiknum með Alan Kurdi, litla barninu frá Sýrlandi sem hafði rekið upp á fjörur Tyrklands. Ég spurði sjálfan mig þegar ég las fréttir og horfði á sjónvarpið sýna frá  hörmungunum í Sýrlandi: Af hverju finn ég ekki til meiri sorgar. Af hverju er ég ekki alveg eyðilagður yfir hræðilegum örlögum þessa litla barns. Ég fór að velta fyrir mér hvernig fréttirnar gera mann harðan og tilfinningalausan.

Og ég byrjaði að skrifa. Mig langaði til þess að láta lesandann skynja hvernig það er að vera svo örvæntingarfullur að maður sé tilbúinn til að taka barnið sitt með sér á illa búinn smábát um miðja nótt með fullt af ókunnugu fólki og ætla að sigla yfir úfið haf. Í mínum huga snérist þetta um að þvinga lesandann til að horfast í augu við eitthvað sem er ófrávíkjanlegt. Að láta lesandann ekki komast upp með að líta undan þegar hin allra stærsta neyð blasir við.“

Gagnrýnendur segja að Paul takist ætlunarverk sitt að draga lesendur inn í 300 síðna langa martröð. Ekkert er gert til að auðvelda lesendum lesturinn; engar gæsalappir og engin skil milli málsgreina. „Mér lá svo mikið á hjarta að ég hafði ekki tíma til að skipta textanum upp í málsgreinar,“ sagði Paul Lynch í viðtali við The Guardian. „Það á heldur ekki að vera neitt andrými. Engin flóttaleið. Það eru engar málsgreinarnar vegna þess að það á ekki að vera neitt hvítt tómarúm. Sögupersónurnar geta ekki andað og lesandinn á heldur ekki að geta andað.“

Fyrir rúmu ári þegar Paul Lynch hafði rétt skilað inn handritinu að Prophet Song – hann var 45 ára og honum fannst hann vera á tindi ferils síns sem rithöfundur – fékk hann upphringingu frá lækni sínum. Erindið var ekki uppbyggilegt því í nýrum Pauls hafði fundist illkynja æxli. Eftir skurðaðgerð og lyfjameðferð kom í ljós að líkurnar á bata eru ekki sérlega góðar. „Ég hef fengið skilaboðin og mér sú tilhugsun að geta ekki verið með börnunum mínum óbærileg. En ég held samt ótrauður áfram.“

„Og hvað ætlarðu svo að gera við verðlaunapeningana,“ spurði blaðamaður höfundinn að lokinni Booker-athöfninni.
„Borga skuldir,“ svaraði Paul Lynch.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …