Samfélagsmiðlar

Áfengislaus og ánægjuleg áramót

Mörgum þykir ómissandi að kveðja gamla árið og heilsa því nýja með því að skála í búbblum eða öðrum góðum drykk. Þau sem kjósa að sleppa áfengi hafa oft fengið það hlutskipti að skála í fremur óhátíðlegu sódavatni eða gosdrykkjum en það er liðin tíð með sífellt meira úrvali áfengislausra drykkja.

Freyðandi en óáfeng áramót - MYND: Unsplash/Alexander Naglestad

Æ fleiri kjósa að drekka minna áfengi eða einfaldlega sleppa því, ýmist um tíma eða alfarið. Ástæðurnar að baki eru jafn ólíkar og fólkið sjálft en margar rannsóknir benda til þess að áfengisneysla, í hversu litlu magni sem er, hefur ekki jákvæðar heilsufarslegar afleiðingar. En hvað er þá í boði? Það er gaman að gera sér glaðan dag með góðan drykk í hönd. Að sitja í góðra vina hópi á bar eftir vinnu eða í gleðskap er svolítið öðruvísi ef þú ert eina manneskjan við borðið sem sötrar sódavatn með sítrónu.

Fyrir ekki svo löngu kom sú ákvörðun að sleppa áfengi nánast undantekningarlaust niður á bragði, upplifun og almennri stemningu. Sem betur fer hefur framboð á áfengislausum drykkjum hér á landi stóraukist á undanförnum misserum og metnaðarfullir framleiðendur um allan heim hafa svarað aukinni eftirspurn eftir kunnuglegum eða nýstárlegum áfengislausum valkostum.

Bo Sten Hansen og Jacob Kocemba – MYND: Copenhagen Sparkling Tea

Yfir hátíðirnar gerir fólk gjarna vel við sig í mat og drykk. Vín með matnum, kokteill í boðinu og svo þarf að skála í búbblum þegar við á. Allt er þetta nú í boði í áfengislausu formi þar sem ekkert er gefið eftir í bragði eða gæðum og ekki skemmir fyrir að hægt er að nálgast marga þessara drykkja í næstu matvöruverslun. Copenhagen Sparkling Tea hefur notið fádæma vinsælda síðustu ár en þar er á ferð lífrænt freyðite sem er sköpunarverk Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen og kom fyrst á markað árið 2017 með það einfalda markmið að vera besti 0% drykkur í heimi. Það virðist láta nokkuð nærri lagi ef miðað er við eftirspurn og nú má fá fjórar mismunandi tegundir af freyðiteinu sem allar hafa notið mikilla vinsælda.

Uppáhaldskokteillinn án áhrifa
Flest okkar hafa einhvern tíman verið í þeim sporum að langa til að skála í sínum uppáhaldsdrykk við skemmtilegt tilefni en myndu heldur kjósa upplifunina án áfengisáhrifa. Ástralska drykkjarframleiðandanum Lyre’s hefur nú tekist að gera mögulegt það sem áður var talið ómögulegt, og gott betur, því hér er kominn einn stærsti og metnaðarfyllsti framleiðandi 0% sterkvína í heiminum.

Sterk en óáfeng – MYND: Lyre´s

Heitið Lyre’s er engin tilviljun en það er sótt til lýrufuglsins sem getur líkt óaðfinnanlega eftir söng rúmlega tuttugu annarra fuglategunda. Sterkvín Lyre‘s hafa unnið til fjölda verðlauna í kokteilakeppnum um allan heim, meira að segja þar sem þeir hafa keppt á móti áfengum drykkjum. Af 50 vinsælustu kokteilum í heimi er hægt að blanda 90% þeirra með Lyre’s sterkvínum sem svipar til áfengra drykkja á borð við gin, viskí og romm svo fátt eitt sé nefnt.


Óáfengir kokteilar – MYND: Highball

Annar möguleiki í úrvali áfengislausra kokteila eru blönduðu drykkirnir frá Highball sem hafa sótt í sig veðrið undanfarin misseri en þar má finna ginger dram, spritz og mojito í áfengislausri útgáfu.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …